Samtal fyrir atkvæðagreiðslu hefði verið ákjósanlegt Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2023 19:18 Katrín segir þau Bjarna sátt og að þau hafi rætt saman nokkrum sinnum frá því að atkvæðagreiðslan fór fram. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir að betra samtal á milli hennar og utanríkisráðherra í aðdraganda atkvæðagreiðslu á Allsherjarþingi hefði verið ákjósanlegt. Málið sé þó alltaf á ábyrgð utanríkisráðherra. Hún segir vopnahlé á Gasa stóra málið. Það verði að tryggja það sem fyrst. Katrín segir það liggja fyrir að hún og utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefðu getað talað betur saman í aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðasta föstudag um mannúðarhlé á Gasa. „Það er ljóst að við hefðum alveg getað talað saman fyrir þessa atkvæðagreiðslu og ég held að þar megi kenna um báðum ráðuneytum,“ segir Katrín og heldur áfram: „Samkvæmt forsetaúrskurði ber utanríkisráðherra alla ábyrgð í þessu máli en auðvitað er það þannig að í ríkisstjórn tölum við saman um ýmsa hluti sem eru samt á ábyrgð tiltekins ráðherra“ Hún segir þó ekki hefð fyrir sérstöku samtali tveggja ráðherra um slíka atkvæðagreiðslu. „En auðvitað blasir við að þetta er mál sem hefur mikla merkingu hér á Íslandi. Við höfum auðvitað viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og þar af leiðandi er þetta mál sem varðar okkur sérstaklega.“ Hún segir hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslunni ekki merkja andstöðu við ákalli Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. En viðurkennir að hún hefði viljað sjá öðruvísi farið að. Það hefði þingflokkur hennar líka viljað eins og kom fram í yfirlýsingu þeirra í kjölfarið. „Ég hefði talið að það ætti að leita leiða til að geta stutt tillöguna þó hún væri ekki alveg eins og við hefðum kosið. Við auðvitað kusum með breytingatillögu Kanada. En ég hefði viljað leita leiða til að geta stutt þessa tillögu,“ segir Katrín og að Noregur hafi til dæmis farið aðra leið en þau voru ein Norðurlandaþjóða sem samþykkti tillöguna. Katrín er nýkomin heim af fundi leiðtoga Norðurlandanna í Osló og segir að málið hafi verið rætt þar. Það hafi allir verið sammála um að betra hefði verið að finna einhverja norræna samstöðu í þessu máli. Katrín segir stóra málið hér þó alltaf vera mannúðarhlé á Gasa. „Þarna erum við að sjá gríðarlegar hörmungar og ég dreg ekkert úr því að upphafleg árás Hamas inn í Ísrael var skelfileg og það ber að halda því til haga. En það breytir því ekki að umfang þess sem er að gerast á Gasa núna er hrikalegt og það er gríðarlega mikilvægt að því linni.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05 Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. 31. október 2023 12:24 Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52 Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55 Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. 30. október 2023 12:44 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Katrín segir það liggja fyrir að hún og utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson, hefðu getað talað betur saman í aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðasta föstudag um mannúðarhlé á Gasa. „Það er ljóst að við hefðum alveg getað talað saman fyrir þessa atkvæðagreiðslu og ég held að þar megi kenna um báðum ráðuneytum,“ segir Katrín og heldur áfram: „Samkvæmt forsetaúrskurði ber utanríkisráðherra alla ábyrgð í þessu máli en auðvitað er það þannig að í ríkisstjórn tölum við saman um ýmsa hluti sem eru samt á ábyrgð tiltekins ráðherra“ Hún segir þó ekki hefð fyrir sérstöku samtali tveggja ráðherra um slíka atkvæðagreiðslu. „En auðvitað blasir við að þetta er mál sem hefur mikla merkingu hér á Íslandi. Við höfum auðvitað viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og þar af leiðandi er þetta mál sem varðar okkur sérstaklega.“ Hún segir hjásetu Íslands í atkvæðagreiðslunni ekki merkja andstöðu við ákalli Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé. En viðurkennir að hún hefði viljað sjá öðruvísi farið að. Það hefði þingflokkur hennar líka viljað eins og kom fram í yfirlýsingu þeirra í kjölfarið. „Ég hefði talið að það ætti að leita leiða til að geta stutt tillöguna þó hún væri ekki alveg eins og við hefðum kosið. Við auðvitað kusum með breytingatillögu Kanada. En ég hefði viljað leita leiða til að geta stutt þessa tillögu,“ segir Katrín og að Noregur hafi til dæmis farið aðra leið en þau voru ein Norðurlandaþjóða sem samþykkti tillöguna. Katrín er nýkomin heim af fundi leiðtoga Norðurlandanna í Osló og segir að málið hafi verið rætt þar. Það hafi allir verið sammála um að betra hefði verið að finna einhverja norræna samstöðu í þessu máli. Katrín segir stóra málið hér þó alltaf vera mannúðarhlé á Gasa. „Þarna erum við að sjá gríðarlegar hörmungar og ég dreg ekkert úr því að upphafleg árás Hamas inn í Ísrael var skelfileg og það ber að halda því til haga. En það breytir því ekki að umfang þess sem er að gerast á Gasa núna er hrikalegt og það er gríðarlega mikilvægt að því linni.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir „Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05 Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. 31. október 2023 12:24 Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52 Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55 Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. 30. október 2023 12:44 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
„Hvert land verður að bera ábyrgð á atkvæði sínu“ Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir aldrei hafa komið til greina að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun Jórdaníu um vopnahlé á Gasa á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Hann segir hverja Norðurlandaþjóð verða að taka ákvörðun fyrir sig. Þjóðirnar séu þegar á heildina er litið sammála. 31. október 2023 15:05
Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. 31. október 2023 12:24
Utanríkisráðuneytið birtir tímalínuna Utanríkisráðuneytið hefur birt nákvæma tímalínu yfir samskipti ráðuneyta og aðdraganda atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þar sem greidd voru atkvæði um tillögu Jórdaníu um vopnahlé á Gasa. Forsætisráðuneytið fékk upplýsingar einum og hálfum klukkutíma eftir að afstaða utanríkisráðherra lá fyrir. 30. október 2023 19:52
Katrín fékk tölvupóst ellefu mínútum fyrir atkvæðagreiðsluna Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra barst tölvupóstur ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðsla hófst hjá Sameinuðu þjóðunum um ástandið á Gaza-svæðinu. Hún segist ekki hafa séð póstinn fyrr en eftir að atkvæðagreiðsla hófst og ekki hafi verið óskað sérstaklega eftir afstöðu hennar til málsins. 30. október 2023 15:55
Bjarni segir ráðuneyti Katrínar hafa átt að vita allt um málið Mikill urgur er vegna þess hvernig atkvæði Íslands á vettvangi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn var ráðstafað. Þar kaus Ísland að sitja hjá eins og lýð má ljóst vera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra tala sitt á hvað um samráð. 30. október 2023 12:44