Stigahæsta íslenska stelpan í deildinni ekki valin í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 09:30 Kolbrún María Ármannsdóttir er aðeins fimmtán ára gömul en hefur farið á kostum í Subway deild kvenna í vetur. S2 Sport Körfuboltakvöld fór aðeins yfir nýjasta landsliðsvalið í gær en Subway deild kvenna er á leiðinni í smá hlé vegna landsliðsverkefna. Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar tóku sérstaklega fyrir að gengið er fram hjá stigahæsta íslenska leikmanni deildarinnar en það er aftur á móti kallað á Helenu Sverrisdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur eftir langvinn meiðsli. „Það er búið að velja landsliðið en hópurinn var því miður ekki tilkynntur áður en þátturinn fór í loftið. Honum verður líklega laumað út í skjóli nætur en við höfum viðað að okkur upplýsingum um hverjir séu í hópnum,“ sagði Hörður, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við heyrðum út undan okkur að Helena Sverrisdóttir hafi verið valin í landsliðshópinn fyrir þetta komandi verkefni þar sem eru leikir á móti Tyrklandi og Rúmeníu, tveimur mjög sterkum körfuboltaþjóðum. Bryndís, þín fyrstu viðbrögð að heyra það að Helena sé komin aftur í landsliðið?“ spurði Hörður. Finnst smá skrýtið að velja Helenu „Mér finnst það smá skrýtið miðað við að hún er varla búin að spila á heilum velli. Það sem maður heyrði frá þjálfurum Hauka er að þær eru nánast bara búnar að vera á hálfum velli. Svo ef við horfum á það hver hún er þá er kannski ekki mikið annað í boði akkúrat á þessari stundu og þeir vilja fá mjög mikla reynslu inn í liðið,“ sagð Bryndís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Helenu vantar einn leik til að slá landsleikjametið. „Mér finnst þetta smá svo að hún nái þessu meti. Hvort hún sé að fara að spila mikið veit ég ekki,“ sagði Bryndís. Væri svekkt sem þjálfari Hauka Bryndís setti sig í spor þjálfara Hauka og meðlima í stjórn Hauka. „Það er búið að vera að reyna að koma henni af stað og hún er búin að vera í mikilli endurhæfingu til að laga á sér hnéð. Hún fer í þessa landsleiki og svo mætir hún kannski ekki aftur á æfingu hjá Haukum fyrr en í febrúar. Ég væri pínu svekkt ef ég væri Haukaþjálfarinn eða í stjórn Hauka. Auðvitað er alltaf gott að hafa hana í liðinu,“ sagði Bryndís. „Það er það sem Benni (Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er að horfa á er að hún kemur með gríðarlega reynslu inn í þetta lið. Það á eftir að koma í ljós hvað hún er að fara að spila mikið,“ sagði Bryndís. Fjórar af fimm stigahæstu í hópnum Hörður sýndi lista yfir fimm stigahæstu íslensku stelpurnar í deildinni. „Af þessum fimm eru fjórar í þessum hóp. Thelma Dís, Birna Ben, Jana Fals og Tinna Guðrún. En ekki sú sem er stigahæst,“ sagði Hörður. Stjörnustelpan Kolbrún María Ármannsdóttir er búin að skora 18,3 stig að meðaltali í fyrstu sjö leikjum nýliðanna í Subway deildinni og varð sú yngsta í sögunni til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. „Ef að þetta er rétt þá finnst mér mjög athyglisvert að Kolbrún hafi ekki verið valin í lokahópinn. Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg. Við erum búin að vera að tala um hana í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hún er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, er að skila ótrúlegum tölum og sýna okkur ofboðslega fallega takta á vellinum. Að mínu mati hefði hún klárlega átt að vera í tólf manna hóp,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um landsliðsval Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Hörður Unnsteinsson og sérfræðingar tóku sérstaklega fyrir að gengið er fram hjá stigahæsta íslenska leikmanni deildarinnar en það er aftur á móti kallað á Helenu Sverrisdóttir sem er nýbyrjuð að spila aftur eftir langvinn meiðsli. „Það er búið að velja landsliðið en hópurinn var því miður ekki tilkynntur áður en þátturinn fór í loftið. Honum verður líklega laumað út í skjóli nætur en við höfum viðað að okkur upplýsingum um hverjir séu í hópnum,“ sagði Hörður, umsjónarmaður Subway Körfuboltakvölds kvenna. „Við heyrðum út undan okkur að Helena Sverrisdóttir hafi verið valin í landsliðshópinn fyrir þetta komandi verkefni þar sem eru leikir á móti Tyrklandi og Rúmeníu, tveimur mjög sterkum körfuboltaþjóðum. Bryndís, þín fyrstu viðbrögð að heyra það að Helena sé komin aftur í landsliðið?“ spurði Hörður. Finnst smá skrýtið að velja Helenu „Mér finnst það smá skrýtið miðað við að hún er varla búin að spila á heilum velli. Það sem maður heyrði frá þjálfurum Hauka er að þær eru nánast bara búnar að vera á hálfum velli. Svo ef við horfum á það hver hún er þá er kannski ekki mikið annað í boði akkúrat á þessari stundu og þeir vilja fá mjög mikla reynslu inn í liðið,“ sagð Bryndís Guðmundsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Helenu vantar einn leik til að slá landsleikjametið. „Mér finnst þetta smá svo að hún nái þessu meti. Hvort hún sé að fara að spila mikið veit ég ekki,“ sagði Bryndís. Væri svekkt sem þjálfari Hauka Bryndís setti sig í spor þjálfara Hauka og meðlima í stjórn Hauka. „Það er búið að vera að reyna að koma henni af stað og hún er búin að vera í mikilli endurhæfingu til að laga á sér hnéð. Hún fer í þessa landsleiki og svo mætir hún kannski ekki aftur á æfingu hjá Haukum fyrr en í febrúar. Ég væri pínu svekkt ef ég væri Haukaþjálfarinn eða í stjórn Hauka. Auðvitað er alltaf gott að hafa hana í liðinu,“ sagði Bryndís. „Það er það sem Benni (Benedikt Guðmundsson, landsliðsþjálfari) er að horfa á er að hún kemur með gríðarlega reynslu inn í þetta lið. Það á eftir að koma í ljós hvað hún er að fara að spila mikið,“ sagði Bryndís. Fjórar af fimm stigahæstu í hópnum Hörður sýndi lista yfir fimm stigahæstu íslensku stelpurnar í deildinni. „Af þessum fimm eru fjórar í þessum hóp. Thelma Dís, Birna Ben, Jana Fals og Tinna Guðrún. En ekki sú sem er stigahæst,“ sagði Hörður. Stjörnustelpan Kolbrún María Ármannsdóttir er búin að skora 18,3 stig að meðaltali í fyrstu sjö leikjum nýliðanna í Subway deildinni og varð sú yngsta í sögunni til að skora 31 stig eða meira í einum og sama leiknum. „Ef að þetta er rétt þá finnst mér mjög athyglisvert að Kolbrún hafi ekki verið valin í lokahópinn. Hún er búin að vera algjörlega stórkostleg. Við erum búin að vera að tala um hana í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hún er stigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni, er að skila ótrúlegum tölum og sýna okkur ofboðslega fallega takta á vellinum. Að mínu mati hefði hún klárlega átt að vera í tólf manna hóp,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Körfuboltakvöldi. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Körfuboltakvöld kvenna: Umræða um landsliðsval
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira