„Hann getur verið skrímsli varnarlega“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 12:01 Tómas Valur (til hægri) er mikils metinn af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Vísir/Bára Dröfn Tómas Valur Þrastarson, leikmaður Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í körfubolta, er leikmaður sem Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon err sérstaklega hrifnir af. Fóru þeir yfir hvað það er sem gerir Tómas Val jafn góðan og raun ber vitni. Tómas Valur var frábær í naumum þriggja stiga sigri Þórs á Haukum í síðustu umferð. Skilaði hann 21 stigi, þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og 29 framlagspunktum. Var hann valinn mikilvægasti maður vallarins af Vísi: „Tómas Valur Þrastarson var mikilvægasti maður leiksins. Hann stóð sína vakt í vörn mjög vel og svo skilaði hann svakalegri skot tölfræði. Hann klikkaði að vísu úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum en hitti úr öllum sjö tveggja stiga skotunum sínum og öllum sjö vítunum sínum.“ „Ég lét þig vita af því fyrir tímabilið að hann væri einn af mínum uppáhalds,“ sagði Teitur þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann út í Tómas Val. „Sérstaklega gaman að sjá unga stráka sem eru svona efnilegir, er bara með allan pakkann og óhræddur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en hann er með hæð og styrk, svo er hann með þessa íþróttamennsku sem okkur er ekki öllum gefin,“ bætti Teitur við. Klippa: Körfuboltakvöld: Hann getur verið skrímsli varnarlega „Lúmska íþróttamennsku,“ skaut Helgi Már Magnússon inn í og útskýrði svo hvað hann átti við: „Bróðir hans (Styrmir Snær) er svo mikil sprengja, hann er aðeins öðruvísi týpa.“ „Hann (Tómas) átti frábærar hreyfingar í gær en það sem er langmikilvægast hjá honum er varnarleikurinn. Það eru ekki margir leikmenn í deildinni, hvað þá 18 ára, sem treysta sér að taka á móti Jaylen Moore á miðjunni á halda honum fyrir framan sig. Sérð bara hvernig hann er, hann er að setjast á mjaðmirnar á mönnum, hann er að stýra og snúa þeim. Hann getur verið skrímsli varnarlega,“ sagði Helgi Már að endingu um hinn einkar efnilega Tómas Val. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Tómas Valur var frábær í naumum þriggja stiga sigri Þórs á Haukum í síðustu umferð. Skilaði hann 21 stigi, þremur fráköstum, fjórum stoðsendingum og 29 framlagspunktum. Var hann valinn mikilvægasti maður vallarins af Vísi: „Tómas Valur Þrastarson var mikilvægasti maður leiksins. Hann stóð sína vakt í vörn mjög vel og svo skilaði hann svakalegri skot tölfræði. Hann klikkaði að vísu úr báðum þriggja stiga tilraunum sínum en hitti úr öllum sjö tveggja stiga skotunum sínum og öllum sjö vítunum sínum.“ „Ég lét þig vita af því fyrir tímabilið að hann væri einn af mínum uppáhalds,“ sagði Teitur þegar Stefán Árni Pálsson, þáttastjórnandi, spurði hann út í Tómas Val. „Sérstaklega gaman að sjá unga stráka sem eru svona efnilegir, er bara með allan pakkann og óhræddur. Fólk gerir sér ekki grein fyrir því en hann er með hæð og styrk, svo er hann með þessa íþróttamennsku sem okkur er ekki öllum gefin,“ bætti Teitur við. Klippa: Körfuboltakvöld: Hann getur verið skrímsli varnarlega „Lúmska íþróttamennsku,“ skaut Helgi Már Magnússon inn í og útskýrði svo hvað hann átti við: „Bróðir hans (Styrmir Snær) er svo mikil sprengja, hann er aðeins öðruvísi týpa.“ „Hann (Tómas) átti frábærar hreyfingar í gær en það sem er langmikilvægast hjá honum er varnarleikurinn. Það eru ekki margir leikmenn í deildinni, hvað þá 18 ára, sem treysta sér að taka á móti Jaylen Moore á miðjunni á halda honum fyrir framan sig. Sérð bara hvernig hann er, hann er að setjast á mjaðmirnar á mönnum, hann er að stýra og snúa þeim. Hann getur verið skrímsli varnarlega,“ sagði Helgi Már að endingu um hinn einkar efnilega Tómas Val. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Körfubolti Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira