Jón efndi til blaðamannafundar: „Tognun er ósýnilegur sjúkdómur í samfélaginu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2023 23:30 Blaðamannafundur Jóns Gnarr fór fram í gær. X977 Jón Gnarr, grínisti og annar þáttastjórnenda hlaðvarpsþáttanna Tvíhöfða, tilkynnti á „grafalvarlegum“ blaðamannafundi í gær að hann hyggist missa 25 kílógrönn fyrir nýársdag. Þá snerti hann á ýmsum málum sem hafa gert honum erfitt fyrir síðustu mánuði, þar á meðal tognun á hné, hægðatregða og þyngdaraukning. Athygli vakti í vikunni þegar Jón efndi til blaðamannafundar í hljóðveri X-977 en gaf ekki upplýsingar um hvert tilefni fundarins væri. Þegar fundurinn hófst kom í ljós að tilefni fundarins voru hælsæri sem hann hlaut við göngu, vellystingar í útlöndum, tognun sem hann hlaut á hné og áform um þyngdartap. Jón segir frá lífi sínu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu mánuði en margt hefur gengið á. „Það er ekkert launungarmál að ég gerði þar mjög vel við mig. Bæði í mat og drykk. Ég borðaði stórar kjötmáltíðir, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. Drakk vín og bjór með, og fékk mér svo gjarnan girnilegan eftirrétt eftir, súkkulaði og rjóma og jafnvel nokkra kokteila líka,“ sagði Jón. „Þetta líferni leiddi til þess að þegar ég kom aftur til Íslands og steig á vigtina, þá var ég orðin slétt hundrað kíló. Og við það er ekki unað,“ bætir hann við. Þá segist hann hafa sett sér markmið um að missa þrjátíu kílógrömm fyrir áramót, en síðar lækkað þá tölu niður í 25. „7,5 kíló á mánuði, eða slétt tvö kíló á viku! Og ég er fullviss um að ég muni ná því.“ Inn á milli sjást Sigurjón Kjartansson og Ómar Úlfur, dagskrárstjóri X-ins, skella upp úr, enda um óeðlilega fyndið athæfi Jóns að ræða. Þá segir Jón frá hnémeiðslum sínum sem ágerðust eftir að hann tók á því að ganga meira sem leið til þyngdartaps. „Ég hef ekki séð ástæðu til þess að leita til læknis en ég hef gúgglað einkennin og þau benda sterklega til þess að ég hafi tognað illilega í lateral retinaculum, sem er lítill vöðvi í hnénu,“ segir Jón. „Það eru nú þrjár vikur síðan þetta byrjaði og þetta hafa verið þrjár vikur af sársauka, vonleysi, reiði og örvinglan. En ég hef neitað að gefast upp.“ Loks sat Jón fyrir svörum blaðamanna, en dræm mæting þeirra gerði það að verkum að Sigurjón Kjartansson meðstjórnandi hans var sá eini sem lagði fyrir hann spurningar. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Grín og gaman X977 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Athygli vakti í vikunni þegar Jón efndi til blaðamannafundar í hljóðveri X-977 en gaf ekki upplýsingar um hvert tilefni fundarins væri. Þegar fundurinn hófst kom í ljós að tilefni fundarins voru hælsæri sem hann hlaut við göngu, vellystingar í útlöndum, tognun sem hann hlaut á hné og áform um þyngdartap. Jón segir frá lífi sínu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu mánuði en margt hefur gengið á. „Það er ekkert launungarmál að ég gerði þar mjög vel við mig. Bæði í mat og drykk. Ég borðaði stórar kjötmáltíðir, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. Drakk vín og bjór með, og fékk mér svo gjarnan girnilegan eftirrétt eftir, súkkulaði og rjóma og jafnvel nokkra kokteila líka,“ sagði Jón. „Þetta líferni leiddi til þess að þegar ég kom aftur til Íslands og steig á vigtina, þá var ég orðin slétt hundrað kíló. Og við það er ekki unað,“ bætir hann við. Þá segist hann hafa sett sér markmið um að missa þrjátíu kílógrömm fyrir áramót, en síðar lækkað þá tölu niður í 25. „7,5 kíló á mánuði, eða slétt tvö kíló á viku! Og ég er fullviss um að ég muni ná því.“ Inn á milli sjást Sigurjón Kjartansson og Ómar Úlfur, dagskrárstjóri X-ins, skella upp úr, enda um óeðlilega fyndið athæfi Jóns að ræða. Þá segir Jón frá hnémeiðslum sínum sem ágerðust eftir að hann tók á því að ganga meira sem leið til þyngdartaps. „Ég hef ekki séð ástæðu til þess að leita til læknis en ég hef gúgglað einkennin og þau benda sterklega til þess að ég hafi tognað illilega í lateral retinaculum, sem er lítill vöðvi í hnénu,“ segir Jón. „Það eru nú þrjár vikur síðan þetta byrjaði og þetta hafa verið þrjár vikur af sársauka, vonleysi, reiði og örvinglan. En ég hef neitað að gefast upp.“ Loks sat Jón fyrir svörum blaðamanna, en dræm mæting þeirra gerði það að verkum að Sigurjón Kjartansson meðstjórnandi hans var sá eini sem lagði fyrir hann spurningar. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan.
Grín og gaman X977 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira