Hafnar því að hafa útilokað Önnu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. nóvember 2023 16:16 Heimir segir að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum um breytta gjaldskrá leikskóla á Akureyri. Vísir Formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar hafnar því að hafa útilokað formann verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju á fræðslufundi á Microsoft Teams fjarskiptaforritinu um breytingar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar sem haldinn var síðastliðinn þriðjudag. Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir í samtali við Akureyri.net að upplifun sín af fundinum hafi verið hræðileg. Þá segir hún að slökkt hafi verið á hljóðinu þegar hún hafi ætlað að tjá sig um málið. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, segir í samtali við Vísi að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum. Bitni helst á konum Um var að ræða þrjá fræðslufundi sem haldnir voru í gegnum fjarskiptaforritið með íbúum á þriðjudaginn. Þar voru umfangsmiklar breytingar kynntar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar, að því er segir í umfjöllun Akureyri.net. Breytingarnar taka gildi eftir áramót. Um er að ræða sömu breytingar og gerðar voru í Kópavogi þar sem sex tímar á hverjum degi eru gjaldfrjálsir. Þær hafa ekki reynst óumdeildar en foreldrar í Kópavogi viðruðu áhyggjur sínar vegna málsins í samtali við Vísi í ágúst og bentu meðal annars á að flestir foreldrar vinni átta tíma vinnudag. Anna segir við Akureyri.net að fólk sem hafi verið gagnrýnið eða neikvætt í garð breytinganna hafi einfaldlega verið útilokað af fundinum og ekki fengið að halda áfram þátttöku. Hún segir stemninguna á fundinum hafa verið þunga og fólk ekki treyst sér í umræðuna. „Ég talaði um að með þessu væri algjörlega verið að þröngva konum á þann stað sem þær ættu ekki að vera á,“ segir Anna við norðlenska staðarmiðilinn. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst bitna á konum á vinnumarkaði og möguleika þeirra á frama í starfi, því líklegra sé að lægra launaði aðilinn í sambúð muni neyðast til að stytta vinnudaginn vegna þessa aukakostnaðar. Fólk eigi marga möguleika á að lækka kostnaðinn „Þetta var upplýsingafundur og fyrirspurnir voru leyfðar. Síðan var bara fyrirspurn í gangi og þá grípur hún fram í og átti ekki orðið. Ég bað hana mjög kurteisislega um að leyfa þeim að klára sem áttu orðið og hún virti það ekki og þess vegna var hún mjútuð,“ segir Heimir. Hann hafnar því að stemningin á fundinum hafi verið þung og erfið, líkt og Anna lýsir. Heimir segir fundinn hafa verið góðan og upplýsandi. „Ég get reyndar ekki áttað mig á því að hún hafi vitað hvernig hinum 250 hafi liðið í gegnum Teams,“ segir Heimir. Hann segir að breytingarnar hafi verið lengi í bígerð á Akureyri. „Jú jú það eru skiptar skoðanir á þessu, en það hafa verið gríðarlega jákvæð viðbrögð eftir fundinn eftir að fólk fékk allar útskýringar,“ segir Heimir. Hann segir ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir foreldra og segist hafa fengið hrós fyrir upplýsandi fund. „Það munu mjög margir fá góðan afslátt og þeir sem eru átta tíma hækka bara örlítið en geta náttúrulega sótt einu sinni, tvisvar, þrisvar í mánuði og lækkað gjöldin þannig. Það eru fullt af möguleikum til að lækka gjöldin. Einnig eru skráningardagar sem eru tuttugu dagar á ári og þá lækka gjöldin líka. Þannig að ef fólk kynnir sér þetta mjög vel þá teljum við þetta sanngjarnt fyrir alla.“ Akureyri Leikskólar Stéttarfélög Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Anna Júlíusdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju, segir í samtali við Akureyri.net að upplifun sín af fundinum hafi verið hræðileg. Þá segir hún að slökkt hafi verið á hljóðinu þegar hún hafi ætlað að tjá sig um málið. Heimir Örn Árnason, formaður fræðslu-og lýðheilsuráðs, segir í samtali við Vísi að Anna hafi ætlað að halda einræðu á fundinum. Bitni helst á konum Um var að ræða þrjá fræðslufundi sem haldnir voru í gegnum fjarskiptaforritið með íbúum á þriðjudaginn. Þar voru umfangsmiklar breytingar kynntar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar, að því er segir í umfjöllun Akureyri.net. Breytingarnar taka gildi eftir áramót. Um er að ræða sömu breytingar og gerðar voru í Kópavogi þar sem sex tímar á hverjum degi eru gjaldfrjálsir. Þær hafa ekki reynst óumdeildar en foreldrar í Kópavogi viðruðu áhyggjur sínar vegna málsins í samtali við Vísi í ágúst og bentu meðal annars á að flestir foreldrar vinni átta tíma vinnudag. Anna segir við Akureyri.net að fólk sem hafi verið gagnrýnið eða neikvætt í garð breytinganna hafi einfaldlega verið útilokað af fundinum og ekki fengið að halda áfram þátttöku. Hún segir stemninguna á fundinum hafa verið þunga og fólk ekki treyst sér í umræðuna. „Ég talaði um að með þessu væri algjörlega verið að þröngva konum á þann stað sem þær ættu ekki að vera á,“ segir Anna við norðlenska staðarmiðilinn. Hún segir breytingarnar fyrst og fremst bitna á konum á vinnumarkaði og möguleika þeirra á frama í starfi, því líklegra sé að lægra launaði aðilinn í sambúð muni neyðast til að stytta vinnudaginn vegna þessa aukakostnaðar. Fólk eigi marga möguleika á að lækka kostnaðinn „Þetta var upplýsingafundur og fyrirspurnir voru leyfðar. Síðan var bara fyrirspurn í gangi og þá grípur hún fram í og átti ekki orðið. Ég bað hana mjög kurteisislega um að leyfa þeim að klára sem áttu orðið og hún virti það ekki og þess vegna var hún mjútuð,“ segir Heimir. Hann hafnar því að stemningin á fundinum hafi verið þung og erfið, líkt og Anna lýsir. Heimir segir fundinn hafa verið góðan og upplýsandi. „Ég get reyndar ekki áttað mig á því að hún hafi vitað hvernig hinum 250 hafi liðið í gegnum Teams,“ segir Heimir. Hann segir að breytingarnar hafi verið lengi í bígerð á Akureyri. „Jú jú það eru skiptar skoðanir á þessu, en það hafa verið gríðarlega jákvæð viðbrögð eftir fundinn eftir að fólk fékk allar útskýringar,“ segir Heimir. Hann segir ýmsar leiðir til að draga úr kostnaði fyrir foreldra og segist hafa fengið hrós fyrir upplýsandi fund. „Það munu mjög margir fá góðan afslátt og þeir sem eru átta tíma hækka bara örlítið en geta náttúrulega sótt einu sinni, tvisvar, þrisvar í mánuði og lækkað gjöldin þannig. Það eru fullt af möguleikum til að lækka gjöldin. Einnig eru skráningardagar sem eru tuttugu dagar á ári og þá lækka gjöldin líka. Þannig að ef fólk kynnir sér þetta mjög vel þá teljum við þetta sanngjarnt fyrir alla.“
Akureyri Leikskólar Stéttarfélög Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira