„Þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2023 21:36 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur þegar hann kom til tals við blaðamann eftir sigur Stjörnunnar gegn toppliði Vals í 5. umferð Subway deildar karla. „Gott að sigra á erfiðum útivelli gegn góðu liði. Fáum tvo erfiða útileiki núna í röð, Valur og svo Tindastóll þannig að það er gott að ná sigri hér í kvöld“ sagði þjálfarinn strax að leik loknum. Stjarnan hefur verið með þunnskipaðan hóp í upphafi tímabils, liðið samdi ekki við neinn Bandaríkjamann fyrir tímabil og missti svo mann í meiðsli rétt áður en tímabilið hófst. Stjarnan samdi loks í síðustu viku við Bandaríkjamanninn James Ellisor og endurheimti svo Kevin Kone úr meiðslum fyrir þennan leik. „Við þurfum að finna aðeins róteringuna, þetta er í fyrsta skipti sem þetta lið spilar saman og ég var kannski klaufalegur í skiptingum. Var ekki alltaf með gott jafnvægi og réttu blönduna inni á öllum stundum, en annars mjög gott.“ Stjarnan var að elta Val allan fyrri hálfleikinn og allt stefndi í heimasigur en þegar komið var út í seinni hálfleikinn hertu gestirnir varnarleikinn verulega og unnu leikinn að endingu nokkuð örugglega. „Það var næstsíðasta 'playið' í fyrri hálfleik þar sem við settum orku í varnarleikinn og þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega. Þetta er það sama og gerðist á móti Keflavík, flatur fyrri hálfleikur varnarlega. Við þurfum að læra fljótt og þurfum vonandi ekki að brenna okkur mikið á því að tapa.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur Stjarnan nú unnið þrjá í röð. Þjálfarinn segir liðið samt eiga eftir að leggja inn mikla vinnu ætli þeir sér að gera atlögu að titlinum. „Við eigum langt í land, eins og mörg lið. Við erum að bæta okkur þó mér fannst frammistaðan í fyrstu tveimur leikjunum alveg mjög fín líka. Spiluðum oft á tíðum lengur betur þar heldur en í kvöld og á móti Keflavík. Það munar öllu að geta spilað af þessari ákefð í lengri tíma“ sagði Arnar að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
„Gott að sigra á erfiðum útivelli gegn góðu liði. Fáum tvo erfiða útileiki núna í röð, Valur og svo Tindastóll þannig að það er gott að ná sigri hér í kvöld“ sagði þjálfarinn strax að leik loknum. Stjarnan hefur verið með þunnskipaðan hóp í upphafi tímabils, liðið samdi ekki við neinn Bandaríkjamann fyrir tímabil og missti svo mann í meiðsli rétt áður en tímabilið hófst. Stjarnan samdi loks í síðustu viku við Bandaríkjamanninn James Ellisor og endurheimti svo Kevin Kone úr meiðslum fyrir þennan leik. „Við þurfum að finna aðeins róteringuna, þetta er í fyrsta skipti sem þetta lið spilar saman og ég var kannski klaufalegur í skiptingum. Var ekki alltaf með gott jafnvægi og réttu blönduna inni á öllum stundum, en annars mjög gott.“ Stjarnan var að elta Val allan fyrri hálfleikinn og allt stefndi í heimasigur en þegar komið var út í seinni hálfleikinn hertu gestirnir varnarleikinn verulega og unnu leikinn að endingu nokkuð örugglega. „Það var næstsíðasta 'playið' í fyrri hálfleik þar sem við settum orku í varnarleikinn og þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega. Þetta er það sama og gerðist á móti Keflavík, flatur fyrri hálfleikur varnarlega. Við þurfum að læra fljótt og þurfum vonandi ekki að brenna okkur mikið á því að tapa.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur Stjarnan nú unnið þrjá í röð. Þjálfarinn segir liðið samt eiga eftir að leggja inn mikla vinnu ætli þeir sér að gera atlögu að titlinum. „Við eigum langt í land, eins og mörg lið. Við erum að bæta okkur þó mér fannst frammistaðan í fyrstu tveimur leikjunum alveg mjög fín líka. Spiluðum oft á tíðum lengur betur þar heldur en í kvöld og á móti Keflavík. Það munar öllu að geta spilað af þessari ákefð í lengri tíma“ sagði Arnar að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins