Nám snýst um breytingar Arnar Óskarsson skrifar 3. október 2023 09:00 Nýjar upplýsingar geta valdið því að eldri kerfi verði úrelt, og ný kerfi komi í staðinn. Tölvur og snjallsímar hafa breytt til dæmis bankaþjónustu og skólum. Sama gildir um gervigreind, rafskutlur og rafhjól sem breyta einu og öðru. Nám er ferli þar sem nemendur vinna með upplýsingar, tengja þær við það sem þeir vita og skapa þannig nýja þekkingu. Allir áfangar í málaradeild Tækniskólans voru lagðir niður og eftir stóðu 98 verkefni. Nemandinn byrjar á verkefni nr. 1 og vinnur sig áfram að verkefni nr. 98. Hægt er að taka námið í hefðbundnu dagnámi eða með vinnu og þá í kvöldnámi eða í fjarnámi ef viðkomandi býr fjarri höfuðborgarsvæðinu. Málaraiðn er löggilt iðngrein og meðalnámstími er fjögur ár. Oftast fjórar annir í skóla og vinnustaðanám að hámarki 96 vikur hjá fyrirtæki/iðnmeistara. Nemendur þurfa að tileinka sér 14 hæfnisviðmið málaraiðnar. Þegar náminu er lokið og fer nemandinn í sveinspróf. Rafrænar ferilbækur halda utan um námsframvindu iðnnema. Ferilbækurnar eru um leið samskiptavettvangur nemandans, skólans og vinnustaðarins þar sem starfsnámið fer fram og einfaldar allt utan um hald og skýrir ábyrgð hvers og eins. Kennarar í málaradeild Byggingatækniskólans hafa farið frá því að vera þeir sem stjórna námi nemenda yfir í að setja sig í spor nemenda, hvernig þeir læra, og leiðbeina þeim þar sem þeir eru staddir. Nemendur eru hvattir til að vera aktívír í náminu, rannsaka og skapa. Markmið kennslunnar er að auka þekkingu, færni og hæfni nemenda. Í könnun sem gerð var í febrúar síðast liðnum og styrkt var af KÍ kom meðal annars í ljós að verkefnin í skóla eru oftast skýr og auka færni og veita ánægju. Það hefur áhrif á það hvernig nemendur vinna saman við að leysa verkefnin. Sjá niðurstöður. Með nýju fyrirkomulagi í verkefnastýrðu námi í málaraiðn geta nemendur nú stundað námið á sínum forsendum og á sínum hraða. Nemandinn er þekkingarsmiður og nýtir námið til að breyta heiminum. Höfundur er kennari í málaradeild Tækniskólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýjar upplýsingar geta valdið því að eldri kerfi verði úrelt, og ný kerfi komi í staðinn. Tölvur og snjallsímar hafa breytt til dæmis bankaþjónustu og skólum. Sama gildir um gervigreind, rafskutlur og rafhjól sem breyta einu og öðru. Nám er ferli þar sem nemendur vinna með upplýsingar, tengja þær við það sem þeir vita og skapa þannig nýja þekkingu. Allir áfangar í málaradeild Tækniskólans voru lagðir niður og eftir stóðu 98 verkefni. Nemandinn byrjar á verkefni nr. 1 og vinnur sig áfram að verkefni nr. 98. Hægt er að taka námið í hefðbundnu dagnámi eða með vinnu og þá í kvöldnámi eða í fjarnámi ef viðkomandi býr fjarri höfuðborgarsvæðinu. Málaraiðn er löggilt iðngrein og meðalnámstími er fjögur ár. Oftast fjórar annir í skóla og vinnustaðanám að hámarki 96 vikur hjá fyrirtæki/iðnmeistara. Nemendur þurfa að tileinka sér 14 hæfnisviðmið málaraiðnar. Þegar náminu er lokið og fer nemandinn í sveinspróf. Rafrænar ferilbækur halda utan um námsframvindu iðnnema. Ferilbækurnar eru um leið samskiptavettvangur nemandans, skólans og vinnustaðarins þar sem starfsnámið fer fram og einfaldar allt utan um hald og skýrir ábyrgð hvers og eins. Kennarar í málaradeild Byggingatækniskólans hafa farið frá því að vera þeir sem stjórna námi nemenda yfir í að setja sig í spor nemenda, hvernig þeir læra, og leiðbeina þeim þar sem þeir eru staddir. Nemendur eru hvattir til að vera aktívír í náminu, rannsaka og skapa. Markmið kennslunnar er að auka þekkingu, færni og hæfni nemenda. Í könnun sem gerð var í febrúar síðast liðnum og styrkt var af KÍ kom meðal annars í ljós að verkefnin í skóla eru oftast skýr og auka færni og veita ánægju. Það hefur áhrif á það hvernig nemendur vinna saman við að leysa verkefnin. Sjá niðurstöður. Með nýju fyrirkomulagi í verkefnastýrðu námi í málaraiðn geta nemendur nú stundað námið á sínum forsendum og á sínum hraða. Nemandinn er þekkingarsmiður og nýtir námið til að breyta heiminum. Höfundur er kennari í málaradeild Tækniskólans.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar