Þórsarar skildu Blika eftir í rykinu Snorri Már Vagnsson skrifar 12. október 2023 22:16 Þór vann afar öruggan sigur er liðið mætti Breiðabliki í lokaleik fimmtu umferðar Ljósleiðaradeildarinnar í Counter-Strike í kvöld. Leikmenn stilltu sér upp á Inferno þar sem Breiðablik hóf leik í sókn. Þórsarar hófu leikinn betur í vörninni og tóku fyrstu þrjár loturnar áður en Viruz, leikmaður Breiðabliks átti góð skot úr íbúðunum á A-svæðinu og fann fyrstu sigurlotuna fyrir Breiðablik. Þórsarar voru þó hvergi af baki dottnir og héldu stöðugu forskoti á Blika. Leikmenn Breiðabliks voru duglegir að taka miðjuna á Inferno en það reyndist þeim erfitt að komast inn á sprengjusvæðin tvö. Blikar sigruðu aðeins þrjár lotur til viðbótar í fyrri hálfleik þar sem Þórsarar réðu öllum ríkjum. Staðan í hálfleik: 11-4 Eftir jafna skammbyssulotu voru það Þórsarar sem sigruðu hana og komu sér í 12-4. Áfram voru Þórsarar með jötungrip á leiknum þar sem ekkert virtist ganga upp fyrir Blika. Þórsarar sigurðu allar lotur seinni hálfleiks og tóku þeir því auðveldan sigur gegn Blikum sem halda áfram með slappa byrjun á tímabilinu.Peter, leikmaður Þórsara stóð höfði og herðum ofar en allir aðrir í leiknum og var með 29 fellur. Lokatölur: 16-4 Döpur byrjun Blika á tímabilinu heldur áfram en þeir eru enn í níunda sæti með 2 stig. Þórsarar eru aftur á móti enn í toppbaráttunni og jafna þeir nú Ten5ion og Ármann á stigum með 8 stig hvert. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti
Leikmenn stilltu sér upp á Inferno þar sem Breiðablik hóf leik í sókn. Þórsarar hófu leikinn betur í vörninni og tóku fyrstu þrjár loturnar áður en Viruz, leikmaður Breiðabliks átti góð skot úr íbúðunum á A-svæðinu og fann fyrstu sigurlotuna fyrir Breiðablik. Þórsarar voru þó hvergi af baki dottnir og héldu stöðugu forskoti á Blika. Leikmenn Breiðabliks voru duglegir að taka miðjuna á Inferno en það reyndist þeim erfitt að komast inn á sprengjusvæðin tvö. Blikar sigruðu aðeins þrjár lotur til viðbótar í fyrri hálfleik þar sem Þórsarar réðu öllum ríkjum. Staðan í hálfleik: 11-4 Eftir jafna skammbyssulotu voru það Þórsarar sem sigruðu hana og komu sér í 12-4. Áfram voru Þórsarar með jötungrip á leiknum þar sem ekkert virtist ganga upp fyrir Blika. Þórsarar sigurðu allar lotur seinni hálfleiks og tóku þeir því auðveldan sigur gegn Blikum sem halda áfram með slappa byrjun á tímabilinu.Peter, leikmaður Þórsara stóð höfði og herðum ofar en allir aðrir í leiknum og var með 29 fellur. Lokatölur: 16-4 Döpur byrjun Blika á tímabilinu heldur áfram en þeir eru enn í níunda sæti með 2 stig. Þórsarar eru aftur á móti enn í toppbaráttunni og jafna þeir nú Ten5ion og Ármann á stigum með 8 stig hvert.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti