Tók klósettpappír með sér út á völl eftir neyðarlegt atvik síðast þegar liðin mættust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. október 2023 08:00 Filip Đukić, markvörður Hvidovre, hefur húmor fyrir sjálfum sér. Lars Ronbog/Getty Images FC Kaupmannahöfn lagði Hvidovre örugglega 4-0 á heimavelli þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær, laugardag. Orri Steinn Óskarsson var meðal markaskorara en markvörður gestanna stal þó senunni með atviki sem átti sér stað fyrir leik. Sigur FCK var aldrei í hættu. Orri Steinn hóf leik sem fremsti maður og skoraði fjórða mark heimaliðsins í sigri sem var síst of stór. Það var þó eins og áður sagði Svartfellingurinn Filip Đukić sem stal senunni en hann ver mark Hvidovre í dag eftir að hafa komið upp í gegnum unglingastarf FCK. Hinum 24 ára gamla Đukić varð nefnilega brátt í brók þegar liðin mættust þann 18. ágúst síðastliðinn. Þurfti að gera hlé á leiknum er markvörðurinn skaust inn til að létta á sér. Það kom ekki að sök þá þar sem FCK vann 2-0 og Orri Steinn skoraði fyrsta mark leiksins. Đukić er greinilega mikill grínisti og ákvað að taka allan vafa í leik gærdagsins en þegar hann kom út á völl var hann með vatnsflösku, líkt og venjulegt er fyrir markverði, sem og klósettpappír – svona ef hann skyldi lenda í því sama og síðast. Djukic har taget en helt særlig ting med sig i parken i dag pic.twitter.com/VgneUFOM1i— discovery+ sport (@dplus_sportDK) October 28, 2023 Spaugilegt atvik í marga staði en Đukić hefur eflaust ekki hlegið í lok leiks þegar Orri Steinn sá til þess að hann þurfti að sækja boltann í eigið net í fjórða sinn. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
Sigur FCK var aldrei í hættu. Orri Steinn hóf leik sem fremsti maður og skoraði fjórða mark heimaliðsins í sigri sem var síst of stór. Það var þó eins og áður sagði Svartfellingurinn Filip Đukić sem stal senunni en hann ver mark Hvidovre í dag eftir að hafa komið upp í gegnum unglingastarf FCK. Hinum 24 ára gamla Đukić varð nefnilega brátt í brók þegar liðin mættust þann 18. ágúst síðastliðinn. Þurfti að gera hlé á leiknum er markvörðurinn skaust inn til að létta á sér. Það kom ekki að sök þá þar sem FCK vann 2-0 og Orri Steinn skoraði fyrsta mark leiksins. Đukić er greinilega mikill grínisti og ákvað að taka allan vafa í leik gærdagsins en þegar hann kom út á völl var hann með vatnsflösku, líkt og venjulegt er fyrir markverði, sem og klósettpappír – svona ef hann skyldi lenda í því sama og síðast. Djukic har taget en helt særlig ting med sig i parken i dag pic.twitter.com/VgneUFOM1i— discovery+ sport (@dplus_sportDK) October 28, 2023 Spaugilegt atvik í marga staði en Đukić hefur eflaust ekki hlegið í lok leiks þegar Orri Steinn sá til þess að hann þurfti að sækja boltann í eigið net í fjórða sinn.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira