„Þetta er fáránlegt og vandræðalegt hjá Antony“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. október 2023 13:31 Antony lét mótlætið fara í taugarnar á sér og lét reiði sína bitna á Jérémy Doku í leik Manchester United og City. getty/Robbie Jay Barratt Antony hagðaði sér eins og kjáni og hefði átt að vera rekinn út af í Manchester-slagnum. Þetta segir Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United. Manchester City gerði góða ferð á Old Trafford í gær og vann öruggan 0-3 sigur á grönnum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Erling Haaland skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistarana og Phil Foden eitt. Antony byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður þegar fjórar mínútur voru eftir. Brassinn virtist eitthvað illa fyrir kallaður og virtist sparka í Jérémy Doku, leikmann City, eftir að hafa brotið á honum í uppbótartíma. Paul Tierney, dómari leiksins, lét nægja að gefa Antony gula spjaldið. Neville vildi meina að Brassinn hafi verið heppinn að hanga inni á vellinum. „Antony sparkar í Doku. United er búið að missa hausinn og það byrjar með fyrirliðanum [Bruno Fernandes],“ sagði Neville um atvikið. „Þetta er fáránlegt og vandræðalegt hjá Antony. Ég hefði bara rekið hann út af. United hafa týnst í seinni hálfleik.“ Antony er nýkominn aftur inn í leikmannahóp United eftir að hafa verið settur til hliðar vegna ásakana um ofbeldi. United keypti Brassann frá Ajax fyrir 82 milljónir punda í fyrra. Hann hefur leikið 53 leiki fyrir United og skorað átta mörk. United hefur tapað fimm af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er í 8. sæti hennar. City er í 2. sætinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Neville og Carra rifust um Manchester United Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. 30. október 2023 09:00 Ótrúlegur samanburður Man City og Man United síðan Pep tók við Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir. 29. október 2023 23:00 „Planið gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik“ Það var eðlilega frekar súr Erik ten Hag sem mætti í viðtal eftir 0-3 tap Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 29. október 2023 22:31 „Ein okkar besta frammistaða“ Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. 29. október 2023 19:31 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Manchester City gerði góða ferð á Old Trafford í gær og vann öruggan 0-3 sigur á grönnum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Erling Haaland skoraði tvö mörk fyrir Englandsmeistarana og Phil Foden eitt. Antony byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á sem varamaður þegar fjórar mínútur voru eftir. Brassinn virtist eitthvað illa fyrir kallaður og virtist sparka í Jérémy Doku, leikmann City, eftir að hafa brotið á honum í uppbótartíma. Paul Tierney, dómari leiksins, lét nægja að gefa Antony gula spjaldið. Neville vildi meina að Brassinn hafi verið heppinn að hanga inni á vellinum. „Antony sparkar í Doku. United er búið að missa hausinn og það byrjar með fyrirliðanum [Bruno Fernandes],“ sagði Neville um atvikið. „Þetta er fáránlegt og vandræðalegt hjá Antony. Ég hefði bara rekið hann út af. United hafa týnst í seinni hálfleik.“ Antony er nýkominn aftur inn í leikmannahóp United eftir að hafa verið settur til hliðar vegna ásakana um ofbeldi. United keypti Brassann frá Ajax fyrir 82 milljónir punda í fyrra. Hann hefur leikið 53 leiki fyrir United og skorað átta mörk. United hefur tapað fimm af fyrstu tíu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er í 8. sæti hennar. City er í 2. sætinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Neville og Carra rifust um Manchester United Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. 30. október 2023 09:00 Ótrúlegur samanburður Man City og Man United síðan Pep tók við Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir. 29. október 2023 23:00 „Planið gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik“ Það var eðlilega frekar súr Erik ten Hag sem mætti í viðtal eftir 0-3 tap Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 29. október 2023 22:31 „Ein okkar besta frammistaða“ Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. 29. október 2023 19:31 Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Neville og Carra rifust um Manchester United Gary Neville og Jamie Carragher voru ekki sammála um stefnu félagsins og ástæðu vandræða Manchester United eftir 3-0 tap liðsins í nágrannaslagnum við Manchester City á Old Trafford í gær. 30. október 2023 09:00
Ótrúlegur samanburður Man City og Man United síðan Pep tók við Pep Guardiola tók við sem þjálfari Manchester City árið 2016. Síðan þá hafa yfirburðir bláa hlutans í Manchester verið vægast sagt yfirgengilegir. 29. október 2023 23:00
„Planið gekk fullkomlega upp í fyrri hálfleik“ Það var eðlilega frekar súr Erik ten Hag sem mætti í viðtal eftir 0-3 tap Manchester United gegn nágrönnum sínum í Manchester City í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. 29. október 2023 22:31
„Ein okkar besta frammistaða“ Þeir Erling Braut Håland og Bernardo Silva mættu saman í viðtal eftir sigur Englandsmeistara Manchester City á nágrönnum sínum í Manchester United. Þeir hrósuðu hvor öðrum sem og stuðningsfólki Man City. 29. október 2023 19:31