Fordæma vinnubrögð HSÍ og Hauka: „Sannarlega dapurlegt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. nóvember 2023 18:21 Handknattleiksdeild ÍBV fordæmir vinnubrögð HSÍ og Hauka. Vísir/Hulda Margrét Handknattleiksdeild ÍBV hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið fordæmir vinnubrögð Hauka og Handknattleikssambands Íslands eftir að liðið fékk það ekki í gegn að leik ÍBV og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta yrði frestað. ÍBV hafði ítrekað kallað eftir því að fá leik liðsins gegn Haukum í Olís-deildinni frestað vegna þátttöku Eyjakvenna í Evrópukeppni. Hvorki HSÍ né Haukar samþykktu það að fresta leiknum og því þurfa Eyjakonur að leika fjóra leiki á átta dögum. Það sé leikmönnum beinlínis hættulegt eins og ÍBV hefur fengið staðfest frá læknum, sjúkraþjálfurum og styrktarþjálfurum. „Atburðarás síðustu daga hefur sýnt okkur hjá ÍBV-íþróttafélag að það vill enginn hlusta. Við höfum kallað og kallað hátt en fáum lítil sem engin svör. Jafnvel þó heilsu íþróttafólks sé stefnt í hættu,“ segir í yfirlýsingu ÍBV, sem birtist á Tígull.is. „Dapurlegt að sambandið skuli ekki hlusta á svo alvarlegar athugasemdir“ Þar segir einnig að ÍBV hafi kallað eftir samtali um velferð leikmanna, en fátt hafi verið um svör. „Við kölluðum eftir samtali um velferð leikmanna. Það skipti engu máli hvert við leituðum, Haukar, HSÍ eða ÍSÍ. Alger þögn frá Haukum, HSÍ benti okkur á það að þáttaka í evrópukeppni væri okkar eigið val og þeir myndu ekki breyta leikjaskipulagi. Þrátt fyrir að við skyldum benda þeim á það ítrekað að þetta skipulag væri beinlínis hættulegt leikmönnum. Það fengum við staðfest frá læknum, sjúkraþjálfurum og styrktarþjálfurum. Það dugði ekki til og er sannarlega dapurlegt að sambandið skuli ekki hlusta á svo alvarlegar athugasemdir.“ Í yfirlýsingunni kemur enn fremur fram að félagið hafi bundið vonir við að fá jákvæð viðbrögð frá ÍSÍ, en þær vonir hafi fljótt orðið að engu. „Við bundum vonir við það að ÍSÍ myndi rétta leikmönnum okkar hjálparhönd og setja, þó ekki væri nema, spurningarmerki við þetta skipulag HSÍ. Það bar engan árangur.“ Óvíst hvort karlaliðið hefði fengið sömu meðferð ÍBV setur einnig spurningamerki við hvort meðferðin hefði verið sú sama ef karlalið félagsins hefði óskað eftir frestun. Þá veltir félagið einnig fyrir sér hvort önnur lið í sömu deild hefðu fengið sömu svör. „Óumflýjanlega vakna upp spurningar í svona atburðarás. Hefði verið hlustað ef þetta væri karlalið ÍBV? Hefði einhver brugðist fyrr við ef það væru Valsstelpur sem hefðu lent í svona leikjaálagi? Það er ljóst að leikir hafa verið færðir áður vegna þáttöku liða í evrópukeppni. Afhverju ekki núna?“ Unnu sér inn þátttökurétt Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að ÍBV hafi unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni, fremur en að það sé val félagsins að taka þátt. „ÍBV hefur af miklum metnaði og myndarskap skapað öfluga umgjörð í kringum lið sín í handknattleik. Meistaraflokkur kvenna hefur náð framúrskarandi árangri síðustu ár og haldið merkjum handknattleiks íslenskra kvenna á lofti í evrópukepppni. Kvennalið ÍBV hefur leikið 14 evrópuleiki á síðustu þremur árum. Það er gríðarleg vinna leikmanna og þjálfara sem fer í það að vinna sér inn rétt til þess að fá að taka þátt í evrópukeppni. Því þykja okkur þau svör HSÍ að það sé okkar val að taka þátt, mjög dapurleg. Stelpurnar og strákarnir okkar unnu sér inn rétt til þess að taka þátt. Við skulum hafa það alveg á hreinu.“ „ÍBV-íþróttafélag fordæmir vinnubrögð HSÍ og Hauka og það er von félagsins að HSÍ setji sér skýra stefnu er varðar þáttöku liða í evrópukeppni,“ segir að lokum. ÍBV HSÍ Tengdar fréttir Eyjamönnum sárnar að HSÍ sé ekki tilbúið að hjálpa ÍBV stelpunum Handknattleiksambands Íslands, HSÍ, segir við ÍBV að það sé val Eyjamanna að taka þátt í Evrópukeppni vitandi það að því fylgir meira álag. Eyjamenn eru mjög svekktir með að fá ekki jákvæðari viðbrögð frá sambandinu sínu. 6. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
ÍBV hafði ítrekað kallað eftir því að fá leik liðsins gegn Haukum í Olís-deildinni frestað vegna þátttöku Eyjakvenna í Evrópukeppni. Hvorki HSÍ né Haukar samþykktu það að fresta leiknum og því þurfa Eyjakonur að leika fjóra leiki á átta dögum. Það sé leikmönnum beinlínis hættulegt eins og ÍBV hefur fengið staðfest frá læknum, sjúkraþjálfurum og styrktarþjálfurum. „Atburðarás síðustu daga hefur sýnt okkur hjá ÍBV-íþróttafélag að það vill enginn hlusta. Við höfum kallað og kallað hátt en fáum lítil sem engin svör. Jafnvel þó heilsu íþróttafólks sé stefnt í hættu,“ segir í yfirlýsingu ÍBV, sem birtist á Tígull.is. „Dapurlegt að sambandið skuli ekki hlusta á svo alvarlegar athugasemdir“ Þar segir einnig að ÍBV hafi kallað eftir samtali um velferð leikmanna, en fátt hafi verið um svör. „Við kölluðum eftir samtali um velferð leikmanna. Það skipti engu máli hvert við leituðum, Haukar, HSÍ eða ÍSÍ. Alger þögn frá Haukum, HSÍ benti okkur á það að þáttaka í evrópukeppni væri okkar eigið val og þeir myndu ekki breyta leikjaskipulagi. Þrátt fyrir að við skyldum benda þeim á það ítrekað að þetta skipulag væri beinlínis hættulegt leikmönnum. Það fengum við staðfest frá læknum, sjúkraþjálfurum og styrktarþjálfurum. Það dugði ekki til og er sannarlega dapurlegt að sambandið skuli ekki hlusta á svo alvarlegar athugasemdir.“ Í yfirlýsingunni kemur enn fremur fram að félagið hafi bundið vonir við að fá jákvæð viðbrögð frá ÍSÍ, en þær vonir hafi fljótt orðið að engu. „Við bundum vonir við það að ÍSÍ myndi rétta leikmönnum okkar hjálparhönd og setja, þó ekki væri nema, spurningarmerki við þetta skipulag HSÍ. Það bar engan árangur.“ Óvíst hvort karlaliðið hefði fengið sömu meðferð ÍBV setur einnig spurningamerki við hvort meðferðin hefði verið sú sama ef karlalið félagsins hefði óskað eftir frestun. Þá veltir félagið einnig fyrir sér hvort önnur lið í sömu deild hefðu fengið sömu svör. „Óumflýjanlega vakna upp spurningar í svona atburðarás. Hefði verið hlustað ef þetta væri karlalið ÍBV? Hefði einhver brugðist fyrr við ef það væru Valsstelpur sem hefðu lent í svona leikjaálagi? Það er ljóst að leikir hafa verið færðir áður vegna þáttöku liða í evrópukeppni. Afhverju ekki núna?“ Unnu sér inn þátttökurétt Þá segir enn fremur í yfirlýsingunni að ÍBV hafi unnið sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni, fremur en að það sé val félagsins að taka þátt. „ÍBV hefur af miklum metnaði og myndarskap skapað öfluga umgjörð í kringum lið sín í handknattleik. Meistaraflokkur kvenna hefur náð framúrskarandi árangri síðustu ár og haldið merkjum handknattleiks íslenskra kvenna á lofti í evrópukepppni. Kvennalið ÍBV hefur leikið 14 evrópuleiki á síðustu þremur árum. Það er gríðarleg vinna leikmanna og þjálfara sem fer í það að vinna sér inn rétt til þess að fá að taka þátt í evrópukeppni. Því þykja okkur þau svör HSÍ að það sé okkar val að taka þátt, mjög dapurleg. Stelpurnar og strákarnir okkar unnu sér inn rétt til þess að taka þátt. Við skulum hafa það alveg á hreinu.“ „ÍBV-íþróttafélag fordæmir vinnubrögð HSÍ og Hauka og það er von félagsins að HSÍ setji sér skýra stefnu er varðar þáttöku liða í evrópukeppni,“ segir að lokum.
ÍBV HSÍ Tengdar fréttir Eyjamönnum sárnar að HSÍ sé ekki tilbúið að hjálpa ÍBV stelpunum Handknattleiksambands Íslands, HSÍ, segir við ÍBV að það sé val Eyjamanna að taka þátt í Evrópukeppni vitandi það að því fylgir meira álag. Eyjamenn eru mjög svekktir með að fá ekki jákvæðari viðbrögð frá sambandinu sínu. 6. nóvember 2023 13:01 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Fleiri fréttir Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Sjá meira
Eyjamönnum sárnar að HSÍ sé ekki tilbúið að hjálpa ÍBV stelpunum Handknattleiksambands Íslands, HSÍ, segir við ÍBV að það sé val Eyjamanna að taka þátt í Evrópukeppni vitandi það að því fylgir meira álag. Eyjamenn eru mjög svekktir með að fá ekki jákvæðari viðbrögð frá sambandinu sínu. 6. nóvember 2023 13:01