„Erum eiginlega jafn hrærðir og heimalagað skyr með bláberjum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 16:32 Geir Gunnar og Einar eru ungir og efnilegir veitingamenn. Aðsend Félagarnir og matreiðslumennirnir, Geir Gunnar Geirsson og Einar Sigurður Eiríksson, halda úti Instagram-síðunni Bara matur. Þar deila þeir einföldum og girnilegum uppskriftum. Þrátt fyrir ungan aldur búa þeir að töluverðri reynslu. Hugmyndin að síðunni kviknaði á göngu um götur spænsku borgarinnar Valencia þar sem þeir voru báðir búsettir árið 2021. Geir og Einar voru sammála um að matur getur verið góður úr góðu hráefni á viðráðanlegu verði, einnig á Íslandi: „Hvarvetna sem við fórum um götur sat glaðvært fólk á spjalli yfir góðum mat. Borðin svignuðu undan kræsingum úr bestu hráefnum heims. Allt var ferskt. Samt var þetta allt svo óskaplega einfalt, afslappað og ódýrt. Við spurðum hvorn annan hvers vegna þetta gæti ekki verið líka svona heima á Íslandi. Þetta er ekkert flókið; Bara matur. Góður matur á viðráðanlegu verði úr vönduðum hráefnum gleður alla, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þetta er það sem við viljum gera, gleðja fólk með góðum mat. Semsé: Bara matur.“ Geir segir þá félaga búa yfir töluverðri reynslu af matvinnslu og veitingamennsku þrátt fyrir ungan aldur en þeir 24 og 25 ára gamlir. „Ég vann sem þjónn í sjö ár þar sem ástríða mín fyrir matargerð og víni kviknaði,“ segir Einar. „Ég hef starfað hjá Stjörnugrís frá því ég var 13 ára gamall. Svo hef ég mikla reynslu á matargerð og eldað heima frá því ég man eftir mér,“ segir Geir. Báðir starfa hjá Stjörnugrísi samhliða því að prófa sig áfram í matargerð og þróa miðilinn, Bara matur. Félagarnir að störfum.Aðsend Sólgnir í að elda góðan mat Geir Gunnar og Einar eru þakklátir viðtökunum sem eru miklu meiri en þeir þorðu að vona. „Við vissum ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta því það eru svo margir aðrir að gera eitthvað á svona svipað en við bara stóðumst ekki mátið. Við ráðum einfaldlega ekki við það hvað við erum sólgnir í að elda góðan mat og skrifa um hann. Þessi reikningur varð miklu stærri en við þorðum að vona. Við botnum eiginlega ekkert í þessum miklum viðtökum og erum eiginlega jafn hræðrir og heimalagað skyr með bláberjum. “ View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) Matur Uppskriftir Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira
Hugmyndin að síðunni kviknaði á göngu um götur spænsku borgarinnar Valencia þar sem þeir voru báðir búsettir árið 2021. Geir og Einar voru sammála um að matur getur verið góður úr góðu hráefni á viðráðanlegu verði, einnig á Íslandi: „Hvarvetna sem við fórum um götur sat glaðvært fólk á spjalli yfir góðum mat. Borðin svignuðu undan kræsingum úr bestu hráefnum heims. Allt var ferskt. Samt var þetta allt svo óskaplega einfalt, afslappað og ódýrt. Við spurðum hvorn annan hvers vegna þetta gæti ekki verið líka svona heima á Íslandi. Þetta er ekkert flókið; Bara matur. Góður matur á viðráðanlegu verði úr vönduðum hráefnum gleður alla, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þetta er það sem við viljum gera, gleðja fólk með góðum mat. Semsé: Bara matur.“ Geir segir þá félaga búa yfir töluverðri reynslu af matvinnslu og veitingamennsku þrátt fyrir ungan aldur en þeir 24 og 25 ára gamlir. „Ég vann sem þjónn í sjö ár þar sem ástríða mín fyrir matargerð og víni kviknaði,“ segir Einar. „Ég hef starfað hjá Stjörnugrís frá því ég var 13 ára gamall. Svo hef ég mikla reynslu á matargerð og eldað heima frá því ég man eftir mér,“ segir Geir. Báðir starfa hjá Stjörnugrísi samhliða því að prófa sig áfram í matargerð og þróa miðilinn, Bara matur. Félagarnir að störfum.Aðsend Sólgnir í að elda góðan mat Geir Gunnar og Einar eru þakklátir viðtökunum sem eru miklu meiri en þeir þorðu að vona. „Við vissum ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta því það eru svo margir aðrir að gera eitthvað á svona svipað en við bara stóðumst ekki mátið. Við ráðum einfaldlega ekki við það hvað við erum sólgnir í að elda góðan mat og skrifa um hann. Þessi reikningur varð miklu stærri en við þorðum að vona. Við botnum eiginlega ekkert í þessum miklum viðtökum og erum eiginlega jafn hræðrir og heimalagað skyr með bláberjum. “ View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur)
Matur Uppskriftir Mest lesið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Fleiri fréttir Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Sjá meira