Samkomulag í höfn við katalónska aðskilnaðarsinna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2023 16:18 Spænskir sósíalistar undir stjórn Pedro Sanchez ná samkomulagi við katalónska aðskilnaðarsinnum um uppreist æru. Getty/Eduardo Parra Þingmaður spænskra sósíalista, Santos Cerdan, tilkynnti í dag að samkomulag hefði nást milli Spænska sósíalíska verkamannaflokksins og flokks katalónskra aðskilnaðarsinna Junts um að veita Junts-liðum sakaruppgjöf fyrir ólögmæta sjálfstæðisyfirlýsingu sína árið 2017. Þetta gerir sósíalistaflokki Pedro Sanchez, sitjandi forsætisráðherra, líklega kleift að mynda nýja ríkisstjórn. Sakaruppgjöfin mun ná yfir meira en fjögur þúsund manns, flest hverra eru opinberir starfsmenn og óbreyttir borgarar sem tóku með einum eða öðrum hætti þátt í kosningu um sjálfstæðisyfirlýsingu sem var úrskurðuð ólögmæt af spænskum dómsvöldum. Sakaruppgjöfin mun einnig ná allt til ársins 2012, talsvert fyrir kosninguna. Þessu greinir DW frá. Útlaginn snúi aftur Andstæðingar sósíalista segja samkomulagið jafngilda því að fá atkvæði í skiptum fyrir lögleysu. Samningurinn er gríðarlega umdeildur á Spáni en án þingmanna Junts-flokksins sem útlaginn Carles Puigdemont stofnaði, er líklegt að ganga þurfi til kosninga á ný. Sósíalistar hafa þegar náð samkomulagi við annan katalónskan aðskilnaðarflokk, Katalónska vinstri-lýðveldisflokkinn, um ríkisstjórnarmyndun. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti KatalóníuVísir/AFP Carles Puigdemont var forseti Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðisherferðarinnar. Eftir mikil mótmæli og átök í Katalóníu var kosningin dæmd ólögmæt af hæstarétti Spánar og Carles kærður fyrir landráð. Í kjölfarið flúði hann til Brussel og hefur verið í útlegð þar síðan. Ef spænska þingið samþykkir þetta samkomulag má leiða að því líkum að Carles snúi aftur til Spánar og til katalónskra stjórnmála. Ofbeldisfull mótmæli Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, kallar þetta ógn við samheldni spænsku þjóðarinnar og sakar Pedro um að gera hvað sem er til að halda völdum. Leiðtogar Lýðflokksins, helsta andstöðuflokks sósíalista, efndu til stórra mótmæla í borginni Malaga á sunnudaginn og halda því fram að meira en 20 þúsund manns hafi sótt þau. Margir særðust á fjölmennum mótmælum öfgahægrimanna í Madríd AP/Paul White Það var einnig mótmælt í Madríd á þriðjudagskvöld fyrir utan höfuðstöðvar sósíalista. Um sjö þúsund manns sóttu mótmælin, þar á meðal öfgamenn úr röðum Vox, fleiri öfgahópa og nýnasistahópa. Myndbandsefni frá mótmælunum frá El País sýnir hóp mótmælenda úthrópa forsætisráðherrann. Þeir kölluðu hann meðal annars „tíkarson,“ „glæpamann“ og „einræðisherra“ ásamt „fagga“. 39 manns særðust á téðum mótmælum, flestir þeirra lögreglumenn. Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira
Sakaruppgjöfin mun ná yfir meira en fjögur þúsund manns, flest hverra eru opinberir starfsmenn og óbreyttir borgarar sem tóku með einum eða öðrum hætti þátt í kosningu um sjálfstæðisyfirlýsingu sem var úrskurðuð ólögmæt af spænskum dómsvöldum. Sakaruppgjöfin mun einnig ná allt til ársins 2012, talsvert fyrir kosninguna. Þessu greinir DW frá. Útlaginn snúi aftur Andstæðingar sósíalista segja samkomulagið jafngilda því að fá atkvæði í skiptum fyrir lögleysu. Samningurinn er gríðarlega umdeildur á Spáni en án þingmanna Junts-flokksins sem útlaginn Carles Puigdemont stofnaði, er líklegt að ganga þurfi til kosninga á ný. Sósíalistar hafa þegar náð samkomulagi við annan katalónskan aðskilnaðarflokk, Katalónska vinstri-lýðveldisflokkinn, um ríkisstjórnarmyndun. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti KatalóníuVísir/AFP Carles Puigdemont var forseti Katalóníu og leiðtogi sjálfstæðisherferðarinnar. Eftir mikil mótmæli og átök í Katalóníu var kosningin dæmd ólögmæt af hæstarétti Spánar og Carles kærður fyrir landráð. Í kjölfarið flúði hann til Brussel og hefur verið í útlegð þar síðan. Ef spænska þingið samþykkir þetta samkomulag má leiða að því líkum að Carles snúi aftur til Spánar og til katalónskra stjórnmála. Ofbeldisfull mótmæli Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, kallar þetta ógn við samheldni spænsku þjóðarinnar og sakar Pedro um að gera hvað sem er til að halda völdum. Leiðtogar Lýðflokksins, helsta andstöðuflokks sósíalista, efndu til stórra mótmæla í borginni Malaga á sunnudaginn og halda því fram að meira en 20 þúsund manns hafi sótt þau. Margir særðust á fjölmennum mótmælum öfgahægrimanna í Madríd AP/Paul White Það var einnig mótmælt í Madríd á þriðjudagskvöld fyrir utan höfuðstöðvar sósíalista. Um sjö þúsund manns sóttu mótmælin, þar á meðal öfgamenn úr röðum Vox, fleiri öfgahópa og nýnasistahópa. Myndbandsefni frá mótmælunum frá El País sýnir hóp mótmælenda úthrópa forsætisráðherrann. Þeir kölluðu hann meðal annars „tíkarson,“ „glæpamann“ og „einræðisherra“ ásamt „fagga“. 39 manns særðust á téðum mótmælum, flestir þeirra lögreglumenn.
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Sjá meira