„Þeir hefðu getað náð jöfnunarmarki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 11. nóvember 2023 20:30 Erik Ten Hag ræðir málin við dómara leiksins eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Knattspyrnustjórinn Erik Ten Hag var vitaskuld nokkuð sáttur eftir 1-0 sigur Manchester United á Luton Town á Old Trafford í dag. Hann sagði mikilvægt að hans menn sneru heilir heim úr landsleikjatörninni Manchester United vann í dag nauman 1-0 sigur á Luton Town þegar liðin mættust á Old Trafford í Manchester. Svíinn Victor Lindelöf skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik og í viðtali við BBC eftir leik sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United að sigurinn hefði verið nauðsynlegur. „Þetta er góður dagur. Við þurftum sigurinn og við náðum honum. Við hefðum geta auðveldað okkur lífið með því að skora snemma og ná seinna markinu. Við sköpuðum færin en við skoruðum ekki nema úr einu,“ sagði Ten Hag en sigurmark Lindelöf kom á 59. mínútu leiksins í dag. „Ég er ánægður með þetta og að við héldum hreinu. Við áttum mörg færi í fyrri hálfleiknum og áttum að skora úr allavega einu. Eftir hlé að ná svo síðari markinu og þá er leikurinn farinn. Við héldum þeim á lífi og þeir hefðu getað náð jöfnunarmarki ef boltinn hefði endað á röngum stað.“ Erik ten Hag has won 30 of his 50 Premier League games in charge of Manchester United, which is the most wins of any #MUFC manager in their first 50 league games. [@OptaJoe] pic.twitter.com/HYTyg5UwYC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 11, 2023 Rasmus Höjlund fór meiddur af velli. Hann á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni en hefur verið að skotskónum í Meistaradeildinni. „Rasmus Höjlund er búinn að skora fimm sinnum í Meistaradeildinni. Hann er með sjálfstraustið og mörkin munu koma,“ bætti Ten Hag við. Hann minntist ekki á meiðsli Höjlund sem virtust minniháttar. Eftir landsleikjahléið sem nú er framundan á United þrjá útileiki í röð. Fyrst mæta þeir Everton, halda síðan til Tyrklands og mæta Galatasaray í gríðarlega mikilvægum leik í Meistaradeildinni áður en þeir mæta Newcastle í stórleik í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Manchester United vann í dag nauman 1-0 sigur á Luton Town þegar liðin mættust á Old Trafford í Manchester. Svíinn Victor Lindelöf skoraði sigurmarkið í síðari hálfleik og í viðtali við BBC eftir leik sagði Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United að sigurinn hefði verið nauðsynlegur. „Þetta er góður dagur. Við þurftum sigurinn og við náðum honum. Við hefðum geta auðveldað okkur lífið með því að skora snemma og ná seinna markinu. Við sköpuðum færin en við skoruðum ekki nema úr einu,“ sagði Ten Hag en sigurmark Lindelöf kom á 59. mínútu leiksins í dag. „Ég er ánægður með þetta og að við héldum hreinu. Við áttum mörg færi í fyrri hálfleiknum og áttum að skora úr allavega einu. Eftir hlé að ná svo síðari markinu og þá er leikurinn farinn. Við héldum þeim á lífi og þeir hefðu getað náð jöfnunarmarki ef boltinn hefði endað á röngum stað.“ Erik ten Hag has won 30 of his 50 Premier League games in charge of Manchester United, which is the most wins of any #MUFC manager in their first 50 league games. [@OptaJoe] pic.twitter.com/HYTyg5UwYC— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) November 11, 2023 Rasmus Höjlund fór meiddur af velli. Hann á enn eftir að skora í ensku úrvalsdeildinni en hefur verið að skotskónum í Meistaradeildinni. „Rasmus Höjlund er búinn að skora fimm sinnum í Meistaradeildinni. Hann er með sjálfstraustið og mörkin munu koma,“ bætti Ten Hag við. Hann minntist ekki á meiðsli Höjlund sem virtust minniháttar. Eftir landsleikjahléið sem nú er framundan á United þrjá útileiki í röð. Fyrst mæta þeir Everton, halda síðan til Tyrklands og mæta Galatasaray í gríðarlega mikilvægum leik í Meistaradeildinni áður en þeir mæta Newcastle í stórleik í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira