Elliði Snær raðaði inn mörkum en hornamennirnir hornreka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2023 15:31 Elliði Snær Viðarsson skorar eitt af fjórtán mörkum sínum um helgina. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann tvo sigra á Færeyjum um helgina en þetta voru fyrstu landsleikirnir í sex mánuði og þeir fyrstu síðan að Snorri Steinn Guðjónsson tók við liðinu. Tölfræði liðsins frá helginni er athyglisverð. Það var gaman að sjá Ómar Inga Magnússon snúa aftur í liðið eftir meiðsli og hann var markahæsti leikmaðurinn samanlagt í leikjunum með fjórtán mörk. Maður helgarinnar var þó öðrum fremur Elliði Snær Viðarsson sem skoraði jafn mikið og Ómar en ekkert markanna hans kom aftur á móti úr vítakasti. Elliði skoraði þessi fjórtán mörk sín úr tuttugu skotum en tíu þeirra komu í fyrri leiknum þar sem hann var óstöðvandi. Ómar Ingi skoraði helming marka sinna, sjö af fjórtán, af vítalínunni. Haukur kom að níu mörkum Á eftir þeim Elliða og Ómari komu Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson sem báðir skoruðu sex mörk. Haukur var einnig með þrjár stoðsendingar og það var gaman að sjá hann aftur í íslenska landsliðsbúningnum. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjórtán mörk í leikjunum tveimur.Vísir/Hulda Margrét Aron gaf fjórar stoðsendingar samkvæmt tölfræði HB Statz eins og Janus Daði Smárason en stoðsendingahæstur var Elvar Örn Jónsson með fimm. Ómar Ingi Magnússon gaf þrjár stoðsendingar og kom því að flestum mörkum í leikjunum eða sautján. Það sást aftur minna af hornamönnum íslenska liðsins en oft áður en Bjarki Már Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson eru vanalega duglegir að skora mörk fyrir liðin sín. Bjarki Már (5) og Óðinn (1) voru aðeins samtals með sex mörk í þessum tveimur leikjum en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk. Stiven Tobar Valencia komst ekki á blað. Flest marka hornamanna íslenska liðsins, sjö af ellefu, komu þó úr hraðaupphlaupum því færin voru afar fá sem þeir fengu úr hornunum. Fimmfalt fleiri hornamörk hjá Færeyjum Það má segja að hornamennirnir hafi hreinlega verið hornreka í þessum leikjum og það er örugglega eitt af því sem Snorri Steinn mun reyna að laga fyrir næstu verkefni. Samkvæmt tölfræði HB Statz þá fékk íslenska liðið aðeins þrjú mörk samanlagt úr hornunum tveimur og strákarnir skutu bara fimm sinnum úr horni á þessum 120 mínútum. Færeyingar fengu aftur á móti fimmtán mörk úr hornum eða fimmfalt meira en íslenska liðið. Færeyjar voru nefnilega að búa til 22 færi úr hornunum en íslenska liðið aðeins fimm. Íslenska liðið skoraði aftur á móti mun fleiri mörk úr langskotum, með gegnumbrotum og úr hraðaupphlaupum þar sem munurinn var mestur eða tíu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu.Vísir/Hulda Margrét Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi líka að hann hefur eignað sér algjörlega markvarðarstöðuna í liðinu. Viktor Gísli varð alls 28 skot í leikjunum tveimur eða 41 prósent skota sem á hann komu. Björgvin Páll Gústavsson var aðeins með 22 prósent markvörslu en varði eitt víti. Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3) Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Það var gaman að sjá Ómar Inga Magnússon snúa aftur í liðið eftir meiðsli og hann var markahæsti leikmaðurinn samanlagt í leikjunum með fjórtán mörk. Maður helgarinnar var þó öðrum fremur Elliði Snær Viðarsson sem skoraði jafn mikið og Ómar en ekkert markanna hans kom aftur á móti úr vítakasti. Elliði skoraði þessi fjórtán mörk sín úr tuttugu skotum en tíu þeirra komu í fyrri leiknum þar sem hann var óstöðvandi. Ómar Ingi skoraði helming marka sinna, sjö af fjórtán, af vítalínunni. Haukur kom að níu mörkum Á eftir þeim Elliða og Ómari komu Aron Pálmarsson og Haukur Þrastarson sem báðir skoruðu sex mörk. Haukur var einnig með þrjár stoðsendingar og það var gaman að sjá hann aftur í íslenska landsliðsbúningnum. Ómar Ingi Magnússon skoraði fjórtán mörk í leikjunum tveimur.Vísir/Hulda Margrét Aron gaf fjórar stoðsendingar samkvæmt tölfræði HB Statz eins og Janus Daði Smárason en stoðsendingahæstur var Elvar Örn Jónsson með fimm. Ómar Ingi Magnússon gaf þrjár stoðsendingar og kom því að flestum mörkum í leikjunum eða sautján. Það sást aftur minna af hornamönnum íslenska liðsins en oft áður en Bjarki Már Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson eru vanalega duglegir að skora mörk fyrir liðin sín. Bjarki Már (5) og Óðinn (1) voru aðeins samtals með sex mörk í þessum tveimur leikjum en Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fimm mörk. Stiven Tobar Valencia komst ekki á blað. Flest marka hornamanna íslenska liðsins, sjö af ellefu, komu þó úr hraðaupphlaupum því færin voru afar fá sem þeir fengu úr hornunum. Fimmfalt fleiri hornamörk hjá Færeyjum Það má segja að hornamennirnir hafi hreinlega verið hornreka í þessum leikjum og það er örugglega eitt af því sem Snorri Steinn mun reyna að laga fyrir næstu verkefni. Samkvæmt tölfræði HB Statz þá fékk íslenska liðið aðeins þrjú mörk samanlagt úr hornunum tveimur og strákarnir skutu bara fimm sinnum úr horni á þessum 120 mínútum. Færeyingar fengu aftur á móti fimmtán mörk úr hornum eða fimmfalt meira en íslenska liðið. Færeyjar voru nefnilega að búa til 22 færi úr hornunum en íslenska liðið aðeins fimm. Íslenska liðið skoraði aftur á móti mun fleiri mörk úr langskotum, með gegnumbrotum og úr hraðaupphlaupum þar sem munurinn var mestur eða tíu mörk. Viktor Gísli Hallgrímsson varði vel í markinu.Vísir/Hulda Margrét Viktor Gísli Hallgrímsson sýndi líka að hann hefur eignað sér algjörlega markvarðarstöðuna í liðinu. Viktor Gísli varð alls 28 skot í leikjunum tveimur eða 41 prósent skota sem á hann komu. Björgvin Páll Gústavsson var aðeins með 22 prósent markvörslu en varði eitt víti. Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3)
Flest mörk Íslands í Færeyjaleikjunum: Elliði Snær Viðarsson 14 Ómar Ingi Magnússon 14/7 víti Aron Pálmarsson 6 Haukur Þrastarson 6 Janus Daði Smárason 5 Elvar Örn Jónsson 5 Bjarki Már Elísson 5 Sigvaldi Björn Guðjónsson 5 Viggó Kristjánsson 4/1 víti Arnar Freyr Arnarsson 2 Kristján Örn Kristjánsson 2 Óðinn Þór Ríkharðsson 1 Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 28/1 (41%) Björgvin Páll Gústavsson 4/1 (22%) - Mörkin úr leikstöðum (Tölfræði frá HB Statz) Mörk úr hornum: Færeyjar +12 (15-3) Mörk með langskotum: Ísland +7 (15-8) Mörk með gegnumbrotum: Ísland +6 (20-14) Mörk af línu: Ísland +1 (10-9) Mörk úr víti: Ísland +4 (8-4) Mörk úr fyrsta bylgju í hraðaupphlaupi: Ísland +10 (13-3)
Landslið karla í handbolta Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira