„Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2023 20:01 Óskar Logi Ágústsson, stofnaði Vintage Caravan árið 2006 þegar hann var tólf ára gamall. Sveitin er enn starfandi og er fræg víða um heim. Vísir/Vilhelm Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Vintage Caravan, segist í eitt sinn hafa verið hræddur þegar aðdáendur börðu hann augum í fyrsta skiptið þar sem hann var staddur á tónleikaferðalagi í Mexíkó. Það hafi verið eina skiptið sem hann hafi hræðst. Óskar Logi segir frá þessu í Einkalífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymisveitum í hlaðvarpsformi. Þar ræðir Óskar barnæskuna, hvernig það er að vera stórstjarna í útlöndum en einnig sviplegt fráfall eldri bróður hans sem hefur haft mikil áhrif á hann. Nýkominn úr tónleikaferð um Suður-Ameríku „Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir aðdáendur hafa verið gríðarlega þakkláta fyrir komu sveitarinnar. „Það var fólk að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitthvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“ Það er bara þannig? „Það er bara svoleiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara einhver rauðhaus á Álftanesi,“ segir Óskar hlæjandi. Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar. Hann segist reka minni til þess þegar aðdáendur hafi fengið að hitta hljómsveitarmeðlimi Vintage Caravan að loknum tónleikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúmlega 300 manna hópi. „Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tónleika, að taka myndir og áritanir og eitthvað,“ segir Óskar. „Í Mexíkó þá var einhver hringstigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einnhver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitthvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu einhverjir tveir jakkafataklæddir öryggisverðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassaleikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var nýbúinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Einkalífið Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Óskar Logi segir frá þessu í Einkalífinu á Vísi. Þáttinn má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan en hann er einnig að finna á helstu streymisveitum í hlaðvarpsformi. Þar ræðir Óskar barnæskuna, hvernig það er að vera stórstjarna í útlöndum en einnig sviplegt fráfall eldri bróður hans sem hefur haft mikil áhrif á hann. Nýkominn úr tónleikaferð um Suður-Ameríku „Við vorum í sex löndum. Þetta var Brasilía, Argentína, Síle, Kosta-Ríka, Kólumbía og Mexíkó,“ segir Óskar. Hann segir aðdáendur hafa verið gríðarlega þakkláta fyrir komu sveitarinnar. „Það var fólk að bíða eftir okkur á flugvöllum, bíða eftir okkur á hótelum. Fók var að gráta þegar það hitti okkur og eitthvað sem við erum ekki vanir neins staðar annars staðar.“ Það er bara þannig? „Það er bara svoleiðis. Mér líður alltaf eins og ég sé að skrökva þegar ég segi frá þessu, af því að ég er bara einhver rauðhaus á Álftanesi,“ segir Óskar hlæjandi. Óskar Logi segir aðdáendur allajafna gríðarlega spennta að fá að hitta meðlimi sveitarinnar. Hann segist reka minni til þess þegar aðdáendur hafi fengið að hitta hljómsveitarmeðlimi Vintage Caravan að loknum tónleikum í Mexíkó. Þá hafi orðið uppi fótur og fit í rúmlega 300 manna hópi. „Þetta er eina skiptið sem ég hef orðið hræddur á ævinni. Við förum alltaf beint að spjalla við fólk eftir tónleika, að taka myndir og áritanir og eitthvað,“ segir Óskar. „Í Mexíkó þá var einhver hringstigi aftast í salnum og ég kem þarna fyrstur. Einnhver einn spottar mig og svo koma 300 manns eða eitthvað og hlaupa að mér og byrja að kremja mig upp að vegg. Það þurftu einhverjir tveir jakkafataklæddir öryggisverðir að koma og ýta fólki í burtu. Þarna vildi fólk verða fyrst með mér á mynd. Svo kom Alexander bassaleikari niður stigann og þá ýtti gæi sem var nýbúinn að fá mynd með mér mér til hliðar til að fá mynd af honum,“ segir Óskar hlæjandi. Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Einkalífið Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira