Bakaði tugi bananabrauða úr bönunum nágrannanna og gaf þau öll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. október 2023 21:55 Hjördís var í miðjum bakstri þegar fréttastofa leit við. Vísir/Steingrímur Dúi Ung kona varði helginni í að baka bananabrauð úr bönunum sem hún fékk meðal annars hjá nágrönnum sínum. Brauðin fara í frískápa um borgina og til þeirra sem mest gætu þurft á að halda. Hin 18 ára gamla Hjördís Freyja Kjartansdóttir leitaði á náðir nágranna sinna í Laugarneshverfi fyrir helgi, þegar hún auglýsti eftir brúnum bönunum sem annars hefðu endað í ruslinu. Bananana sem hún fékk notaði hún síðan til að baka bananabrauð alla helgina, sem rataði í frískápa í borginni. Fréttastofa leit við í eldhúsið hjá Hjördísi í dag, en þá var hún búin að baka um sextíu bananabrauð. Í það hafi farið um 110 bananar. Þeir hafi þó ekki allir komið frá nágrönnum hennar. „Ég fékk líka frá Bónus. Ég vissi ekki að maður gæti bara labbað inn í matvöruverslun og beðið um ósöluhæfa banana. Annars hefði ég kannski ekki beðið nágranna mína um þá,“ segir Hjördís létt í bragði. Brauðin sem Hjördís bakaði í gær fór hún með í frískápa um borgina. „Í Laugardal, Vesturbæinn og á tvo staði í miðbænum,“ segir Hjördís. Sömu sögu verði að segja um brauðin sem bökuðust í dag. Hún ætli þó einnig að hafa samband við Kvennaathvarfið og athuga hvort þar væri áhugi á því að fá nokkur brauð. Margs vísari Hjördís segist ekki hafa vitað hversu margir frískápar voru í borginni, fyrr en hún réðist í baksturshelgina miklu. Þá hafi hún heldur ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu margir nýttu sér skápana, eða mataraðstoð af einhverju tagi hér á landi „Ég hlustaði á nokkur viðtöl við fólk á Íslandi, bæði útigangsfólk, fólk sem leitar á kaffistofu Samhjálpar og alls konar þannig. Þá áttaði ég mig miklu meira á því hvernig staðan raunverulega er,“ segir Hjördís. Hún hafi lengi íhugað að gera eitthvað þessu líkt, en loksins ákveðið að taka af skarið. „Þessi helgi, það eru lok mánaðar. Þetta er bara fullkominn tími, af hverju ekki?“ Hjördís segist eiga von á því að ráðast í aðra baksturshelgi fyrir jólin, en hún á sína eigin súkkulaðikökuuppskrift sem hún ætlar að beita við það tilefni. „Ég held að það verði næsta skref.“ Viðtal við Hjördísi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. Góðverk Reykjavík Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Sjá meira
Hin 18 ára gamla Hjördís Freyja Kjartansdóttir leitaði á náðir nágranna sinna í Laugarneshverfi fyrir helgi, þegar hún auglýsti eftir brúnum bönunum sem annars hefðu endað í ruslinu. Bananana sem hún fékk notaði hún síðan til að baka bananabrauð alla helgina, sem rataði í frískápa í borginni. Fréttastofa leit við í eldhúsið hjá Hjördísi í dag, en þá var hún búin að baka um sextíu bananabrauð. Í það hafi farið um 110 bananar. Þeir hafi þó ekki allir komið frá nágrönnum hennar. „Ég fékk líka frá Bónus. Ég vissi ekki að maður gæti bara labbað inn í matvöruverslun og beðið um ósöluhæfa banana. Annars hefði ég kannski ekki beðið nágranna mína um þá,“ segir Hjördís létt í bragði. Brauðin sem Hjördís bakaði í gær fór hún með í frískápa um borgina. „Í Laugardal, Vesturbæinn og á tvo staði í miðbænum,“ segir Hjördís. Sömu sögu verði að segja um brauðin sem bökuðust í dag. Hún ætli þó einnig að hafa samband við Kvennaathvarfið og athuga hvort þar væri áhugi á því að fá nokkur brauð. Margs vísari Hjördís segist ekki hafa vitað hversu margir frískápar voru í borginni, fyrr en hún réðist í baksturshelgina miklu. Þá hafi hún heldur ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hversu margir nýttu sér skápana, eða mataraðstoð af einhverju tagi hér á landi „Ég hlustaði á nokkur viðtöl við fólk á Íslandi, bæði útigangsfólk, fólk sem leitar á kaffistofu Samhjálpar og alls konar þannig. Þá áttaði ég mig miklu meira á því hvernig staðan raunverulega er,“ segir Hjördís. Hún hafi lengi íhugað að gera eitthvað þessu líkt, en loksins ákveðið að taka af skarið. „Þessi helgi, það eru lok mánaðar. Þetta er bara fullkominn tími, af hverju ekki?“ Hjördís segist eiga von á því að ráðast í aðra baksturshelgi fyrir jólin, en hún á sína eigin súkkulaðikökuuppskrift sem hún ætlar að beita við það tilefni. „Ég held að það verði næsta skref.“ Viðtal við Hjördísi úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
Góðverk Reykjavík Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Blint stefnumót heppnaðist vel Menning Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Sjá meira