Ingvar E. í nýrri stórmynd Netflix Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 12:15 Netflix birti um helgina stiklu fyrri hluta tvíleiksins Rebel Moon. Myndin, sem ber titilinn Rebel Moon - Part One: A Child of Fire, er úr smiðju leikstjórans Zach Snyder en hann er hvað þekktastur fyrir myndirnar 300 og Man of Steel. Strax í upphafi stiklunnar má sjá kunnulegt andlit íslenska leikarans Ingvars E. Sigurðssonar en með honum er Sofia Boutella, sem er í aðalhlutverki Rebel Moon. Boutella leikur fyrrverandi hermann ills stjörnuveldis sem safnar saman hópi uppreisnarmanna til að berjast til að frelsa stjörnuþokuna undan oki vondu karlanna. Þetta hljómar ef til vill kunnulega en tvíleikurinn var upprunalega kynntur fyrir forsvarsmönnum Disney sem saga í söguheimi Star Wars. Meðal annarra leikara Rebel Moon sem nefna má eru Ed Skrein, Charlie Hunnam, Djimom Hounsou, Ray Fisher, Cary Elwes og Jena Malone. Þá má heyra rödd Anthony Hopkins í myndinni. Benda má á að þetta er í annað sinn sem Ingvar leikur í kvikmynd Snyders en hann var einnig í Justice League. Rebel Moon verður aðgengileg á Netflix þann 22. desember. Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Strax í upphafi stiklunnar má sjá kunnulegt andlit íslenska leikarans Ingvars E. Sigurðssonar en með honum er Sofia Boutella, sem er í aðalhlutverki Rebel Moon. Boutella leikur fyrrverandi hermann ills stjörnuveldis sem safnar saman hópi uppreisnarmanna til að berjast til að frelsa stjörnuþokuna undan oki vondu karlanna. Þetta hljómar ef til vill kunnulega en tvíleikurinn var upprunalega kynntur fyrir forsvarsmönnum Disney sem saga í söguheimi Star Wars. Meðal annarra leikara Rebel Moon sem nefna má eru Ed Skrein, Charlie Hunnam, Djimom Hounsou, Ray Fisher, Cary Elwes og Jena Malone. Þá má heyra rödd Anthony Hopkins í myndinni. Benda má á að þetta er í annað sinn sem Ingvar leikur í kvikmynd Snyders en hann var einnig í Justice League. Rebel Moon verður aðgengileg á Netflix þann 22. desember.
Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira