Næstu heimaleikir Grindavíkur í Smáranum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 14:28 Grindvíkingar geta séð körfuboltaliðin sín í Smáranum á laugardaginn. vísir/hulda margrét Næstu leikir karla- og kvennaliða Grindavíkur í körfubolta fara fram í Smáranum í Kópavogi á laugardaginn og það í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Karlalið Grindavíkur átti að mæta Hamri í Hveragerði á föstudaginn en sá leikur hefur verið færður í Smárann klukkan 17:00 á laugardaginn. Fyrr á laugardaginn, klukkan 14:00, mætir kvennalið Grindavíkur Þór frá Akureyri. Leikurinn átti að fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík en ljóst er að hvorki verður æft né spilað þar næstu vikurnar.Báðir leikir verða í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hitað verður veglega upp fyrir leikina og þeir síðan að sjálfsögðu gerðir upp að þeim loknum. Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og sigdalur myndast. Talið er að jörð hafi sigið um einn til tvo metra. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, allt verði gert til að koma til móts við Grindvíkinga vegna ástandsins þar í bæ. „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við,“ sagði Hannes. „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna.“ Grindavík vann Þór Þ., 93-90, í Subway deild karla á fimmtudaginn, degi áður en bærinn var rýmdur. Grindvíkingar hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 8. sæti Subway deildarinnar. Grindavíkur tapaði fyrir Keflavík, 78-80, í toppslag í Subway deild kvenna í síðasta leik sínum 31. október. Keppni í deildinni hefst aftur í vikunni eftir landsleikjahlé. Báðir leikir Grindavíkur á laugardaginn verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. UMF Grindavík Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Tengdar fréttir Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Karlalið Grindavíkur átti að mæta Hamri í Hveragerði á föstudaginn en sá leikur hefur verið færður í Smárann klukkan 17:00 á laugardaginn. Fyrr á laugardaginn, klukkan 14:00, mætir kvennalið Grindavíkur Þór frá Akureyri. Leikurinn átti að fara fram í íþróttahúsinu í Grindavík en ljóst er að hvorki verður æft né spilað þar næstu vikurnar.Báðir leikir verða í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hitað verður veglega upp fyrir leikina og þeir síðan að sjálfsögðu gerðir upp að þeim loknum. Miklar skemmdir hafa orðið við íþróttahúsið í Grindavík. Þar hafa stórar sprungur opnast og sigdalur myndast. Talið er að jörð hafi sigið um einn til tvo metra. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, allt verði gert til að koma til móts við Grindvíkinga vegna ástandsins þar í bæ. „Reglugerðir segja ýmislegt en þetta eru fordæmalausir tímar. Í þessu tilfelli, þótt við hjá KKÍ séum mjög föst fyrir þegar kemur að reglugerðum þá verðum við að horfa út fyrir það hér. Það er á svona stundum sem maður tekur reglugerðarbókina og hendir henni aftur fyrir haus og reynir að horfa fram á við,“ sagði Hannes. „Við munum leysa þá hluti sem þarf að leysa. Íþróttafélögin í landinu hafa verið mjög dugleg að bjóða fram aðstoð. Þetta er allt að gerast, það er allt í vinnslu. Vonandi verður þetta sem stystur tími en hlutirnir leysast og við tökum einn dag í einu eins og staðan er núna.“ Grindavík vann Þór Þ., 93-90, í Subway deild karla á fimmtudaginn, degi áður en bærinn var rýmdur. Grindvíkingar hafa unnið þrjá leiki í röð og eru í 8. sæti Subway deildarinnar. Grindavíkur tapaði fyrir Keflavík, 78-80, í toppslag í Subway deild kvenna í síðasta leik sínum 31. október. Keppni í deildinni hefst aftur í vikunni eftir landsleikjahlé. Báðir leikir Grindavíkur á laugardaginn verða sýndir beint á Stöð 2 Sport.
UMF Grindavík Grindavík Subway-deild kvenna Subway-deild karla Tengdar fréttir Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Mótahald körfuboltans mun raskast vegna umbrotanna í Grindavík Hannes Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd KKÍ og körfuknattleikshreyfingarinnar vegna ástandsins í Grindavík en það er nokkuð ljóst að Grindvíkingar eru ekki að fara að spila leiki í Subway deildunum á meðan staðan er svona. 13. nóvember 2023 06:38