Umdeilt hvort Bjarni sé að axla ábyrgð Jón Þór Stefánsson skrifar 10. október 2023 17:44 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, ræddu um afsögn Bjarna Benediktssonar. Vísir/Vilhelm Hvort að Bjarni Benediktsson sé að axla pólitíska ábyrgð með afsögn sinni var á meðal þess sem var rætt í Pallborðinu á Vísi í dag. Fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins segir það eiga eftir að koma í ljós. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir Bjarna hafa axlað ábyrgð. Stjórnmálafræðingur segir það matsatriði. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir álit umboðsmanns Alþingis ekki hafa komið sér á óvart. Hann hafi talið frá upphafi að stjórnsýslulög hafi verið brotin við Íslandsbankasöluna. Hins vegar veltir hann fyrir sér þýðingu afsagnar Bjarna. „Hvað hefur í raun og veru gerst?“ spyr Þorsteinn. „Það ekki enn komið í ljós að ráðherra hafi axlað ábyrgð. Það er enn opið að þetta sé bara tilefni til stólaskipta innan ríkisstjórnarinnar. Þá verður nú varla sagt að menn séu að axla ábyrgð, heldur bara að nota tilefnið til að skipta um ráðuneyti sem gat vel verið að menn hafi haft augastað á,“ Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur segir það matsatriði hvort að Bjarni hafi axlað ábyrgð með afsögn sinni, slíkt sé umdeilanlegt.Vísir/Vilhelm Spurður út í hvort Bjarni myndi axla ábyrgð með því að skipta um ráðuneyti segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, að það sé matsatriði. „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð? Stundum hafa menn sagt, vegna þess að það er frekar óalgengt í íslenska kerfinu að menn axli ábyrgð með því að segja af sér, að hin raunverulega pólitíska ábyrgð sé í kosningum. Þar geti kjósendur refsað ráðherrum,“ segir Ólafur Hann bendir á að það sé ansi ólíkt því sem tíðkist í nágrannalöndunum þar sem afsagnir séu talsvert algengari. „Jafnvel þó Þorsteinn vilji bara kalla þetta hrókeringar þá er afsögn að þessu tagi óvenjuleg í íslensku samfélagi,“ segir Ólafur. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er á öðru máli en Þorsteinn. „Mig langar að fá að nefna í þessu samhengi að enginn þurfi að velkjast í vafa um að þessi ákvörðun er ekki einhvers konar hrókering,“ segir hún. Jafnframt heldur Hildur því fram að Bjarni sé með ákvörðun sinni að axla ábyrgð. Hún sagði sérstakt að velta því fyrir sér að svo væri mögulega ekki. „Atburðir morgunsins eru þeir að Bjarni Benediktsson er að bera ábyrgð á þessari niðurstöðu,“ segir Hildur og Þorsteinn skýtur inn í: „Það fer eftir því hvað hann gerir,“ og Hildur svarar: „Þar erum við ekki sammála,“ „Það eru ekki auðveld skref fyrir Bjarna að stíga út úr þessu ráðuneyti sem hann brennur fyrir,“ segir Hildur. Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Tengdar fréttir Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir álit umboðsmanns Alþingis ekki hafa komið sér á óvart. Hann hafi talið frá upphafi að stjórnsýslulög hafi verið brotin við Íslandsbankasöluna. Hins vegar veltir hann fyrir sér þýðingu afsagnar Bjarna. „Hvað hefur í raun og veru gerst?“ spyr Þorsteinn. „Það ekki enn komið í ljós að ráðherra hafi axlað ábyrgð. Það er enn opið að þetta sé bara tilefni til stólaskipta innan ríkisstjórnarinnar. Þá verður nú varla sagt að menn séu að axla ábyrgð, heldur bara að nota tilefnið til að skipta um ráðuneyti sem gat vel verið að menn hafi haft augastað á,“ Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur segir það matsatriði hvort að Bjarni hafi axlað ábyrgð með afsögn sinni, slíkt sé umdeilanlegt.Vísir/Vilhelm Spurður út í hvort Bjarni myndi axla ábyrgð með því að skipta um ráðuneyti segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, að það sé matsatriði. „Hvað er að axla pólitíska ábyrgð? Stundum hafa menn sagt, vegna þess að það er frekar óalgengt í íslenska kerfinu að menn axli ábyrgð með því að segja af sér, að hin raunverulega pólitíska ábyrgð sé í kosningum. Þar geti kjósendur refsað ráðherrum,“ segir Ólafur Hann bendir á að það sé ansi ólíkt því sem tíðkist í nágrannalöndunum þar sem afsagnir séu talsvert algengari. „Jafnvel þó Þorsteinn vilji bara kalla þetta hrókeringar þá er afsögn að þessu tagi óvenjuleg í íslensku samfélagi,“ segir Ólafur. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, er á öðru máli en Þorsteinn. „Mig langar að fá að nefna í þessu samhengi að enginn þurfi að velkjast í vafa um að þessi ákvörðun er ekki einhvers konar hrókering,“ segir hún. Jafnframt heldur Hildur því fram að Bjarni sé með ákvörðun sinni að axla ábyrgð. Hún sagði sérstakt að velta því fyrir sér að svo væri mögulega ekki. „Atburðir morgunsins eru þeir að Bjarni Benediktsson er að bera ábyrgð á þessari niðurstöðu,“ segir Hildur og Þorsteinn skýtur inn í: „Það fer eftir því hvað hann gerir,“ og Hildur svarar: „Þar erum við ekki sammála,“ „Það eru ekki auðveld skref fyrir Bjarna að stíga út úr þessu ráðuneyti sem hann brennur fyrir,“ segir Hildur.
Afsögn Bjarna sem fjármálaráðherra Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Tengdar fréttir Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58 Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37 Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra. 10. október 2023 14:58
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins heyrðu tíðindin á sama tíma og þjóðin Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins heyrði fréttirnar af afsögn Bjarna Benediktssonar á sama tíma og aðrir, þegar hann tilkynnti hana á Blaðamannafundi í morgun. Hann hafði þó greint frá áliti umboðsmanns Alþingis á fundi með þingflokknum í morgun. 10. október 2023 11:37
Bjarni segir af sér sem fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 10. október 2023 10:47