90 ára afmæli Hvolsvallar fagnað með rjómatertu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. nóvember 2023 13:30 Í dag búa vel yfir eitt þúsund íbúar á Hvolsvelli og líður þar mjög vel við leik og störf. Aðsend Blásið verður til mikillar afmælisveislu á morgun sunnudag á Hvolsvelli því þá verður 90 ára afmæli þorpsins fagnað. Mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og hefur sjaldan eða aldrei verið byggt eins mikið á staðnum eins og núna. Sveitarstjórn Rangárþings eystra, en Hvolsvöllur tilheyrir því sveitarfélagi hefur boðað til afmælishátíðar á morgun í Sögusetrinu á Hvolsvelli á milli tvö og fjögur þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði. En hver er saga þorpsins í stuttu máli. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri á staðnum. „Þetta byrjar í kringum verslun en það var Kaupfélag Hallgeirseyjar, sem færði sig hingað upp á Stórólfsvöll og hefur kaupfélagsstarfsemi. Og í kringum það þróaðist byggðin í upphafi og svo náttúrulega áframhald í kringum annað, kaupfélagið sjálft, Kaupfélag Rangæinga og svo sláturfélagið og svo hvað eina fleira. Þannig að þetta já þróaðist vel í áranna rás,“ segir Anton Kári. Svo urðuð þið að sameinuðu sveitarfélagi, var það gott eða slæmt? „Já, 2002 vorum við sameinuð sex sveitarfélögum í Rangárþing eystra, sem það er í dag. Ég myndi telja já að það væri bara gott dæmi um sameiningu sveitarfélaga, sem hefur tekist einkar vel.“ En hvað er best við Hvolsvöll? „Það er allt gott við Hvolsvöll af því að það er svo gott að vera hérna. Ég myndi segja bara fólkið og samfélagið í heild,“ segir sveitarstjórinn. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra um leið og hann býður alla velkomna í 90 ára afmælið á morgun þar sem hann lofar rjómatertu með öllu tilheyrandi og skemmtilegri dagskrá í Sögusetrinu frá tvö til fjögur.Aðsend Íbúar Hvolsvallar eru vel yfir eitt þúsund í dag en mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, sem tilheyra Rangárþingi eystra. „Já, til að mynda þá eru um 100 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli og nágrenni í dag, þar að segja Rangárþingi eystra. Það er með ólíkindum og það er líka þannig að það er skortur, húsnæðisskortur, það vantar hús og það vantar líka á leigumarkaðinn. Hér er næg atvinna í öllum greinum og bara gott að vera,“ segir Anton Kári. Hér má sjá dagskrá afmælisins sunnudaginn 5. nóvember Rangárþing eystra Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Sveitarstjórn Rangárþings eystra, en Hvolsvöllur tilheyrir því sveitarfélagi hefur boðað til afmælishátíðar á morgun í Sögusetrinu á Hvolsvelli á milli tvö og fjögur þar sem fjölbreytt dagskrá verður í boði. En hver er saga þorpsins í stuttu máli. Anton Kári Halldórsson er sveitarstjóri á staðnum. „Þetta byrjar í kringum verslun en það var Kaupfélag Hallgeirseyjar, sem færði sig hingað upp á Stórólfsvöll og hefur kaupfélagsstarfsemi. Og í kringum það þróaðist byggðin í upphafi og svo náttúrulega áframhald í kringum annað, kaupfélagið sjálft, Kaupfélag Rangæinga og svo sláturfélagið og svo hvað eina fleira. Þannig að þetta já þróaðist vel í áranna rás,“ segir Anton Kári. Svo urðuð þið að sameinuðu sveitarfélagi, var það gott eða slæmt? „Já, 2002 vorum við sameinuð sex sveitarfélögum í Rangárþing eystra, sem það er í dag. Ég myndi telja já að það væri bara gott dæmi um sameiningu sveitarfélaga, sem hefur tekist einkar vel.“ En hvað er best við Hvolsvöll? „Það er allt gott við Hvolsvöll af því að það er svo gott að vera hérna. Ég myndi segja bara fólkið og samfélagið í heild,“ segir sveitarstjórinn. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra um leið og hann býður alla velkomna í 90 ára afmælið á morgun þar sem hann lofar rjómatertu með öllu tilheyrandi og skemmtilegri dagskrá í Sögusetrinu frá tvö til fjögur.Aðsend Íbúar Hvolsvallar eru vel yfir eitt þúsund í dag en mikil uppbygging á sér stað á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring, sem tilheyra Rangárþingi eystra. „Já, til að mynda þá eru um 100 íbúðir í byggingu á Hvolsvelli og nágrenni í dag, þar að segja Rangárþingi eystra. Það er með ólíkindum og það er líka þannig að það er skortur, húsnæðisskortur, það vantar hús og það vantar líka á leigumarkaðinn. Hér er næg atvinna í öllum greinum og bara gott að vera,“ segir Anton Kári. Hér má sjá dagskrá afmælisins sunnudaginn 5. nóvember
Rangárþing eystra Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira