„Stolt, þakklát og auðmjúk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2023 20:31 Vanda Sigurgeirsdóttir hættir sem formaður KSÍ í febrúar á næsta ári. vísir/arnar Vanda Sigurgeirsdóttir segir að fyrra starf hafi kallað aftur á hana og að hún vilji snúa sér aftur að ástríðu sinni. Hún hefur ákveðið að hætta sem formaður KSÍ. Vanda tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. „Fyrst langar mig að segja að þetta var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun því hér er ég búin að vinna með frábæru fólki, starfsfólki KSÍ og stjórn og öllum félögunum. Í rauninni er þetta bara fyrst og fremst að ég er að snúa til baka til fyrri verka, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í fyrirtæki sem ég á með manninum mínum og tveimur öðrum Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Við eigum fyrirtæki sem heitir Kvan og ég fór svolítið út úr því og hvarf,“ segir Vanda og heldur áfram. „Nonni [Jón Halldórsson] sagði við mig að þetta væri eins og að vera með Ronaldo og Messi í liðinu sínu og svo bara fer Messi, þannig að ég er að fara til baka í það, til baka í það sem hefur verið mín stóru hjartans mál sem eru vellíðan og velferð barna, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk og fagfólk og fyrir foreldra og börn og eineltisforvarnir. Þetta er erfið ákvörðun en bara eitthvað sem ég ákvað að gera.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Hún segist hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma. „Þetta er búið að veltast fram og til baka hjá mér. Af því að þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera formaður KSÍ og forréttindi að fá að vinna með áhugamálið sitt og með öllu þessu góða fólki.“ Hún segist vera ótrúlega stolt af tíma sínum sem formaður. „Bæði af því sem ég hef gert og stjórn. Ég er bara stolt, þakklát og auðmjúk“ Ljóst er að kosið verður um nýjan formann í febrúar á næsta ári. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, liggur nú undir feldi en hann segir í samtal við Vísi að hann hafi fengið fyrirspurnir og hvatningu frá fólki um að bjóða sig fram. En hvernig aðila vill Vanda í starfið? „Það er fullt af mjög góðu fólki út um allt í hreyfingunni en ég vil bara fá einhvern góðan aðila og góða manneskju sem er með hjartað á réttum stað.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira
Vanda tilkynnti í gær að hún muni láta af störfum sem formaður Knattspyrnusambands Íslands á næsta ársþingi í febrúar. „Fyrst langar mig að segja að þetta var að sjálfsögðu mjög erfið ákvörðun því hér er ég búin að vinna með frábæru fólki, starfsfólki KSÍ og stjórn og öllum félögunum. Í rauninni er þetta bara fyrst og fremst að ég er að snúa til baka til fyrri verka, við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og í fyrirtæki sem ég á með manninum mínum og tveimur öðrum Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Við eigum fyrirtæki sem heitir Kvan og ég fór svolítið út úr því og hvarf,“ segir Vanda og heldur áfram. „Nonni [Jón Halldórsson] sagði við mig að þetta væri eins og að vera með Ronaldo og Messi í liðinu sínu og svo bara fer Messi, þannig að ég er að fara til baka í það, til baka í það sem hefur verið mín stóru hjartans mál sem eru vellíðan og velferð barna, þjálfun og fræðsla fyrir starfsfólk og fagfólk og fyrir foreldra og börn og eineltisforvarnir. Þetta er erfið ákvörðun en bara eitthvað sem ég ákvað að gera.“ Forréttindi að vinna við áhugamálið Hún segist hafa velt þessu fyrir sér í langan tíma. „Þetta er búið að veltast fram og til baka hjá mér. Af því að þetta er mjög skemmtilegt og það er gaman að vera formaður KSÍ og forréttindi að fá að vinna með áhugamálið sitt og með öllu þessu góða fólki.“ Hún segist vera ótrúlega stolt af tíma sínum sem formaður. „Bæði af því sem ég hef gert og stjórn. Ég er bara stolt, þakklát og auðmjúk“ Ljóst er að kosið verður um nýjan formann í febrúar á næsta ári. Vísir kannaði hljóðið í einstaklingum sem hafa verið orðaður við embættið núna eða undanfarin ár. Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, liggur nú undir feldi en hann segir í samtal við Vísi að hann hafi fengið fyrirspurnir og hvatningu frá fólki um að bjóða sig fram. En hvernig aðila vill Vanda í starfið? „Það er fullt af mjög góðu fólki út um allt í hreyfingunni en ég vil bara fá einhvern góðan aðila og góða manneskju sem er með hjartað á réttum stað.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Sjá meira