Þórdís Elva út í atvinnumennsku: „Hún er mjög klár leikmaður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 11:00 Þórdís Elva Ágústsdóttir í leik með Val á móti Breiðabliki Vísir/Vilhelm Þórdís Elva Ágústsdóttir er nýjasti atvinnufótboltamaður okkar Íslendinga en hún er á leiðinni til sænska úrvalsdeildarfélagsins Växjö DFF. Växjö sagði frá því á miðlum sínum að félagið hafi gert tveggja ára samning við uppöldu Haukakonuna. Þórdís Elva spilaði vel með Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í sumar en þessi 23 ára miðjumaður var þá með sex mörk og tvær stoðsendingar í 23 leikjum. Hún kom til Vals fyrir 2022 tímabilið og vann þrjá titla á tveimur árum sínum á Hlíðarenda því Valur varð Íslands- og bikarmeistari sumarið 2022. Växjö endaði í áttuna sæti af fjórtán liðum í sænsku deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa verið nýliði í deildinni. Þórdís Elva er alin upp í Haukum en spilaði með Fylki í þrjú tímabil áður en hún færði sig yfir í Val. Dennis Popperyd, íþróttastjórinn hjá Växjö, er ánægður með komu Þórdísar en hún er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins fyrir næsta tímabil. „Við byrjum strax að styrkja liðið sem mun hjálpa við uppbyggingu liðsins. Þórdís er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en einnig á vængnum. Hún er mjög klár leikmaður sem er með góðan vinstri fót,“ sagði Popperyd. „Þórdís hefur sýnt það að hún getur bæði skorað með þrumuskoti af löngu færi en hún er líka góður sendingamaður. Hún mun koma með svolítið sem við höfum ekki í liðnu okkar í dag og mun styrkja okkur fyrir næsta tímabil,“ sagði Popperyd. „Mér líður mjög vel með þetta og ég er rosalega spennt fyrir næstu tveimur árum með Växjö DFF,“ sagði Þórdís Elva í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég fékk strax góða tilfinningu eftir fyrstu samtölin við Olof og Dennis. Ég er hrifinn af metnaði og markmiði félagsins á næstu árum,“ sagði Þórdís. View this post on Instagram A post shared by Va xjo DFF (@vaxjo_dff) Sænski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjá meira
Växjö sagði frá því á miðlum sínum að félagið hafi gert tveggja ára samning við uppöldu Haukakonuna. Þórdís Elva spilaði vel með Íslandsmeisturum Vals í Bestu deildinni í sumar en þessi 23 ára miðjumaður var þá með sex mörk og tvær stoðsendingar í 23 leikjum. Hún kom til Vals fyrir 2022 tímabilið og vann þrjá titla á tveimur árum sínum á Hlíðarenda því Valur varð Íslands- og bikarmeistari sumarið 2022. Växjö endaði í áttuna sæti af fjórtán liðum í sænsku deildinni á síðustu leiktíð eftir að hafa verið nýliði í deildinni. Þórdís Elva er alin upp í Haukum en spilaði með Fylki í þrjú tímabil áður en hún færði sig yfir í Val. Dennis Popperyd, íþróttastjórinn hjá Växjö, er ánægður með komu Þórdísar en hún er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins fyrir næsta tímabil. „Við byrjum strax að styrkja liðið sem mun hjálpa við uppbyggingu liðsins. Þórdís er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á miðjunni en einnig á vængnum. Hún er mjög klár leikmaður sem er með góðan vinstri fót,“ sagði Popperyd. „Þórdís hefur sýnt það að hún getur bæði skorað með þrumuskoti af löngu færi en hún er líka góður sendingamaður. Hún mun koma með svolítið sem við höfum ekki í liðnu okkar í dag og mun styrkja okkur fyrir næsta tímabil,“ sagði Popperyd. „Mér líður mjög vel með þetta og ég er rosalega spennt fyrir næstu tveimur árum með Växjö DFF,“ sagði Þórdís Elva í viðtali á heimasíðu félagsins. „Ég fékk strax góða tilfinningu eftir fyrstu samtölin við Olof og Dennis. Ég er hrifinn af metnaði og markmiði félagsins á næstu árum,“ sagði Þórdís. View this post on Instagram A post shared by Va xjo DFF (@vaxjo_dff)
Sænski boltinn Valur Besta deild kvenna Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjá meira