Pétur: Þetta var bara eins og úrslitakeppnin í október Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 23. október 2023 22:31 Pétur Ingvarsson (til hægri) taldi sína menn mögulega heppna að komast áfram í kvöld. Keflavík Keflavík heimsótti nágranna sína í Njarðvík þegar síðustu leikir 32-liða úrslit Vís bikarkeppninar lauk í kvöld. Eins og alltaf þegar þessi lið mætast er hart barist og á því var enginn breyting í kvöld. Það þurfti framlengingu til að skera úr um það hvort liðið færi í 16-liða úrslitin og var það Keflavík sem hafði betur 108-109. Sigrarnir gerast vart sætari en þetta. „Nei, ég held ekki. Við vorum kannski heppnir að komast í framlengingu og heppnir að vinna þetta,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. Í fyrsta leikhluta voru Keflvíkingar með ágætis tök á Njarðvíkingum og gott vald á leiknum en misstu leikinn aðeins frá sér í öðrum leikhluta. „Þetta er efsta liðið í Subway-deildinni. Þetta er einn öflugasti heimavöllur á landinu. Þetta er auðvitað alvöru leikur, alvöru lið að berjast og við getum ekki haldið 40 mínútur og valtað yfir þá. Ég held að það sé alveg vonlaust, þeir eru með hörku lið, hittu vel og stoppuðu okkur í því sem við vorum að gera. Sem betur fer er leikurinn 40 mínútur, stundum 45 og það skiptir máli hvernig maður klárar leikinn en ekki hvernig maður spilar í öðrum leikhluta.“ Njarðvíkingar komust mest í tíu stiga forskot í síðari hálfleik en Keflavíkur liðið sýndi mikinn karakter að vinna sig aftur inn í leikinn. „Planið hjá okkur er bara að tíu stig eru ekkert nema bara tvö stopp og tvær þriggja (stiga körfur) og þú ert kominn inn í leikinn aftur. Þetta er rosalega fljótt að gerast og tíu stig er ekki neitt í þessu. Við erum ekki með svona lið sem er að gefa mikið inn í og tjakka eitthvað undir körfunni og fá tvö stig, við erum að reyna fá þrjú stig og auðveld lay-up þannig við erum bara þolinmóðir. “ Pétur var ekki kominn svo langt að fara að spá í hvaða liði hann vildi fá upp úr hattinum í 16-liða úrslitum. „Ég veit eiginlega ekki hvaða lið eru í pottinum. Þetta verður bara gaman. Maður getur óskað sér eitthvað en það er bara næsti leikur og leikur sem verður pottþétt erfiður.“ „Þetta var bara eins og úrslitakeppni í október sem var svo geggjað,” sagði Pétur að lokum. Körfubolti VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni Keflavík vann Njarðvík í Ljónagryfjunni með minnsta mun í stórleik 32-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. október 2023 21:40 Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. 23. október 2023 16:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
„Nei, ég held ekki. Við vorum kannski heppnir að komast í framlengingu og heppnir að vinna þetta,“ sagði Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, eftir leikinn í kvöld. Í fyrsta leikhluta voru Keflvíkingar með ágætis tök á Njarðvíkingum og gott vald á leiknum en misstu leikinn aðeins frá sér í öðrum leikhluta. „Þetta er efsta liðið í Subway-deildinni. Þetta er einn öflugasti heimavöllur á landinu. Þetta er auðvitað alvöru leikur, alvöru lið að berjast og við getum ekki haldið 40 mínútur og valtað yfir þá. Ég held að það sé alveg vonlaust, þeir eru með hörku lið, hittu vel og stoppuðu okkur í því sem við vorum að gera. Sem betur fer er leikurinn 40 mínútur, stundum 45 og það skiptir máli hvernig maður klárar leikinn en ekki hvernig maður spilar í öðrum leikhluta.“ Njarðvíkingar komust mest í tíu stiga forskot í síðari hálfleik en Keflavíkur liðið sýndi mikinn karakter að vinna sig aftur inn í leikinn. „Planið hjá okkur er bara að tíu stig eru ekkert nema bara tvö stopp og tvær þriggja (stiga körfur) og þú ert kominn inn í leikinn aftur. Þetta er rosalega fljótt að gerast og tíu stig er ekki neitt í þessu. Við erum ekki með svona lið sem er að gefa mikið inn í og tjakka eitthvað undir körfunni og fá tvö stig, við erum að reyna fá þrjú stig og auðveld lay-up þannig við erum bara þolinmóðir. “ Pétur var ekki kominn svo langt að fara að spá í hvaða liði hann vildi fá upp úr hattinum í 16-liða úrslitum. „Ég veit eiginlega ekki hvaða lið eru í pottinum. Þetta verður bara gaman. Maður getur óskað sér eitthvað en það er bara næsti leikur og leikur sem verður pottþétt erfiður.“ „Þetta var bara eins og úrslitakeppni í október sem var svo geggjað,” sagði Pétur að lokum.
Körfubolti VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni Keflavík vann Njarðvík í Ljónagryfjunni með minnsta mun í stórleik 32-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. október 2023 21:40 Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. 23. október 2023 16:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Sport Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 108-109 | Ótrúleg dramatík í Ljónagryfjunni Keflavík vann Njarðvík í Ljónagryfjunni með minnsta mun í stórleik 32-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 23. október 2023 21:40
Njarðvíkingum hefur ekki tekist að slá Keflavík út úr bikarnum í tæp nítján ár Keflavík hefur haft gott tak á nágrönnum sínum úr Njarðvík þegar kemur að bikarleikjum liðanna undanfarna tvo áratugi. 23. október 2023 16:00