Skellir ekki plástri á slagæðablæðingu Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2023 10:22 Vilhjálmur Birgisson segir um einarða afstöðu stjórnvalda og SA, um ekkert svigrúm til hækkana, að hann muni ekki eftir samningum þar sem sá söngur hafi ekki verið sunginn. vísir/vilhelm Starfsgreinasamband Íslands fundar á morgun og fram á föstudag. Þar eru menn í vígahug. „Trúðu mér, ég er búinn að heyra þennan söng í tuttugu ár sem ég hef tekið þátt í kjarasamningum. Það er aldrei svigrúm, ekki í góðæri, ekki í meðalástandi í íslensku hagkerfi og ég tala nú ekki um þegar er smá kreppa,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur er að tala um einarðar yfirlýsingar fólks eins og Þórdísar Kolbrúnar Reykjafjörð Gylfadóttur nýs fjármálaráðherra og síðan Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra SA þess efnis að það verði engar launahækkanir í komandi kjarasamningum vegna verðbólgunnar. „Við verðum að ráðast á meinið. Þú skellir ekki plástri á slagæðablæðingu,“ segir Vilhjálmur. Stuðandi yfirlýsingar stjórnvalda Starfsgreinasambandið er að stilla saman strengi en 9. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 25.-27. október næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Björg segir herskáar yfirlýsingar stjórnvalda og SA stuðandi.Starfsgreinasamband Íslands Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins. „Þetta er reglulegt þing, haldið á tveggja ára fresti. Þá er kosin ný stjórn í sambandinu og unnið í málefnanefndum. Farið verður yfir kjaramál, heilbrigðismál, byggðamál og stefna lögð til næstu tveggja ára,“ segir Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri. Björg býst ekki við átökum á þinginu og vonar að þau hafi þannig tíma til að einbeita sér að málefnavinnu. Til að mynda komandi kjarasamningum, að þar verði lagðar línur. „Það stuðar okkur aðeins,“ segir Björg varðandi yfirlýsingar bæði stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins, hvað það varðar að ekki verði neinar launahækkanir í boði. „Þær viðræður eru að hefjast fljótlega. Við höfum verið að funda með SA um ýmis mál; varðandi vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og þessi mál sem ekki náðust inn í viðræðurnar síðast. Gerðum aðeins samning til eins árs síðast og þá var öðrum viðræðum utan launaliðinn frestað.“ Stór hluti félagsmanna kominn á yfirdrátt Vilhjálmur segist ekki muna eftir einum einustu kjarasamningum sem talað hefur verið um svigrúm. En staðan sé einfaldlega þannig núna, sérstaklega gagnvart lágtekjufólki og lægri millitekjufólki, sem nær ekki endum saman frá mánuði til mánaðar, að það getur ekki lengur haldið mannlegri reisn. „Við erum að horfa upp á fjármálakerfið, enn og aftur, sjúga til sín lang stærstan hluta launatekna í formi okurvaxta, verðtryggingar og himinhárra þjónustugjalda. Þrjátíu og fimm prósent félagsmanna Starfsgreinasambands íslands eru með yfirdráttarheimild samkvæmt Vörðu sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðarins. Þetta segir manni ekki nema eitt, í hvaða stöðu lágtekjufólk er komið í þegar það þarf að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar með yfirdrætti sem ber 17 prósent vexti,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að hann telji það eiga að vera forgangskrafa verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum að hér verði ráðist í nýtt húsnæðiskerfi þar sem tryggt verði að lánakjör verði hér með sambærilegum hætti og í löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og síðast en ekki síst að banki þjóðarinnar, Landsbankinn, verði gerður að samfélagsbanka þar sem arðsemismarkmið verði lækkuð verulega. Við erum byrjuð að ræða þetta inni í hreyfingunni,“ segir Vilhjálmur. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira
„Trúðu mér, ég er búinn að heyra þennan söng í tuttugu ár sem ég hef tekið þátt í kjarasamningum. Það er aldrei svigrúm, ekki í góðæri, ekki í meðalástandi í íslensku hagkerfi og ég tala nú ekki um þegar er smá kreppa,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Vilhjálmur er að tala um einarðar yfirlýsingar fólks eins og Þórdísar Kolbrúnar Reykjafjörð Gylfadóttur nýs fjármálaráðherra og síðan Sigríðar Margrétar Oddsdóttur framkvæmdastjóra SA þess efnis að það verði engar launahækkanir í komandi kjarasamningum vegna verðbólgunnar. „Við verðum að ráðast á meinið. Þú skellir ekki plástri á slagæðablæðingu,“ segir Vilhjálmur. Stuðandi yfirlýsingar stjórnvalda Starfsgreinasambandið er að stilla saman strengi en 9. þing Starfsgreinasambands Íslands fer fram dagana 25.-27. október næstkomandi á Hótel Natura í Reykjavík. Björg segir herskáar yfirlýsingar stjórnvalda og SA stuðandi.Starfsgreinasamband Íslands Þingið hefur æðsta vald í málefnum sambandsins og þar eru lagðar línurnar í kjaramálum og starfsemi sambandsins til næstu tveggja ára. Á þingið í ár mæta alls 135 fulltrúar frá 18 aðildarfélögum sambandsins. „Þetta er reglulegt þing, haldið á tveggja ára fresti. Þá er kosin ný stjórn í sambandinu og unnið í málefnanefndum. Farið verður yfir kjaramál, heilbrigðismál, byggðamál og stefna lögð til næstu tveggja ára,“ segir Björg Bjarnadóttir framkvæmdastjóri. Björg býst ekki við átökum á þinginu og vonar að þau hafi þannig tíma til að einbeita sér að málefnavinnu. Til að mynda komandi kjarasamningum, að þar verði lagðar línur. „Það stuðar okkur aðeins,“ segir Björg varðandi yfirlýsingar bæði stjórnvalda og Samtaka atvinnulífsins, hvað það varðar að ekki verði neinar launahækkanir í boði. „Þær viðræður eru að hefjast fljótlega. Við höfum verið að funda með SA um ýmis mál; varðandi vinnutíma, veikindarétt, fræðslumál og þessi mál sem ekki náðust inn í viðræðurnar síðast. Gerðum aðeins samning til eins árs síðast og þá var öðrum viðræðum utan launaliðinn frestað.“ Stór hluti félagsmanna kominn á yfirdrátt Vilhjálmur segist ekki muna eftir einum einustu kjarasamningum sem talað hefur verið um svigrúm. En staðan sé einfaldlega þannig núna, sérstaklega gagnvart lágtekjufólki og lægri millitekjufólki, sem nær ekki endum saman frá mánuði til mánaðar, að það getur ekki lengur haldið mannlegri reisn. „Við erum að horfa upp á fjármálakerfið, enn og aftur, sjúga til sín lang stærstan hluta launatekna í formi okurvaxta, verðtryggingar og himinhárra þjónustugjalda. Þrjátíu og fimm prósent félagsmanna Starfsgreinasambands íslands eru með yfirdráttarheimild samkvæmt Vörðu sem er rannsóknarstofnun aðila vinnumarkaðarins. Þetta segir manni ekki nema eitt, í hvaða stöðu lágtekjufólk er komið í þegar það þarf að framfleyta sér frá mánuði til mánaðar með yfirdrætti sem ber 17 prósent vexti,“ segir Vilhjálmur. Hann bætir því við að hann telji það eiga að vera forgangskrafa verkalýðshreyfingarinnar gagnvart stjórnvöldum að hér verði ráðist í nýtt húsnæðiskerfi þar sem tryggt verði að lánakjör verði hér með sambærilegum hætti og í löndum sem við viljum bera okkur saman við. „Og síðast en ekki síst að banki þjóðarinnar, Landsbankinn, verði gerður að samfélagsbanka þar sem arðsemismarkmið verði lækkuð verulega. Við erum byrjuð að ræða þetta inni í hreyfingunni,“ segir Vilhjálmur.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Sjá meira