Åge Hareide: „Fannst Gylfi eiga þetta skilið“ Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2023 21:37 Gylfi Þór fagnar því að vera orðinn markahæsti leikmaður í sögu Íslands. Vísir/Hulda Margrét „Ég er alltaf glaður þegar við vinnum. Það eru alltaf smáatriði í þessum alþjóðlega fótbolta sem skipta sköpum og mér finnst þau hafa fallið stundum gegn okkur, eins og gegn Slóvakíu, Portúgal og Lúxemborg. Það var gott að ná öruggum sigri,“ sagði Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 4-0 sigurinn gegn Liechtenstein í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson fékk sæti í byrjunarliðinu hjá Hareide í kvöld og lék því byrjunarliðsleik í fyrsta sinn frá því í maí 2021. Hann átti upphaflega bara að spila fyrri hálfleik en hafði þá skorað eitt mark og þurfti annað til að slá markamet landsliðsins, sem hann svo gerði: „Við vildum tíu mínútur í viðbót. Hann vildi ná þessu meti. Það var gott að sjá. Honum leið vel í hálfleik. Við höfðum smá áhyggjur því Freyr, þjálfari hans hjá Lyngby, hefur haft áhyggjur af að hann spili of mikið en þannig er það alltaf. Hann er gæðaleikmaður og gæðamanneskja, og það er gaman að sjá hann skora mörkin eins og hann gerir,“ sagði Hareide. „Stundum er búið að skrifa söguna fyrir fram og mér fannst Gylfi eiga þetta skilið eftir tveggja ára hlé. Þetta var stórkostlegt og mjög gott fyrir hann,“ bætti hann við. Klippa: Hareide eftir leik Segir Gylfa hafa stórkostleg áhrif Hvernig áhrif hefur Gylfi á liðið? „Stórkostleg. Ein ástæða þess að við fengum Gylfa og Aron inn var ekki til að þeir spiluðu margar mínútur heldur vegna þess að það er frábært að hafa svona menn í hópnum. Þeir eru mjög góðir á æfingum, tala við yngri leikmennina og eru tákn þess sem Ísland stóð fyrir þegar allir fóru á EM og HM. Það er svo mikilvægt að hafa svona menn með. Yngri leikmennirnir öðlast meira sjálfstraust og þessir tveir reynsluboltar vita mjög vel hvað þarf að gera inni á vellinum.“ Hareide horfir nú til þess að undirbúa liðið áfram fyrir væntanlegt umspil í mars, þar sem sæti á EM verður í boði. „Ég er ánægður með þróunina á liðinu. Ég hef áhyggjur af því að við fáum mörk of auðveldlega á okkur, eins og þegar Lúxemborg jafnaði. Þetta er andlegt og við þurfum að ráða við að verja forystu okkar. En við erum með svo marga hæfileikaríka leikmenn að framtíðin er björt fyrir Ísland. Þegar við erum með fullan hóp erum við með sterkan hóp og þetta gæti orðið mjög athyglisvert í umspilinu í mars ef við verðum með okkar sterkasta lið.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk sæti í byrjunarliðinu hjá Hareide í kvöld og lék því byrjunarliðsleik í fyrsta sinn frá því í maí 2021. Hann átti upphaflega bara að spila fyrri hálfleik en hafði þá skorað eitt mark og þurfti annað til að slá markamet landsliðsins, sem hann svo gerði: „Við vildum tíu mínútur í viðbót. Hann vildi ná þessu meti. Það var gott að sjá. Honum leið vel í hálfleik. Við höfðum smá áhyggjur því Freyr, þjálfari hans hjá Lyngby, hefur haft áhyggjur af að hann spili of mikið en þannig er það alltaf. Hann er gæðaleikmaður og gæðamanneskja, og það er gaman að sjá hann skora mörkin eins og hann gerir,“ sagði Hareide. „Stundum er búið að skrifa söguna fyrir fram og mér fannst Gylfi eiga þetta skilið eftir tveggja ára hlé. Þetta var stórkostlegt og mjög gott fyrir hann,“ bætti hann við. Klippa: Hareide eftir leik Segir Gylfa hafa stórkostleg áhrif Hvernig áhrif hefur Gylfi á liðið? „Stórkostleg. Ein ástæða þess að við fengum Gylfa og Aron inn var ekki til að þeir spiluðu margar mínútur heldur vegna þess að það er frábært að hafa svona menn í hópnum. Þeir eru mjög góðir á æfingum, tala við yngri leikmennina og eru tákn þess sem Ísland stóð fyrir þegar allir fóru á EM og HM. Það er svo mikilvægt að hafa svona menn með. Yngri leikmennirnir öðlast meira sjálfstraust og þessir tveir reynsluboltar vita mjög vel hvað þarf að gera inni á vellinum.“ Hareide horfir nú til þess að undirbúa liðið áfram fyrir væntanlegt umspil í mars, þar sem sæti á EM verður í boði. „Ég er ánægður með þróunina á liðinu. Ég hef áhyggjur af því að við fáum mörk of auðveldlega á okkur, eins og þegar Lúxemborg jafnaði. Þetta er andlegt og við þurfum að ráða við að verja forystu okkar. En við erum með svo marga hæfileikaríka leikmenn að framtíðin er björt fyrir Ísland. Þegar við erum með fullan hóp erum við með sterkan hóp og þetta gæti orðið mjög athyglisvert í umspilinu í mars ef við verðum með okkar sterkasta lið.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20 Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55 Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45 Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07 Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Einkunnir Íslands: Gylfi Þór maður leiksins Ísland vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í níundu umferð undankeppni EM 2024. Gylfi Þór var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk og sló markametið. 16. október 2023 21:20
Gylfi Þór: Búinn að dreyma um þetta í eitt og hálft ár Gylfi Þór Sigurðsson viðurkenndi að hann hefði beðið lengi eftir því að bæta markamet íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Það gerði hann í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Íslands á Liechtenstein. 16. október 2023 20:55
Twitter eftir leik: „Okkar allra besti landsliðsmaður“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann öruggan 4-0 sigur gegn Liechtenstein í undankeppni EM 2024 í kvöld. Eins og við var að búast fylgjast íslenskir áhorfendur vel með og láta skiðanir sínar í ljós á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter. 16. október 2023 20:45
Gylfi Þór markahæstur Gylfi Þór Sigurðsson er orðinn markahæsti leikmaður í sögu íslenska karlalandsliðsins. 16. október 2023 19:07
Leik lokið: Ísland - Liechtenstein 4-0 | Gylfi sló metið í stórsigri Gylfi Þór Sigurðsson stal senunni þegar Ísland vann öruggan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í kvöld, 4-0, í undankeppni EM í fótbolta. 16. október 2023 20:40