Ætlar að leggja sig alla fram við söluna Íslandsbanka Atli Ísleifsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 16. október 2023 13:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við embætti fjármála- og efnahagsráðherra í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir ljóst að nýjar áherslur fylgi alltaf nýju fólki. Hún segir óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þetta sagði Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafði komið lyklunum að utanríkisráðuneytinu í hendur Bjarna Benediktssonar. Hún tekur sjálf við lyklunum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45 í dag. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki. Ég hlakka til að máta mig inn í þessi stóru og miklu verkefni á nýjum stað sem hafa líka annars konar tengingu við fólk og skipta allar fjölskyldur máli. Þannig að ég kveð þetta ráðuneyti gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö ár sem ég hef hérna verið þar sem hefur reynt á mikið. Við lifum tíma þar sem reyna mjög á utanríkisþjónustu og utanríkisráðherra, því miður, þar sem það eru að gerast hlutir þar sem minni kynslóð var lofað að myndi ekki gerast aftur. Á nýjum stað taka við stór og mikilvæg verkefni og ég hlakka mikið til,“ segir Þórdís Kolbrún. Ráðherrann segist kveðja utanríkisráðuneytið með miklum söknuði. „Þetta hafa verið stórkostleg tvö ár og í þessu ráðuneyti er einfaldlega ótrúlega framúrskarandi fólk, bæði hérna heima og út um allan heim. Auðvitað eru verkefni sem eru á slíkum skala og hafa þannig áhrif á veröldina alla. Ísland er ekki ónæmt fyrir þeim breytingum. Þannig að þetta hefur verið alveg gríðarlega lærdómsríkt, gefandi og það er mjög góð tilfinning sem fylgir því að finna – það sem maður segir – hefur áhrif á stærri mynd en ég hef nokkru sinni haft áður tækifæri til að hafa áhrif á.“ Tekur sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd Þórdís segist munu taka sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd og að hann fari sjálfur úr nefndinni. Aðspurð um þær raddir sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki vel til þess fallinn að stjórna áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka segir Þórdís að það sé óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á slíku ferli. „Það er auðvitað ákveðin vinna í gangi og ég mun leggja allt kapp á það að klára þá vinnu og gera þetta með sem vönduðustum hætti og með sem flestum. Það er forgangsverkefni að klára þessa sölu þar sem það er það sem er rétt að gera fyrir hagsmuni Íslendinga og ríkissjóðs, að við losum okkur undan þessu eignarhaldi og nýtum þá fjármuni í annað vitsamlegra. En það þarf að gera það almennilega og ég mun leggja mig alla fram í því,“ segir Þórdís Kolbrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Þetta sagði Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu eftir að hún hafði komið lyklunum að utanríkisráðuneytinu í hendur Bjarna Benediktssonar. Hún tekur sjálf við lyklunum að fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 13:45 í dag. „Það fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki. Ég hlakka til að máta mig inn í þessi stóru og miklu verkefni á nýjum stað sem hafa líka annars konar tengingu við fólk og skipta allar fjölskyldur máli. Þannig að ég kveð þetta ráðuneyti gríðarlega þakklát fyrir þessi tvö ár sem ég hef hérna verið þar sem hefur reynt á mikið. Við lifum tíma þar sem reyna mjög á utanríkisþjónustu og utanríkisráðherra, því miður, þar sem það eru að gerast hlutir þar sem minni kynslóð var lofað að myndi ekki gerast aftur. Á nýjum stað taka við stór og mikilvæg verkefni og ég hlakka mikið til,“ segir Þórdís Kolbrún. Ráðherrann segist kveðja utanríkisráðuneytið með miklum söknuði. „Þetta hafa verið stórkostleg tvö ár og í þessu ráðuneyti er einfaldlega ótrúlega framúrskarandi fólk, bæði hérna heima og út um allan heim. Auðvitað eru verkefni sem eru á slíkum skala og hafa þannig áhrif á veröldina alla. Ísland er ekki ónæmt fyrir þeim breytingum. Þannig að þetta hefur verið alveg gríðarlega lærdómsríkt, gefandi og það er mjög góð tilfinning sem fylgir því að finna – það sem maður segir – hefur áhrif á stærri mynd en ég hef nokkru sinni haft áður tækifæri til að hafa áhrif á.“ Tekur sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd Þórdís segist munu taka sæti Bjarna í ríkisfjármálanefnd og að hann fari sjálfur úr nefndinni. Aðspurð um þær raddir sem segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki vel til þess fallinn að stjórna áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka segir Þórdís að það sé óhætt að segja að ekkert í hennar störfum bendi til þess að hún sé ekki fær um að bera ábyrgð á slíku ferli. „Það er auðvitað ákveðin vinna í gangi og ég mun leggja allt kapp á það að klára þá vinnu og gera þetta með sem vönduðustum hætti og með sem flestum. Það er forgangsverkefni að klára þessa sölu þar sem það er það sem er rétt að gera fyrir hagsmuni Íslendinga og ríkissjóðs, að við losum okkur undan þessu eignarhaldi og nýtum þá fjármuni í annað vitsamlegra. En það þarf að gera það almennilega og ég mun leggja mig alla fram í því,“ segir Þórdís Kolbrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Efnahagsmál Tengdar fréttir Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Boðar ekki breytingar í nýju ráðuneyti Nýr utanríkisráðherra segir ekki tímabært að boða breytingar í ráðuneytinu. Fyrstu skref verði að koma sér fyrir og setja sig inn í stöðu mála. 16. október 2023 13:39