Viðar Örn: Sáttur við frammistöðu Hattar en ekki dómaranna Gunnar Gunnarsson skrifar 26. október 2023 22:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var allt annað en sáttur við dómgæsluna í leik Hattar og Þórs. VÍSIR/BÁRA Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, lýsti ánægju með margt í leik síns liðs þrátt fyrir 83-84 tap fyrir Þór Þorlákshöfn á Egilsstöðum í kvöld. Hann var hins vegar ósáttari við dómara leiksins. „Varnarleikurinn var ekki nógu góður í þriðja leikhluta. Þeir fengu of margar auðveldar körfur. Fjórði leikhluti var góður og við komum til baka. Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðu minna manna. Það var margt annað sem ég var ósáttur við.“ Hvað þá? „Það er of mikið af hlutum núna í deildinni. Ekki bara í þessum leik þótt það hafi verið óvenju mikið. Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi.“ Finnst þér Höttur hafa verið flautaður út úr leiknum? „Ég segi það ekki. Það var of mikið af dómum báðum megin sem er misst af eða voru rangir. Síðan er villum breytt eftir að leikurinn fer í gang, eins og það sé í lagi. Sem betur fer var það leiðrétt en það eru of mörg svona atvik sem eru í raun ekki eftir bókinni. Þetta þarf að laga til að standarinn í deildinni og íslenskum körfubolta hækki áfram. Það er margt sem fer úrskeiðis hjá sambandinu núna. Liðin leggja helvíti mikið í þetta og hlutirnir verða að lagast núna.“ Hefurðu trú á að það gerist? „Ég hef trú á því. Rétt eins og leikmenn og þjálfarar fá gagnrýni. Það er hluti af leiknum að gera mistök, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum en við verðum samt að reyna að fækka þeim. Mér fannst þessi leikur vera fullmikið í skugganum af svona stoppum, þegar þetta hefði getað verið hörkuleikur. Það var mikil barátta og örugglega erfitt að dæma leikinn en ég hefði viljað fá betri frammistöðu.“ Aftur að leiknum, Deontaye Buskey skoraði 40 stig, þar af 30 í seinni hálfleik? „Hann er frábær sóknarmaður. Hann hitti illa í fyrri hálfleik. Þeir fóru undir mikið af skrínum og gáfu honum opnanir. Hann fór síðan að grípa það. Varnarleikurinn í þriðja var ekki nógu góður og svo voru nokkur klikk eftir það þannig við náðum ekki alla leið til baka.“ Þriggja stiga nýtingin var ekki góð framan af? „Hún var mjög vond í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skutum við betur, vorum sneggri og fengum auðveldar körfur. Síðan var Nemanja eins og vélmenni í fráköstunum (tók 19 alls, þar af 11 sóknarfráköst). Leikurinn ræðst svo á einu vítaskoti. Ég er fullviss um að þau fara bæði niður næst. Við vinnum sem lið og töpum sem lið. Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og ef við byggjum á henni. Við forum á videófund og reynum að lagfæra okkar hluti. Ég ætla að vona að aðrir geri það líka.“ Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
„Varnarleikurinn var ekki nógu góður í þriðja leikhluta. Þeir fengu of margar auðveldar körfur. Fjórði leikhluti var góður og við komum til baka. Heilt yfir var ég ánægður með frammistöðu minna manna. Það var margt annað sem ég var ósáttur við.“ Hvað þá? „Það er of mikið af hlutum núna í deildinni. Ekki bara í þessum leik þótt það hafi verið óvenju mikið. Í þessari deild eru þrusulið og þrusuleikir. Síðan er það sami gæinn í dómaratríóinu sem á alla vafadómana. Hann labbar að manni og hótar frekar tæknivillum en tala við menn. Ég veit alveg að ég get verið aggressífur út í dómarana og talað hátt. En ég set miklar kröfur á mig og mitt lið. Önnur lið gera það líka. Þetta verður að laga til að standardinn haldi áfram að rísa í deildinni. Þessi frammistaða var óviðunandi.“ Finnst þér Höttur hafa verið flautaður út úr leiknum? „Ég segi það ekki. Það var of mikið af dómum báðum megin sem er misst af eða voru rangir. Síðan er villum breytt eftir að leikurinn fer í gang, eins og það sé í lagi. Sem betur fer var það leiðrétt en það eru of mörg svona atvik sem eru í raun ekki eftir bókinni. Þetta þarf að laga til að standarinn í deildinni og íslenskum körfubolta hækki áfram. Það er margt sem fer úrskeiðis hjá sambandinu núna. Liðin leggja helvíti mikið í þetta og hlutirnir verða að lagast núna.“ Hefurðu trú á að það gerist? „Ég hef trú á því. Rétt eins og leikmenn og þjálfarar fá gagnrýni. Það er hluti af leiknum að gera mistök, bæði hjá leikmönnum og þjálfurum en við verðum samt að reyna að fækka þeim. Mér fannst þessi leikur vera fullmikið í skugganum af svona stoppum, þegar þetta hefði getað verið hörkuleikur. Það var mikil barátta og örugglega erfitt að dæma leikinn en ég hefði viljað fá betri frammistöðu.“ Aftur að leiknum, Deontaye Buskey skoraði 40 stig, þar af 30 í seinni hálfleik? „Hann er frábær sóknarmaður. Hann hitti illa í fyrri hálfleik. Þeir fóru undir mikið af skrínum og gáfu honum opnanir. Hann fór síðan að grípa það. Varnarleikurinn í þriðja var ekki nógu góður og svo voru nokkur klikk eftir það þannig við náðum ekki alla leið til baka.“ Þriggja stiga nýtingin var ekki góð framan af? „Hún var mjög vond í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik skutum við betur, vorum sneggri og fengum auðveldar körfur. Síðan var Nemanja eins og vélmenni í fráköstunum (tók 19 alls, þar af 11 sóknarfráköst). Leikurinn ræðst svo á einu vítaskoti. Ég er fullviss um að þau fara bæði niður næst. Við vinnum sem lið og töpum sem lið. Ég er ánægður með frammistöðu minna manna og ef við byggjum á henni. Við forum á videófund og reynum að lagfæra okkar hluti. Ég ætla að vona að aðrir geri það líka.“
Subway-deild karla Höttur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15 Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Höttur - Þór Þorl. 83-84 | Þriðji sigur Þórs í röð Þór Þorlákshöfn hefur unnið þrjá leiki í röð úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Í kvöld var röðin komin að Hetti á Egilsstöðum sem Þór vann 83-84. Höttur gat jafnað með vítaskoti í lokin. 26. október 2023 22:15