Líknarmeðferð - ekki bara fyrir deyjandi Freyja Dís Karlsdóttir og Ólöf Ásdís Ólafsdóttir skrifa 11. október 2023 09:01 Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknarmeðferð á raunar ekki bara við þegar um illkynja sjúkdóma er að ræða heldur á hún við fyrir öll sem glíma við langvinna lífsógnandi sjúkdóma og má þar nefna auk krabbameina, langvinna lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Markmið líknarmeðferðar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr vanlíðan sem fylgir alvarlegum veikindum og styðja við bestu mögulegu lífsgæði sjúklinga og fjölskyldu þeirra, óháð sjúkdómsgreiningu, sjúkdómsstigi eða annarri meðferð. Líknarmeðferð er einstaklingsmiðuð heildræn meðferð sem þýðir að horft er til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, heildræn í þeim skilningi að líkamlegir, sálrænir, félagslegir og andlegir þættir eru metnir og þeim sinnt eins og kostur er. Áherslur líknarmeðferðar snúa einnig að fjölskyldu sjúklings þar sem vitað er að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla í fjölskyldunni. Það er enginn heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur einn að því að mæta fjölbreyttum og oft flóknum þörfum sjúklings og fjölskyldu hans, til þess þarf hóp starfsfólks með mismunandi bakgrunn, oftast kallað þverfaglegt teymi. Í slíkri teymisvinnu er unnið að því að meta þarfir og einkenni sjúklings og fjölskyldu og unnið að því að veita þjónustu sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Líknarmeðferð getur átt við tímabundið þegar einstaklingur er að glíma við erfið einkenni af völdum meðferðar við læknanlegum sjúkdómum en einnig þegar að um lífslengjandi meðferð er að ræða. Markmið er alltaf að bæta lífsgæði einstaklingsins með þeim aðferðum sem líknarmeðferð hefur uppá að bjóða. Þegar ljóst er að sjúklingur á skammt eftir ólifað er vægi líknarmeðferðar hvað mest Gerður er greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. Allt heilbrigðisstarfsfólk á að hafa grunnþekkingu á líknarmeðferð og geta veitt aðstoð og stuðning við sjúklinga og fjölskyldur að lifa með alvarlega og/ eða versnandi sjúkdóma. Í sérhæfðri líknarmeðferð er áherslan á að sinna sjúklingum með erfið, fjölþætt og flókin einkenni hvort sem þau eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum, trúarlegum eða tilvistarlegum toga. Á Landspítala er sérhæfð líknarmeðferð veitt á Líknardeild í Kópavogi, af líknarráðgjafateymi sem sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans og hjá HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Þá er sérhæfð líknarmeðferð einnig veitt af Heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Nýjir meðferðarmöguleikar í meðhöndlun sjúkdóma eru sífellt að koma fram og mörg lifa mun lengur en áður með sínum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgir. Sá hópur fer sífellt stækkandi. Með aðferðum líknarmeðferðar sem beinast m.a. að mati á einkennum og meðhöndlun þeirra má draga úr því álagi sem einstaklingar með lífsógnandi sjúkdóma upplifa og bæta þannig lífsgæði þeirra. Það er mikilvægt að við öll höfum réttar upplýsingar um líknarmeðferð og hver ávinningur hennar getur verið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra því líklegt er að mörg muni á einhverjum tímapunkti þurfa á líknarþjónustu að halda fyrir sig eða ástvini sína. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Líknardeild Landspítala í Kópavogi og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Líknarmeðferð er hugtak sem margir tengja við yfirvofandi lífslok einstaklinga með illkynja sjúkdóma, þegar „ekkert er lengur hægt að gera”. En staðreyndin er sú að líknarmeðferð er mun meira en meðferð við lok lífs og margt hægt að gera til að bæta líðan og efla lífsgæði. Líknarmeðferð á raunar ekki bara við þegar um illkynja sjúkdóma er að ræða heldur á hún við fyrir öll sem glíma við langvinna lífsógnandi sjúkdóma og má þar nefna auk krabbameina, langvinna lungnasjúkdóma, taugasjúkdóma og hjartasjúkdóma. Markmið líknarmeðferðar er að sjá fyrir, fyrirbyggja og draga úr vanlíðan sem fylgir alvarlegum veikindum og styðja við bestu mögulegu lífsgæði sjúklinga og fjölskyldu þeirra, óháð sjúkdómsgreiningu, sjúkdómsstigi eða annarri meðferð. Líknarmeðferð er einstaklingsmiðuð heildræn meðferð sem þýðir að horft er til einstaklingsbundinna þarfa hvers og eins, heildræn í þeim skilningi að líkamlegir, sálrænir, félagslegir og andlegir þættir eru metnir og þeim sinnt eins og kostur er. Áherslur líknarmeðferðar snúa einnig að fjölskyldu sjúklings þar sem vitað er að alvarleg veikindi í fjölskyldu hafa áhrif á alla í fjölskyldunni. Það er enginn heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur einn að því að mæta fjölbreyttum og oft flóknum þörfum sjúklings og fjölskyldu hans, til þess þarf hóp starfsfólks með mismunandi bakgrunn, oftast kallað þverfaglegt teymi. Í slíkri teymisvinnu er unnið að því að meta þarfir og einkenni sjúklings og fjölskyldu og unnið að því að veita þjónustu sem er sniðið að þörfum hvers og eins. Líknarmeðferð getur átt við tímabundið þegar einstaklingur er að glíma við erfið einkenni af völdum meðferðar við læknanlegum sjúkdómum en einnig þegar að um lífslengjandi meðferð er að ræða. Markmið er alltaf að bæta lífsgæði einstaklingsins með þeim aðferðum sem líknarmeðferð hefur uppá að bjóða. Þegar ljóst er að sjúklingur á skammt eftir ólifað er vægi líknarmeðferðar hvað mest Gerður er greinarmunur á almennri og sérhæfðri líknarmeðferð. Allt heilbrigðisstarfsfólk á að hafa grunnþekkingu á líknarmeðferð og geta veitt aðstoð og stuðning við sjúklinga og fjölskyldur að lifa með alvarlega og/ eða versnandi sjúkdóma. Í sérhæfðri líknarmeðferð er áherslan á að sinna sjúklingum með erfið, fjölþætt og flókin einkenni hvort sem þau eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum, trúarlegum eða tilvistarlegum toga. Á Landspítala er sérhæfð líknarmeðferð veitt á Líknardeild í Kópavogi, af líknarráðgjafateymi sem sem veitir ráðgjöf innan og utan spítalans og hjá HERU sérhæfðri líknarheimaþjónustu. Þá er sérhæfð líknarmeðferð einnig veitt af Heimahlynningu Sjúkrahússins á Akureyri (SAK). Nýjir meðferðarmöguleikar í meðhöndlun sjúkdóma eru sífellt að koma fram og mörg lifa mun lengur en áður með sínum sjúkdómi og þeim einkennum sem honum fylgir. Sá hópur fer sífellt stækkandi. Með aðferðum líknarmeðferðar sem beinast m.a. að mati á einkennum og meðhöndlun þeirra má draga úr því álagi sem einstaklingar með lífsógnandi sjúkdóma upplifa og bæta þannig lífsgæði þeirra. Það er mikilvægt að við öll höfum réttar upplýsingar um líknarmeðferð og hver ávinningur hennar getur verið fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra því líklegt er að mörg muni á einhverjum tímapunkti þurfa á líknarþjónustu að halda fyrir sig eða ástvini sína. Greinin er skrifuð til að vekja athygli á alþjóðlegum degi líknarmeðferðar sem haldinn er 14. október. Yfirskrift dagsins er: Samfélag umhyggju. Stöndum saman um líknarmeðferð. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar á Líknardeild Landspítala í Kópavogi og í stjórn Lífsins, samtaka um líknarmeðferð.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun