Átt þú barn með ADHD? Hólmfríður Árnadóttir skrifar 28. september 2023 07:01 Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna. Að þau sem eru okkur dýrmætust og um leið viðkvæmust fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa og að biðlistar eftir greiningum lengist stöðugt þrátt fyrir oft og tíðum fögur fyrirheit stjórnvalda um annað. Biðlistar Nú eru 1672 börn á biðlista eftir greiningu, flest bíða eftir ADHD greiningu eða 802 börn (Umboðsmaður barna sept. 2023). Biðlistar eftir greiningum hafa aldrei verið lengri og fyrir ung börn skiptir það öllu máli að snemma sé tekið á málum og þau fái þjónustu við hæfi. Þriggja til fjögurra ára dvöl á biðlista getur staðið þroska barna algerlega fyrir þrifum, bugað þau og fjölskyldur þeirra þegar mikil þjónustuþörf er til staðar. Ef við viljum hafa þá hugmyndafræði að leiðarljósi að öll börn skipti máli, að öll börn eigi að fá þjónustu við hæfi og að öll börn eigi að hafa kost á farsælu lífi þar sem hlúð er að geðheilsu þeirra á viðeigandi hátt þarf að bregðast skjótt við. Því þegar almenna heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna þessum verkefnum eru mörg knúin til að leita annað. Einkastofur vinna greiningar sem kosta hundruði þúsunda. Einkareknar sálfræðistofur taka rúmlega tuttugu þúsund á tímann fyrir sálfræðiaðstoð barna. Oft þarf að koma vikulega þegar bregðast á við og þessi þjónusta er ekki niðurgreidd. Það sér hver manneskja að þetta umhverfi er algerlega óboðlegt börnum og fjölskyldum þeirra. Yfirvöld vita samt að pottur er brotinn og aðgerða sé þörf og geta á engan hátt borið fyrir sig að upplýsingar um stöðuna skorti. Þjónustuskortur Nú þarf að hrista upp í öllum ferlum og vinna markvisst að úrbótum á dapurlegum niðurstöðum skýrslunnar hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, því fyrr verða engar almennilegar aðgerðir. Í skýrslunni stendur að óásættanlega löng bið sé eftir sumum úrræðum. Skortur sé á skilgreindu verklagi fyrir boðleiðir milli þjónustuaðila og þjónustustiga og fjölmargar hindranir við lýði sem gera kerfið flókið, óskilvirkt og götótt. Þar er sagt að yfirfærsla milli stiga gangi illa, hlutverk séu óljós og skilningur misjafn enda engir vegvísar sem hægt er að styðjast við. Skilningur á því hvar þjónusta á heima er ólíkur og skortur á samráði, samtali og samvinnu milli stofnanna. Þarna fá þjónustustofnanir falleinkunn sem bregðst þarf við en stefið er vissulega gamalkunnugt og fréttirnar ekki nýjar. Aðgerðir! Bregðast þarf við með framkvæmdum og fjármagni sem aldrei fyrr. Sjá til þess að biðstími sé styttur niður í fáa mánuði og að greininga- og sálfræðiþjónustu sé niðurgreidd fyrir börn og ungmenni. Börnunum okkar líður sífellt verr líkt og rannsóknir sýna fram á. Líðan barna með sérþarfir er marktækt síðri hvað snertir almenna líðan, sjálfsmynd, heilsu, félagatengsl, skólalíðan og samskipti við fjölskyldu. Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða núna þarf að gera það síðar með enn fjölþættari þjónustu, tilheyrandi umfangi og kostnaði, já og mikilli vanlíðan ungs fólks sem heilbrigðiskerfið hefur svikið. Það hafa dæmin margoft sýnt okkur. Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er leik- og grunnskólakennari og hefur komið að þjónustu ótal barna sem biðu og bíða enn eftir greiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hólmfríður Árnadóttir ADHD Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Margir foreldrar geta ekki svarað þessari spurningu, þó þau gruni sterklega svarið, því börnin þeirra eru föst á biðlista og mörg hver í mikilli þörf á þjónustu. Það er sárt að horfa upp á þessa vangetu heilbrigðiskerfisins er snýr að geðheilbrigðisþjónustu barna. Að þau sem eru okkur dýrmætust og um leið viðkvæmust fái ekki þá þjónustu sem þau þurfa og að biðlistar eftir greiningum lengist stöðugt þrátt fyrir oft og tíðum fögur fyrirheit stjórnvalda um annað. Biðlistar Nú eru 1672 börn á biðlista eftir greiningu, flest bíða eftir ADHD greiningu eða 802 börn (Umboðsmaður barna sept. 2023). Biðlistar eftir greiningum hafa aldrei verið lengri og fyrir ung börn skiptir það öllu máli að snemma sé tekið á málum og þau fái þjónustu við hæfi. Þriggja til fjögurra ára dvöl á biðlista getur staðið þroska barna algerlega fyrir þrifum, bugað þau og fjölskyldur þeirra þegar mikil þjónustuþörf er til staðar. Ef við viljum hafa þá hugmyndafræði að leiðarljósi að öll börn skipti máli, að öll börn eigi að fá þjónustu við hæfi og að öll börn eigi að hafa kost á farsælu lífi þar sem hlúð er að geðheilsu þeirra á viðeigandi hátt þarf að bregðast skjótt við. Því þegar almenna heilbrigðiskerfið nær ekki að sinna þessum verkefnum eru mörg knúin til að leita annað. Einkastofur vinna greiningar sem kosta hundruði þúsunda. Einkareknar sálfræðistofur taka rúmlega tuttugu þúsund á tímann fyrir sálfræðiaðstoð barna. Oft þarf að koma vikulega þegar bregðast á við og þessi þjónusta er ekki niðurgreidd. Það sér hver manneskja að þetta umhverfi er algerlega óboðlegt börnum og fjölskyldum þeirra. Yfirvöld vita samt að pottur er brotinn og aðgerða sé þörf og geta á engan hátt borið fyrir sig að upplýsingar um stöðuna skorti. Þjónustuskortur Nú þarf að hrista upp í öllum ferlum og vinna markvisst að úrbótum á dapurlegum niðurstöðum skýrslunnar hlutverk og verkefni veitenda geðheilbrigðisþjónustu, því fyrr verða engar almennilegar aðgerðir. Í skýrslunni stendur að óásættanlega löng bið sé eftir sumum úrræðum. Skortur sé á skilgreindu verklagi fyrir boðleiðir milli þjónustuaðila og þjónustustiga og fjölmargar hindranir við lýði sem gera kerfið flókið, óskilvirkt og götótt. Þar er sagt að yfirfærsla milli stiga gangi illa, hlutverk séu óljós og skilningur misjafn enda engir vegvísar sem hægt er að styðjast við. Skilningur á því hvar þjónusta á heima er ólíkur og skortur á samráði, samtali og samvinnu milli stofnanna. Þarna fá þjónustustofnanir falleinkunn sem bregðst þarf við en stefið er vissulega gamalkunnugt og fréttirnar ekki nýjar. Aðgerðir! Bregðast þarf við með framkvæmdum og fjármagni sem aldrei fyrr. Sjá til þess að biðstími sé styttur niður í fáa mánuði og að greininga- og sálfræðiþjónustu sé niðurgreidd fyrir börn og ungmenni. Börnunum okkar líður sífellt verr líkt og rannsóknir sýna fram á. Líðan barna með sérþarfir er marktækt síðri hvað snertir almenna líðan, sjálfsmynd, heilsu, félagatengsl, skólalíðan og samskipti við fjölskyldu. Ef ekki er gripið til róttækra aðgerða núna þarf að gera það síðar með enn fjölþættari þjónustu, tilheyrandi umfangi og kostnaði, já og mikilli vanlíðan ungs fólks sem heilbrigðiskerfið hefur svikið. Það hafa dæmin margoft sýnt okkur. Börnin okkar eiga betra skilið. Höfundur er leik- og grunnskólakennari og hefur komið að þjónustu ótal barna sem biðu og bíða enn eftir greiningu.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun