Skiptar skoðanir um gervigrasið: „Er verið að skoða það?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. október 2023 11:32 Skiptar skoðanir á meðal strákanna sem þó hallast fæstir að gervigrasinu. Hybrid-grasið þykir þá fínasta hugmynd. Samsett/Vísir Skiptar skoðanir eru á meðal landsliðsmanna karlalandsliðsins í fótbolta um hvernig undirlag eigi að vera á Laugardalsvelli. KSÍ stefnir að því að skipta um undirlag í vor en ekki er ljóst hvernig gras verður lagt á völlinn. Breyttar aðstæður eru á Laugardalsvelli vegna aukinna verkefna yfir vetrartímann, bæði hjá landsliðum og íslenskum félagsliðum. Breiðablik leikur sinn síðasta heimaleik í Sambandsdeildinni ekki fyrr en 30. nóvember en að jafnaði eru landsleikir ekki spilaðir hér á landi í gluggum í nóvember og mars þar sem Ísland er skilgreint sem heimsskautasvæði. Enginn undirhiti undir grasfletinum í Laugardal flækir það enn frekar að halda grasi við á köldum vetrarmánuðum hér á landi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði sambandið stefna að því að koma loks undirhita í Laugardalinn í vetur eða vor og þá væri til skoðunar þrír kostir er yfirborðið varðar; gras, hybrid-gras og gervigras. Landsliðsmenn Íslands voru teknir tali og spurðir hvaða kost þeir sæju sem vænlegastan í stöðunni. Klippa: Skiptar skoðanir um völlinn: Er verið að skoða það? Gras, mjög einfalt „Úff... nei, ég vil helst ekki sjá gervigrasið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég vil bara sjá gras á þessum velli. Allir aðrir vellir mega vera með gervigras. En mig langar að þessi völlur sé með gras. Það er bara svo einfalt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sverrir Ingi Ingason viðra þá möguleikann á hybrid-grasi. Slíkt hefur ekki verið nýtt á keppnisvelli hér á landi en er víða erlendis. FH lagði fyrsta hybrid-grasið á landinu í sumar á æfingavöll við hlið Skessunar í Hafnarfirði með það fyrir augum að leggja slíkt á keppnisvöll sinn ef tilraunin gengur upp. „Grasið á bara að vera gott, finnst mér. Það eru auðvitað erfiðar aðstæður núna. En við eigum aldrei glugga í mars og nóvember, það er svolítið strembið alltaf í mars-glugganum að eiga tvo útileiki og síðan tvo útileiki til að klára líka [í nóvember],“ segir Ísak Bergmann og bætir við: „Okkur finnst bara að það eigi að koma nýr völlur, yfirhöfuð. Það er í annarra manna höndum. Við ungu strákarnir erum vanir að spila á gervigrasi og úti á hybrid. Ég held að það sé best að það komi gott gras eins og hybrid. Landsliðsbolti á að vera spilaður á grasi.“ „Er verið að tala um það?“ Sverrir Ingi trúði því vart að gervigras væri yfirhöfuð til skoðunar en segir hybrid líklega bestu lausnina. „Er verið að tala um það, að það sé mögulega að koma gervigras?“ spyr sjokkeraður Sverrir Ingi Ingason. „Ég er ekki sammála því, mér finnst við eiga halda grasvelli hérna eins lengi og mögulegt er meðan það er fundin lausn á því að vera með þessa hybrid-velli. Þá er það engin spurning fyrir mitt leyti. Auðvitað þarf að huga að fleiru, kostnaður og ýmislegt. En meðan það er hægt að spila á grasi kýs ég það alla daga,“ segir Sverrir. Arnór Ingvi Traustason var þá á sama máli og Guðlaugur Victor. Grasið sé ávallt tekið fram yfir gervigras hvað hann varðar. „Ég spila sjálfur [með félagsliði sínu Norrköping] á gervigrasi en myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras. Þetta gras sem er núna á Laugardalsvelli finnst mér frábært og Kiddi (Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri] er að vinna frábæra vinnu þarna sem og það fólk sem vinnur við völlinn. Ég myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras,“ segir Arnór Ingvi. Ummæli landsliðsmannana má sjá í spilaranum að ofan. Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Breyttar aðstæður eru á Laugardalsvelli vegna aukinna verkefna yfir vetrartímann, bæði hjá landsliðum og íslenskum félagsliðum. Breiðablik leikur sinn síðasta heimaleik í Sambandsdeildinni ekki fyrr en 30. nóvember en að jafnaði eru landsleikir ekki spilaðir hér á landi í gluggum í nóvember og mars þar sem Ísland er skilgreint sem heimsskautasvæði. Enginn undirhiti undir grasfletinum í Laugardal flækir það enn frekar að halda grasi við á köldum vetrarmánuðum hér á landi. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, sagði sambandið stefna að því að koma loks undirhita í Laugardalinn í vetur eða vor og þá væri til skoðunar þrír kostir er yfirborðið varðar; gras, hybrid-gras og gervigras. Landsliðsmenn Íslands voru teknir tali og spurðir hvaða kost þeir sæju sem vænlegastan í stöðunni. Klippa: Skiptar skoðanir um völlinn: Er verið að skoða það? Gras, mjög einfalt „Úff... nei, ég vil helst ekki sjá gervigrasið ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég vil bara sjá gras á þessum velli. Allir aðrir vellir mega vera með gervigras. En mig langar að þessi völlur sé með gras. Það er bara svo einfalt,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson. Ísak Bergmann Jóhannesson og Sverrir Ingi Ingason viðra þá möguleikann á hybrid-grasi. Slíkt hefur ekki verið nýtt á keppnisvelli hér á landi en er víða erlendis. FH lagði fyrsta hybrid-grasið á landinu í sumar á æfingavöll við hlið Skessunar í Hafnarfirði með það fyrir augum að leggja slíkt á keppnisvöll sinn ef tilraunin gengur upp. „Grasið á bara að vera gott, finnst mér. Það eru auðvitað erfiðar aðstæður núna. En við eigum aldrei glugga í mars og nóvember, það er svolítið strembið alltaf í mars-glugganum að eiga tvo útileiki og síðan tvo útileiki til að klára líka [í nóvember],“ segir Ísak Bergmann og bætir við: „Okkur finnst bara að það eigi að koma nýr völlur, yfirhöfuð. Það er í annarra manna höndum. Við ungu strákarnir erum vanir að spila á gervigrasi og úti á hybrid. Ég held að það sé best að það komi gott gras eins og hybrid. Landsliðsbolti á að vera spilaður á grasi.“ „Er verið að tala um það?“ Sverrir Ingi trúði því vart að gervigras væri yfirhöfuð til skoðunar en segir hybrid líklega bestu lausnina. „Er verið að tala um það, að það sé mögulega að koma gervigras?“ spyr sjokkeraður Sverrir Ingi Ingason. „Ég er ekki sammála því, mér finnst við eiga halda grasvelli hérna eins lengi og mögulegt er meðan það er fundin lausn á því að vera með þessa hybrid-velli. Þá er það engin spurning fyrir mitt leyti. Auðvitað þarf að huga að fleiru, kostnaður og ýmislegt. En meðan það er hægt að spila á grasi kýs ég það alla daga,“ segir Sverrir. Arnór Ingvi Traustason var þá á sama máli og Guðlaugur Victor. Grasið sé ávallt tekið fram yfir gervigras hvað hann varðar. „Ég spila sjálfur [með félagsliði sínu Norrköping] á gervigrasi en myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras. Þetta gras sem er núna á Laugardalsvelli finnst mér frábært og Kiddi (Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri] er að vinna frábæra vinnu þarna sem og það fólk sem vinnur við völlinn. Ég myndi alltaf velja gras fram yfir gervigras,“ segir Arnór Ingvi. Ummæli landsliðsmannana má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið karla í fótbolta Laugardalsvöllur Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira