Sigurgeir Jónsson: Ágætis kaflar en mistök og klúður gerðu okkur erfitt fyrir Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. nóvember 2023 22:23 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Stjarnan mátti þola enn eitt tapið í Olís deild kvenna þegar liðið heimsótti Fram í Úlfarsárdalinn. Eftir góða byrjun misstu þær algjörlega tökin á leiknum í seinni hálfleik og töpuðu að endingu með ellefu mörkum, 33-22. „Ekki gott, bara allt annað en við ætluðum okkur. Misstum þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks, ágætis kaflar í fyrri hálfleik en samt ýmislegt sem við ætluðum að laga. Tæknileg mistök og klúður í dauðafærum, vörnin lekur í seinni, gerðum okkur erfitt fyrir og hleyptum þeim fram úr“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, um leikinn í viðtali við blaðamann eftir að lokaflautið gall. Stjarnan hélt vel í heimakonur lengst af í fyrri hálfleiknum og þær sýndu snilldartakta inn á milli, en gerðust margsinnis sekar um klaufaleg mistök og slakan varnarleik. „Við þurfum að reyna að slípa okkur betur saman, auka samskipti og talanda. Missum utanvert inn á milli og þessar línusendingar voru alltof auðveldar hjá þeim, þurftum að láta þær frekar skjóta á blokkina hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í í pásunni og mæta grimmar til leiks í janúar. “ Nú tekur langt landsleikjahlé við vegna Heimsmeistaramótsins. Næsta umferð fer ekki fram fyrr en í ársbyrjun 2024. Sigurgeir sagði liðið ætla að nýta tímann vel til æfinga og snúa gengi sínu við í seinni hluta mótsins. „Það þarf bara að nýta tímann vel, tökum smá frí núna en svo æfum við á fullu og æfum vel. Það eru alls konar smá hlutir sem við getum lagað og þurfum að vinna í.“ Stjarnan er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, Afturelding er einu stigi og sæti ofar, Þór/KA er svo tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Hefurðu enn fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Alveg fulla trú, það er ágætt þannig séð að fá þessa pásu núna. Svo koma leikir sem við þurfum að klára á móti þessum liðum í kringum okkur. Við eigum fyrsta leik við Þór/KA, sem er bara 'do or die' leikur strax. Reynum að nýta þessa pásu, fáum tíma til að endurstilla okkur og mæta með fullt sjálfstraust“ sagði Sigurgeir vongóður að lokum. Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
„Ekki gott, bara allt annað en við ætluðum okkur. Misstum þetta frá okkur í byrjun seinni hálfleiks, ágætis kaflar í fyrri hálfleik en samt ýmislegt sem við ætluðum að laga. Tæknileg mistök og klúður í dauðafærum, vörnin lekur í seinni, gerðum okkur erfitt fyrir og hleyptum þeim fram úr“ sagði Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, um leikinn í viðtali við blaðamann eftir að lokaflautið gall. Stjarnan hélt vel í heimakonur lengst af í fyrri hálfleiknum og þær sýndu snilldartakta inn á milli, en gerðust margsinnis sekar um klaufaleg mistök og slakan varnarleik. „Við þurfum að reyna að slípa okkur betur saman, auka samskipti og talanda. Missum utanvert inn á milli og þessar línusendingar voru alltof auðveldar hjá þeim, þurftum að láta þær frekar skjóta á blokkina hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í í pásunni og mæta grimmar til leiks í janúar. “ Nú tekur langt landsleikjahlé við vegna Heimsmeistaramótsins. Næsta umferð fer ekki fram fyrr en í ársbyrjun 2024. Sigurgeir sagði liðið ætla að nýta tímann vel til æfinga og snúa gengi sínu við í seinni hluta mótsins. „Það þarf bara að nýta tímann vel, tökum smá frí núna en svo æfum við á fullu og æfum vel. Það eru alls konar smá hlutir sem við getum lagað og þurfum að vinna í.“ Stjarnan er í áttunda og neðsta sæti deildarinnar með þrjú stig, Afturelding er einu stigi og sæti ofar, Þór/KA er svo tveimur stigum ofar í sjötta sætinu. Hefurðu enn fulla trú á að liðið geti haldið sér uppi? „Alveg fulla trú, það er ágætt þannig séð að fá þessa pásu núna. Svo koma leikir sem við þurfum að klára á móti þessum liðum í kringum okkur. Við eigum fyrsta leik við Þór/KA, sem er bara 'do or die' leikur strax. Reynum að nýta þessa pásu, fáum tíma til að endurstilla okkur og mæta með fullt sjálfstraust“ sagði Sigurgeir vongóður að lokum.
Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Fram - Stjarnan 33-22 | Öruggur ellefu marka sigur í Úlfarsárdal Fram styrkti stöðu sína í 3. sæti Olís deildar kvenna með öruggum 33-22 sigri gegn Stjörnunni, sem situr áfram á botninum eftir tíu leiki. Þetta var síðasti leikur liðanna áður en haldið er í langt landsleikjahlé vegna heimsmeistaramótsins, næsta umferð fer fram 6. janúar 2024. 16. nóvember 2023 21:00