Nám snýst um breytingar Arnar Óskarsson skrifar 3. október 2023 09:00 Nýjar upplýsingar geta valdið því að eldri kerfi verði úrelt, og ný kerfi komi í staðinn. Tölvur og snjallsímar hafa breytt til dæmis bankaþjónustu og skólum. Sama gildir um gervigreind, rafskutlur og rafhjól sem breyta einu og öðru. Nám er ferli þar sem nemendur vinna með upplýsingar, tengja þær við það sem þeir vita og skapa þannig nýja þekkingu. Allir áfangar í málaradeild Tækniskólans voru lagðir niður og eftir stóðu 98 verkefni. Nemandinn byrjar á verkefni nr. 1 og vinnur sig áfram að verkefni nr. 98. Hægt er að taka námið í hefðbundnu dagnámi eða með vinnu og þá í kvöldnámi eða í fjarnámi ef viðkomandi býr fjarri höfuðborgarsvæðinu. Málaraiðn er löggilt iðngrein og meðalnámstími er fjögur ár. Oftast fjórar annir í skóla og vinnustaðanám að hámarki 96 vikur hjá fyrirtæki/iðnmeistara. Nemendur þurfa að tileinka sér 14 hæfnisviðmið málaraiðnar. Þegar náminu er lokið og fer nemandinn í sveinspróf. Rafrænar ferilbækur halda utan um námsframvindu iðnnema. Ferilbækurnar eru um leið samskiptavettvangur nemandans, skólans og vinnustaðarins þar sem starfsnámið fer fram og einfaldar allt utan um hald og skýrir ábyrgð hvers og eins. Kennarar í málaradeild Byggingatækniskólans hafa farið frá því að vera þeir sem stjórna námi nemenda yfir í að setja sig í spor nemenda, hvernig þeir læra, og leiðbeina þeim þar sem þeir eru staddir. Nemendur eru hvattir til að vera aktívír í náminu, rannsaka og skapa. Markmið kennslunnar er að auka þekkingu, færni og hæfni nemenda. Í könnun sem gerð var í febrúar síðast liðnum og styrkt var af KÍ kom meðal annars í ljós að verkefnin í skóla eru oftast skýr og auka færni og veita ánægju. Það hefur áhrif á það hvernig nemendur vinna saman við að leysa verkefnin. Sjá niðurstöður. Með nýju fyrirkomulagi í verkefnastýrðu námi í málaraiðn geta nemendur nú stundað námið á sínum forsendum og á sínum hraða. Nemandinn er þekkingarsmiður og nýtir námið til að breyta heiminum. Höfundur er kennari í málaradeild Tækniskólans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Nýjar upplýsingar geta valdið því að eldri kerfi verði úrelt, og ný kerfi komi í staðinn. Tölvur og snjallsímar hafa breytt til dæmis bankaþjónustu og skólum. Sama gildir um gervigreind, rafskutlur og rafhjól sem breyta einu og öðru. Nám er ferli þar sem nemendur vinna með upplýsingar, tengja þær við það sem þeir vita og skapa þannig nýja þekkingu. Allir áfangar í málaradeild Tækniskólans voru lagðir niður og eftir stóðu 98 verkefni. Nemandinn byrjar á verkefni nr. 1 og vinnur sig áfram að verkefni nr. 98. Hægt er að taka námið í hefðbundnu dagnámi eða með vinnu og þá í kvöldnámi eða í fjarnámi ef viðkomandi býr fjarri höfuðborgarsvæðinu. Málaraiðn er löggilt iðngrein og meðalnámstími er fjögur ár. Oftast fjórar annir í skóla og vinnustaðanám að hámarki 96 vikur hjá fyrirtæki/iðnmeistara. Nemendur þurfa að tileinka sér 14 hæfnisviðmið málaraiðnar. Þegar náminu er lokið og fer nemandinn í sveinspróf. Rafrænar ferilbækur halda utan um námsframvindu iðnnema. Ferilbækurnar eru um leið samskiptavettvangur nemandans, skólans og vinnustaðarins þar sem starfsnámið fer fram og einfaldar allt utan um hald og skýrir ábyrgð hvers og eins. Kennarar í málaradeild Byggingatækniskólans hafa farið frá því að vera þeir sem stjórna námi nemenda yfir í að setja sig í spor nemenda, hvernig þeir læra, og leiðbeina þeim þar sem þeir eru staddir. Nemendur eru hvattir til að vera aktívír í náminu, rannsaka og skapa. Markmið kennslunnar er að auka þekkingu, færni og hæfni nemenda. Í könnun sem gerð var í febrúar síðast liðnum og styrkt var af KÍ kom meðal annars í ljós að verkefnin í skóla eru oftast skýr og auka færni og veita ánægju. Það hefur áhrif á það hvernig nemendur vinna saman við að leysa verkefnin. Sjá niðurstöður. Með nýju fyrirkomulagi í verkefnastýrðu námi í málaraiðn geta nemendur nú stundað námið á sínum forsendum og á sínum hraða. Nemandinn er þekkingarsmiður og nýtir námið til að breyta heiminum. Höfundur er kennari í málaradeild Tækniskólans.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar