Hættur við að fá gestaþjóna í kvennaverkfalli og biðst afsökunar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. október 2023 17:46 Haraldur Þorleifsson, hefur hætt við sérstakan viðburð á Önnu Jónu á morgun. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson, eigandi veitingahússins Önnu Jónu, er hættur við að fá þjóðþekkta einstaklinga til að hlaupa í skarðið fyrir kvenkyns þjóna á morgun í tilefni af kvennaverkfalli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haraldi á samfélagsmiðlinum X. Haraldur hafði meðal annars fengið þjóðþekkta einstaklinga eins og Ara Eldjárn, Unnstein Manuel, Braga Valdimar og fleiri til liðs við sig á morgun. Áætlanirnar hafa vakið mikla athygli og sætt gagnrýni. Sóley Tómasdóttir er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt viðburðinn og Harald sjálfan. Hún hefur sagt að um bakslag væri að ræða þar sem vel meinandi körlum sem langi til að láta leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna til að láta kvennaverkfallið snúast um sig. Vildi búa til stað fyrir konur Haraldur segir í tilkynningu sinni að konur, þeirra upplifun, þeirra samstaða og þeirra verkfall væri og ætti að vera aðalatriðið á þessum degi. „Á morgun verða mikið af konum í bænum. Sem eigandi veitingastaðar í miðbænum, sem er fyrst og fremst búinn til fyrir konur, þá vildi ég búa til stað þar sem þær getu verið saman. Með þessu gerði ég það sem karlar eins og ég gera alltof oft og vildi reyna að vera með — í staðinn fyrir að gefa konum allt plássið eins og þær eiga skilið.“ Haraldur segist í dag hafa talað við mörg og heyrt að mörgum hafi fundist óviðeigandi að karlar eins og hann fengju mikla athygli á degi sem ætti að snúast um mismunun og ofbeldi gegn konun. Hann væri algjörlega sammála því. Væri rangur útgangspunktur að fá hrós Haraldur tekur fram að sinn reynsluheimur og reynsluheimur karla sé allt annar en kvenna. Þegar honum hafi verið sagt af konum í dag sem hann ber ómælda virðingu fyrir, að hann væri ekki að hjálpa heldur þvert á móti, hafi hann séð það sem hann átti að sjálfsögðu að sjá fyrr. „Mér þykir mjög leitt að þessi viðburður á morgun á Önnu Jónu hafi dregið athygli frá því sem skiptir raunverulega máli á þessum degi. Við verðum með opið á morgun og munum gera okkar besta við að þjóna þeim konum og kvárum sem koma til okkar en gestaþjónarnir verða hinsvegar ekki með okkur.“ Haraldur segir að það sé ekki hlutverk kvenna að kenna körlum eins og sér hvernig eigi að haga sér. Hann segist samt sem áður ótrúlega þakklátur þeim sem hafi í dag talað hreinskilið um þetta mál. „Ég býst við því að einhver munu hrósa mér fyrir að sjá að mér. Það væri algjörlega rangur útgangspunktur og myndi aftur setja athyglina á rangan stað. Þau sem eiga allt hrós skilið eru þær konur og kvár sem hafa vakið mig, og okkur öll, til enn frekari vitundar um þessi risastóru og mikilvægu mál.“ Á morgun, þriðjudaginn 24.október er Kvennaverkfall.Dagur þar sem konur leggja niður öll störf til að sýna með beinum hætti hvað framlag þeirra í samfélaginu er mikilvægt.Þar sem þær minna m.a. á að kynbundið ofbeldi er miklu algengara en mörg okkar gera okkur grein fyrir og — Halli (@iamharaldur) October 23, 2023 Kvennaverkfall Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Haraldi á samfélagsmiðlinum X. Haraldur hafði meðal annars fengið þjóðþekkta einstaklinga eins og Ara Eldjárn, Unnstein Manuel, Braga Valdimar og fleiri til liðs við sig á morgun. Áætlanirnar hafa vakið mikla athygli og sætt gagnrýni. Sóley Tómasdóttir er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt viðburðinn og Harald sjálfan. Hún hefur sagt að um bakslag væri að ræða þar sem vel meinandi körlum sem langi til að láta leggja sitt af mörkum standist ekki freistinguna til að láta kvennaverkfallið snúast um sig. Vildi búa til stað fyrir konur Haraldur segir í tilkynningu sinni að konur, þeirra upplifun, þeirra samstaða og þeirra verkfall væri og ætti að vera aðalatriðið á þessum degi. „Á morgun verða mikið af konum í bænum. Sem eigandi veitingastaðar í miðbænum, sem er fyrst og fremst búinn til fyrir konur, þá vildi ég búa til stað þar sem þær getu verið saman. Með þessu gerði ég það sem karlar eins og ég gera alltof oft og vildi reyna að vera með — í staðinn fyrir að gefa konum allt plássið eins og þær eiga skilið.“ Haraldur segist í dag hafa talað við mörg og heyrt að mörgum hafi fundist óviðeigandi að karlar eins og hann fengju mikla athygli á degi sem ætti að snúast um mismunun og ofbeldi gegn konun. Hann væri algjörlega sammála því. Væri rangur útgangspunktur að fá hrós Haraldur tekur fram að sinn reynsluheimur og reynsluheimur karla sé allt annar en kvenna. Þegar honum hafi verið sagt af konum í dag sem hann ber ómælda virðingu fyrir, að hann væri ekki að hjálpa heldur þvert á móti, hafi hann séð það sem hann átti að sjálfsögðu að sjá fyrr. „Mér þykir mjög leitt að þessi viðburður á morgun á Önnu Jónu hafi dregið athygli frá því sem skiptir raunverulega máli á þessum degi. Við verðum með opið á morgun og munum gera okkar besta við að þjóna þeim konum og kvárum sem koma til okkar en gestaþjónarnir verða hinsvegar ekki með okkur.“ Haraldur segir að það sé ekki hlutverk kvenna að kenna körlum eins og sér hvernig eigi að haga sér. Hann segist samt sem áður ótrúlega þakklátur þeim sem hafi í dag talað hreinskilið um þetta mál. „Ég býst við því að einhver munu hrósa mér fyrir að sjá að mér. Það væri algjörlega rangur útgangspunktur og myndi aftur setja athyglina á rangan stað. Þau sem eiga allt hrós skilið eru þær konur og kvár sem hafa vakið mig, og okkur öll, til enn frekari vitundar um þessi risastóru og mikilvægu mál.“ Á morgun, þriðjudaginn 24.október er Kvennaverkfall.Dagur þar sem konur leggja niður öll störf til að sýna með beinum hætti hvað framlag þeirra í samfélaginu er mikilvægt.Þar sem þær minna m.a. á að kynbundið ofbeldi er miklu algengara en mörg okkar gera okkur grein fyrir og — Halli (@iamharaldur) October 23, 2023
Kvennaverkfall Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira