Gomez dæmdur í tveggja ára bann fyrir lyfjamisnotkun Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 10:01 Alejandro Darío Gómez var í byrjunarliði Argentínu í tveimur leikjum á HM í Katar 2022, fyrst í opnunarleik gegn Sádí-Arabíu og síðar gegn Ástralíu í 16-liða úrslitunum. Vísir Argentínski landsliðsmaðurinn og leikmaður AC Monza í ítölsku úrvalsdeildinni, Papu Gómez, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá knattspyrnuiðkun af FIFA vegna misnotkunar á astmalyfjum. Terbútalín fannst í blóði leikmannsins eftir lyfjapróf sem var framkvæmt í október 2022, þegar Gómez var leikmaður Sevilla á Spáni. Lyfið veldur vöðvaslökun í lungnaberkjum, víkkar með því öndunarveginn og auðveldar öndun í keppnisleikjum. Félagið sem hann gekk til liðs við í september, AC Monza, hefur staðfest bannið á X-síðu sinni eftir tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. COMUNICATO UFFICIALE AC MONZA ▶️ https://t.co/7vXu0QqgEU pic.twitter.com/i6Dz10RjCB— AC Monza (@ACMonza) October 20, 2023 Í tilkynningunni segir að leikmaðurinn fái tveggja ára bann frá öllum keppnum eftir rannsókn á vegum sambandsins. Brotið kom í ljós þann 20. október 2022 eftir leik Sevilla gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Gómez var leikmaður Atalanta á Ítalíu til margra ára áður en hann fluttist til Sevilla árið 2020 eftir ósætti við þjálfara liðsins, þessi 35 ára gamli leikmaður rifti svo samningnum við spænska félagið í september og fluttist aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði tvo leiki áður en dómur var úrskurðaður. Hann varð Evrópudeildarmeistari með Sevilla og heimsmeistari með Argentínu á síðasta tímabili. Félagslið leikmannsins og argentíska landsliðið eru þó ekki í hættu á að þeir titlar verði dæmdir af þeim, til þess þyrftu tveir leikmenn úr öðru hvoru liðinu að vera dæmdir sekir um lyfjamisnotkun. Gómez hefur sjálfur neitað sök og sagt efnið hafa borist til sín án hans vitundar í gegnum hóstasaft barna sinna. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Terbútalín fannst í blóði leikmannsins eftir lyfjapróf sem var framkvæmt í október 2022, þegar Gómez var leikmaður Sevilla á Spáni. Lyfið veldur vöðvaslökun í lungnaberkjum, víkkar með því öndunarveginn og auðveldar öndun í keppnisleikjum. Félagið sem hann gekk til liðs við í september, AC Monza, hefur staðfest bannið á X-síðu sinni eftir tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. COMUNICATO UFFICIALE AC MONZA ▶️ https://t.co/7vXu0QqgEU pic.twitter.com/i6Dz10RjCB— AC Monza (@ACMonza) October 20, 2023 Í tilkynningunni segir að leikmaðurinn fái tveggja ára bann frá öllum keppnum eftir rannsókn á vegum sambandsins. Brotið kom í ljós þann 20. október 2022 eftir leik Sevilla gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Gómez var leikmaður Atalanta á Ítalíu til margra ára áður en hann fluttist til Sevilla árið 2020 eftir ósætti við þjálfara liðsins, þessi 35 ára gamli leikmaður rifti svo samningnum við spænska félagið í september og fluttist aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði tvo leiki áður en dómur var úrskurðaður. Hann varð Evrópudeildarmeistari með Sevilla og heimsmeistari með Argentínu á síðasta tímabili. Félagslið leikmannsins og argentíska landsliðið eru þó ekki í hættu á að þeir titlar verði dæmdir af þeim, til þess þyrftu tveir leikmenn úr öðru hvoru liðinu að vera dæmdir sekir um lyfjamisnotkun. Gómez hefur sjálfur neitað sök og sagt efnið hafa borist til sín án hans vitundar í gegnum hóstasaft barna sinna.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira