Ætlar ekki að hvíla Haaland á móti Færeyingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2023 14:31 Erling Haaland nálgast markamet norska landsliðsins. Getty/David S. Bustamante Það er nóg að gera hjá Erling Braut Haaland þessar vikurnar enda á fullu með Manchester City á öllum vígstöðvum. Hann fær samt ekkert frí í vináttulandsleik í kvöld. Norðmenn fá þá Færeyinga í heimsókn á Ullevål leikvanginn í Osló en þessi leikur er ekki hluti af undankeppni EM heldur vináttulandsleikur. Norðmenn eiga ekki möguleika á að komast upp úr sínum riðli en Spánn og Skotland eru bæði komin áfram. Færeyingar eru líka úr leik en þeir hafa enn ekki náð að vinna leik í undankeppninni í sjö tilraunum. Ståle Solbakken: "Erling (Haaland) kommer til å være på banen imorgen. Vi får se om det blir fra start eller i løpet av andre omgang" pic.twitter.com/8kGSoytoAL— Fotball Norge (@FotballNO) November 15, 2023 Norski landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken sagði frá því á blaðamannafundi að Haaland spili leikinn. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu margar mínútur hann mun spila. Báðar þjóðir eru í fimm þjóða riðlum og eiga bara einn leik eftir. Þau spila því lokaleik sinn á sunnudag (Noregur) og mánudag (Færeyjar). Norðmenn heimsækja þá Skota til Glasgow en Færeyingar fljúga til Albaníu. Norðmenn hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í 23 ár eða síðan þeir voru á EM 2000. Haaland hefur unnið allt með Manchester City en gengur lítið að ná árangri með landsliðinu. Haaland er engu að síður búinn að skora 27 mörk í 28 landsleikjum og er þegar kominn upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsmenn Norðmanna. Honum vantar nú bara sex mörk til að jafna markamet Jörgen Juve sem skoraði 33 mörk í 45 leikjum á árunum á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Haaland sat allan tímann á bekknum í síðasta vináttulandsleik, sem var á móti Jórdaníu í september, en nú fær hann að spila. Þetta gæti verið gott tækifæri til að minnka forskot Juve enn frekar. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira
Norðmenn fá þá Færeyinga í heimsókn á Ullevål leikvanginn í Osló en þessi leikur er ekki hluti af undankeppni EM heldur vináttulandsleikur. Norðmenn eiga ekki möguleika á að komast upp úr sínum riðli en Spánn og Skotland eru bæði komin áfram. Færeyingar eru líka úr leik en þeir hafa enn ekki náð að vinna leik í undankeppninni í sjö tilraunum. Ståle Solbakken: "Erling (Haaland) kommer til å være på banen imorgen. Vi får se om det blir fra start eller i løpet av andre omgang" pic.twitter.com/8kGSoytoAL— Fotball Norge (@FotballNO) November 15, 2023 Norski landsliðsþjálfarinn Ståle Solbakken sagði frá því á blaðamannafundi að Haaland spili leikinn. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu margar mínútur hann mun spila. Báðar þjóðir eru í fimm þjóða riðlum og eiga bara einn leik eftir. Þau spila því lokaleik sinn á sunnudag (Noregur) og mánudag (Færeyjar). Norðmenn heimsækja þá Skota til Glasgow en Færeyingar fljúga til Albaníu. Norðmenn hafa ekki komist í lokakeppni stórmóts í 23 ár eða síðan þeir voru á EM 2000. Haaland hefur unnið allt með Manchester City en gengur lítið að ná árangri með landsliðinu. Haaland er engu að síður búinn að skora 27 mörk í 28 landsleikjum og er þegar kominn upp í annað sætið yfir markahæstu landsliðsmenn Norðmanna. Honum vantar nú bara sex mörk til að jafna markamet Jörgen Juve sem skoraði 33 mörk í 45 leikjum á árunum á milli fyrri og seinni heimsstyrjaldar. Haaland sat allan tímann á bekknum í síðasta vináttulandsleik, sem var á móti Jórdaníu í september, en nú fær hann að spila. Þetta gæti verið gott tækifæri til að minnka forskot Juve enn frekar.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Sjá meira