Ákvörðun stjórnar UMFN standist engin lög: „Vanvirðing við iðkendur“ Aron Guðmundsson skrifar 20. október 2023 09:30 Mynd af Facebook síðu glímudeildar Njarðvíkur Glímudeild Njarðvíkur @ Facebook Formaður Glímusambands Íslands, Margrét Rún Rúnarsdóttir, segir ákvörðun aðalstjórnar Ungmennafélags Njarðvíkur þess efnis að leggja niður glímudeild félagsins, á skjön við öll lög og reglugerðir. Vinnubrögðin sem aðalstjórn UMFN viðhafi sýni af sér vanvirðingu við iðkendur og íþróttina í heild sinni. Þann 28. september síðastliðinn birtist fréttatilkynning á vef Ungmennafélags Njarðvíkur þar sem greint var frá ákvörðun aðalstjórnar félagsins að leggja niður glímudeild félagsins. Í fréttatilkynningu félagsins sagði meðal annars að deildin virði ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands: „Styr hefur staðið um deildina um langt skeið með tilheyrandi trúnaðarbrestum…Ítrekaðar tilraunir aðalstjórnar til að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildarinnar í því skyni að viðhalda starfsemi glímu hér á svæðinu hafa reynst árangurslausar.“ Forsvarsmenn glímudeildar Njarðvíkur hafa áður haldið því fram að stjórnendur hjá UMFN sem og íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar hafi unnið gegn deildinni. „Núverandi framkvæmdastjóri UMFN hefur unnið markvisst að því síðastliðin misseri að leggja glímudeildina niður.“ Þetta skrifar Gunnar Örn Guðmundsson, formaður glímudeildar Njarðvíkur í svari við fréttatilkynningu UMFN þann 2. október síðastliðinn. Svarið birtist í færslu á svæði glímudeildar Njarðvíkur á Facebook. Gunnar segir enga heimild í samþykktum UMFN um að stjórn geti einhliða lagt niður glímudeildina. Hún sé sjálfstæður lögaðili með eigin samþykktir. Samkvæmt þeim geti aðeins iðkendur sjálfir lagt niður deildina og það í gegnum aðalfund. Vanvirðing við iðkendur og íþróttina Glímudeild Njarðvíkur hefur tekið þátt á mótum innan Glímusambands Íslands sem er svo sérsamband innan Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Glímusambandið hefur hlutast til um málið og eru næstu skref þar til skoðunar að sögn formanns sambandsins, Margrétar Rúnar Rúnarsdóttur. Hún segir sambandið nú íhuga að leita til ÍSÍ. „Þetta er mál sem við höfum verið að skoða innan okkar raða,“ segir Margrét Rún í samtali við Vísi. „Við fengum veður af þessum vendingum með mjög skömmum fyrirvara. Bara þegar að fréttatilkynning UMFN birtist og þetta kom okkur því í opna skjöldu og er algjörlega á skjön við allar reglugerðir og öll lög. Það hvernig farið er að því að leggja glímudeildina niður. Glímudeild Njarðvíkur samanstóð af rúmlega 100 iðkendum þegar að UMFN ákveður að leggja deildina niður. Þar af voru um þrjátíu iðkendur virkir á glímumótum á vegum Glímusambands Íslands. Þar á meðal má finna nokkra af okkar fremsta landsliðsfólki í dag. Það hvernig staðið er að þessu er með ólíkindum og þessi ákvörðun bitnar náttúrulega bara mest á iðkendunum sjálfum.“ En hafið þið hjá Glímusambandi Íslands leitað svara hjá forsvarsmönnum UMFN varðandi þessa ákvörðun félagsins? „Við höfðum samband við forsvarsmenn félagsins og báðum um nánari skýringu á þessari ákvörðun þeirra. Á þeim bænum var frekar fátt um svör og því helst beint því til okkar að það væri ekki innan okkar verksviðs, að hlutast til um þetta. Þarna væri persónulegur ágreiningur vafinn inn í atburðarásina. Við hjá Glímusambandinu erum náttúrulega ekki sammála því áliti. Því þó það kunni að vera persónulegur ágreiningur til staðar þá á hann ekki að bitna á iðkendum glímudeildar UMFN. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um að loka deild nema að sú ákvörðun sé tekin á löglegum aðalfundi. En nú er, eftir því sem ég best veit, glímudeildin ekki starfandi. Við erum með iðkendur sem vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér og stutt í fyrsta mót vetrarins.“ Margrét segir að Glímusamband Íslands muni leita, með formlegum hætti, til Íþrótta og Ólympíusambands Íslands í tengslum við málið. „Þá erum við aðallega að horfa til þess hvernig staðið er að lokun glímudeildar UMFN, þessi ófaglegu vinnubrögð sem þar voru viðhöfð. Að okkar mati er þetta vanvirðing við iðkendur sem og íþróttina sjálfa.“ Vildi ekki tjá sig nánar um ákvörðunina Við gerð fréttarinnar leitaði Vísir svara hjá formanni aðalstjórnar Njarðvíkur, Ólafi Eyjólfssyni. Hann vildi ekki tjá sig nánar um ákvörðun aðalstjórnar Njarðvíkur, umfram það sem kemur fram í fréttatilkynningu félagsins. Sem í heild sinni var á þessa leið: „Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur tilkynnir hér með að ákvörðun hefur verið tekin að leggja niður Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur. Styr hefur staðið um deildina um langt skeið með tilheyrandi trúnaðarbrestum. Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.Ítrekaðar tilraunir aðalstjórnar til að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildarnar í því skyni til að viðhalda starfsemi glímu hér á svæðinu hafa reynst árangurslausar.Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur var því lögð niður frá og með 28. september 2023“ Glíma UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klofið á liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira
Þann 28. september síðastliðinn birtist fréttatilkynning á vef Ungmennafélags Njarðvíkur þar sem greint var frá ákvörðun aðalstjórnar félagsins að leggja niður glímudeild félagsins. Í fréttatilkynningu félagsins sagði meðal annars að deildin virði ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands: „Styr hefur staðið um deildina um langt skeið með tilheyrandi trúnaðarbrestum…Ítrekaðar tilraunir aðalstjórnar til að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildarinnar í því skyni að viðhalda starfsemi glímu hér á svæðinu hafa reynst árangurslausar.“ Forsvarsmenn glímudeildar Njarðvíkur hafa áður haldið því fram að stjórnendur hjá UMFN sem og íþrótta- og tómstundafulltrúi Reykjanesbæjar hafi unnið gegn deildinni. „Núverandi framkvæmdastjóri UMFN hefur unnið markvisst að því síðastliðin misseri að leggja glímudeildina niður.“ Þetta skrifar Gunnar Örn Guðmundsson, formaður glímudeildar Njarðvíkur í svari við fréttatilkynningu UMFN þann 2. október síðastliðinn. Svarið birtist í færslu á svæði glímudeildar Njarðvíkur á Facebook. Gunnar segir enga heimild í samþykktum UMFN um að stjórn geti einhliða lagt niður glímudeildina. Hún sé sjálfstæður lögaðili með eigin samþykktir. Samkvæmt þeim geti aðeins iðkendur sjálfir lagt niður deildina og það í gegnum aðalfund. Vanvirðing við iðkendur og íþróttina Glímudeild Njarðvíkur hefur tekið þátt á mótum innan Glímusambands Íslands sem er svo sérsamband innan Íþrótta og Ólympíusambands Íslands. Glímusambandið hefur hlutast til um málið og eru næstu skref þar til skoðunar að sögn formanns sambandsins, Margrétar Rúnar Rúnarsdóttur. Hún segir sambandið nú íhuga að leita til ÍSÍ. „Þetta er mál sem við höfum verið að skoða innan okkar raða,“ segir Margrét Rún í samtali við Vísi. „Við fengum veður af þessum vendingum með mjög skömmum fyrirvara. Bara þegar að fréttatilkynning UMFN birtist og þetta kom okkur því í opna skjöldu og er algjörlega á skjön við allar reglugerðir og öll lög. Það hvernig farið er að því að leggja glímudeildina niður. Glímudeild Njarðvíkur samanstóð af rúmlega 100 iðkendum þegar að UMFN ákveður að leggja deildina niður. Þar af voru um þrjátíu iðkendur virkir á glímumótum á vegum Glímusambands Íslands. Þar á meðal má finna nokkra af okkar fremsta landsliðsfólki í dag. Það hvernig staðið er að þessu er með ólíkindum og þessi ákvörðun bitnar náttúrulega bara mest á iðkendunum sjálfum.“ En hafið þið hjá Glímusambandi Íslands leitað svara hjá forsvarsmönnum UMFN varðandi þessa ákvörðun félagsins? „Við höfðum samband við forsvarsmenn félagsins og báðum um nánari skýringu á þessari ákvörðun þeirra. Á þeim bænum var frekar fátt um svör og því helst beint því til okkar að það væri ekki innan okkar verksviðs, að hlutast til um þetta. Þarna væri persónulegur ágreiningur vafinn inn í atburðarásina. Við hjá Glímusambandinu erum náttúrulega ekki sammála því áliti. Því þó það kunni að vera persónulegur ágreiningur til staðar þá á hann ekki að bitna á iðkendum glímudeildar UMFN. Það er ekki hægt að taka ákvörðun um að loka deild nema að sú ákvörðun sé tekin á löglegum aðalfundi. En nú er, eftir því sem ég best veit, glímudeildin ekki starfandi. Við erum með iðkendur sem vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér og stutt í fyrsta mót vetrarins.“ Margrét segir að Glímusamband Íslands muni leita, með formlegum hætti, til Íþrótta og Ólympíusambands Íslands í tengslum við málið. „Þá erum við aðallega að horfa til þess hvernig staðið er að lokun glímudeildar UMFN, þessi ófaglegu vinnubrögð sem þar voru viðhöfð. Að okkar mati er þetta vanvirðing við iðkendur sem og íþróttina sjálfa.“ Vildi ekki tjá sig nánar um ákvörðunina Við gerð fréttarinnar leitaði Vísir svara hjá formanni aðalstjórnar Njarðvíkur, Ólafi Eyjólfssyni. Hann vildi ekki tjá sig nánar um ákvörðun aðalstjórnar Njarðvíkur, umfram það sem kemur fram í fréttatilkynningu félagsins. Sem í heild sinni var á þessa leið: „Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur tilkynnir hér með að ákvörðun hefur verið tekin að leggja niður Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur. Styr hefur staðið um deildina um langt skeið með tilheyrandi trúnaðarbrestum. Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.Ítrekaðar tilraunir aðalstjórnar til að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildarnar í því skyni til að viðhalda starfsemi glímu hér á svæðinu hafa reynst árangurslausar.Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur var því lögð niður frá og með 28. september 2023“
Glíma UMF Njarðvík Mest lesið Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Íslenski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir Sparkað í klofið á liðsfélaga Kolbeins en sætur sigur sóttur Leik lokið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Í beinni: Breiðablik - ÍBV | Eyjamenn geta komist í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Sjá meira