„Vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld“ Siggeir Ævarsson skrifar 27. september 2023 21:50 Rúnar Ingi var svekktur með að hafa ekki stolið sigrinum í kvöld. Vísir/Snædís Bára Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var nokkuð brattur eftir 80-83 tap gegn erkifjendunum úr Keflavík í Subway-deild kvenna. Njarðvík var í dauðafæri til að stela sigrinum í lokin. „Þetta var bara frábær körfuboltaleikur heilt yfir. Ég segi bara til hamingju með að tímabilið sé byrjað! Þegar Jana kastaði honum hérna upp þegar það voru tólf sekúndur eftir var ég byrjaður að fagna sko. Hún var stórkostleg hér í allt kvöld og þetta hefði bara verið til að toppa það. Hún hefði bara átt það skilið að setja hann, að mínu mati, mér fannst hún svo góð. En boltinn vildi ekki ofan í.“ Rúnari fannst hans lið hafa haft góð tök á leiknum, þrátt fyrir að hafa verið að elta Keflavík í stigaskori nánast allan leikinn. „Mér fannst við vera nokkurn veginn við stjórnvölin mjög lengi vel í seinni hálfleik. Mér fannst við vera að reyna að framkvæmda það sem við vildum. Það komu aðeins fleiri tapaðir boltar sem skrifast kannski bara á þreytu.“ Litlu hlutirnir dýrkeyptir „En fyrir utan klaufleg mistök þar sem við erum að missa þær bakdyramegin í sama kerfinu þrisvar fjórum sinnum og lausa bolta sem skoppa fyrir þær, fyrir utan þau sniðskot þá er ég hrikalega ánægður með varnarleikinn og það vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld.“ Hin danska Emilie Sofie Hesseldal bar sóknarleik Njarðvíkinga á herðum sér í kvöld og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. 31 stig frá henni, níu fráköst og níu stolnir boltar. Rúnar sagði að hún ætti þó töluvert inni enn. „Hún er náttúrulega bara frábær leikmaður og það vita það allir sem sáu hana spila með Skallagrím fyrir þremur árum síðan. Magnaður leikmaður og gerir alla góða í kringum sig. Er með níu stolna bolta. Hún er að gefa stoðsendingar og taka aftur fyrir bak og hún er miðherji. Hún lítur vel út og á eftir að verða betri. Er kannski ekki komin í sitt besta hlaupaform og það var farið að draga af henni. En við þurftum svolítið að leita að henni í dag.“ Njarðvíkingar eru með marga unga leikmenn í sínum röðum, en hin 15 ára Hulda Agnarsdóttir spilaði rúmar 20 mínútur í kvöld og stóð vel fyrir sínu. „Svo ertu með t.d. 2008 módel, Hulda Agnarsdóttir, sem kemur hér inn á í sínum fyrsta leik í beinni á Stöð 2 Sport og fullt hús. Auðvitað einhver smá byrjendamistök hér og þar en hún var stórkostleg líka. Þó okkur vanti eitthvað þá erum við með mjög flottan hóp af góðum stelpum sem eru hungraðar í að fá að spila og sýna sig. Ég er bara ekkert stressaður núna eftir þennan leik. Ég er bara ótrúlega stoltur af „effortinu“ og viljanum í mínu liði.“ Hin bandaríska Tynice Martin lék ekki með Njarðvík í kvöld en hún hefur ekki enn fengið leikheimild. Sá orðrómur kvissaðist út í kvöld að hún myndi einfaldlega ekki fá leikheimild úr þessu og væri á leiðinni heim á næstu dögum. Rúnar sagði að það væru nýjar fréttir fyrir hann. „Ef að það væri klárt væri hún örugglega bara farin heim. Við erum bara að reyna að græja það sem þarf að græja. En við stjórnum víst ekki skrifstofustörfum, sérstaklega ekki vestanhafs. Það er kannski flöskuhálsinn akkúrat í dag. Við þurfum bara að sjá hvaða svör við fáum og hvernig landið liggur þar og þá getum við tekið ákvörðun. Þannig að það er ekkert orðið kýrskýrt ennþá.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
„Þetta var bara frábær körfuboltaleikur heilt yfir. Ég segi bara til hamingju með að tímabilið sé byrjað! Þegar Jana kastaði honum hérna upp þegar það voru tólf sekúndur eftir var ég byrjaður að fagna sko. Hún var stórkostleg hér í allt kvöld og þetta hefði bara verið til að toppa það. Hún hefði bara átt það skilið að setja hann, að mínu mati, mér fannst hún svo góð. En boltinn vildi ekki ofan í.“ Rúnari fannst hans lið hafa haft góð tök á leiknum, þrátt fyrir að hafa verið að elta Keflavík í stigaskori nánast allan leikinn. „Mér fannst við vera nokkurn veginn við stjórnvölin mjög lengi vel í seinni hálfleik. Mér fannst við vera að reyna að framkvæmda það sem við vildum. Það komu aðeins fleiri tapaðir boltar sem skrifast kannski bara á þreytu.“ Litlu hlutirnir dýrkeyptir „En fyrir utan klaufleg mistök þar sem við erum að missa þær bakdyramegin í sama kerfinu þrisvar fjórum sinnum og lausa bolta sem skoppa fyrir þær, fyrir utan þau sniðskot þá er ég hrikalega ánægður með varnarleikinn og það vantaði bara eitthvað smá upp á til að ná í sigurinn hér í kvöld.“ Hin danska Emilie Sofie Hesseldal bar sóknarleik Njarðvíkinga á herðum sér í kvöld og var hársbreidd frá þrefaldri tvennu. 31 stig frá henni, níu fráköst og níu stolnir boltar. Rúnar sagði að hún ætti þó töluvert inni enn. „Hún er náttúrulega bara frábær leikmaður og það vita það allir sem sáu hana spila með Skallagrím fyrir þremur árum síðan. Magnaður leikmaður og gerir alla góða í kringum sig. Er með níu stolna bolta. Hún er að gefa stoðsendingar og taka aftur fyrir bak og hún er miðherji. Hún lítur vel út og á eftir að verða betri. Er kannski ekki komin í sitt besta hlaupaform og það var farið að draga af henni. En við þurftum svolítið að leita að henni í dag.“ Njarðvíkingar eru með marga unga leikmenn í sínum röðum, en hin 15 ára Hulda Agnarsdóttir spilaði rúmar 20 mínútur í kvöld og stóð vel fyrir sínu. „Svo ertu með t.d. 2008 módel, Hulda Agnarsdóttir, sem kemur hér inn á í sínum fyrsta leik í beinni á Stöð 2 Sport og fullt hús. Auðvitað einhver smá byrjendamistök hér og þar en hún var stórkostleg líka. Þó okkur vanti eitthvað þá erum við með mjög flottan hóp af góðum stelpum sem eru hungraðar í að fá að spila og sýna sig. Ég er bara ekkert stressaður núna eftir þennan leik. Ég er bara ótrúlega stoltur af „effortinu“ og viljanum í mínu liði.“ Hin bandaríska Tynice Martin lék ekki með Njarðvík í kvöld en hún hefur ekki enn fengið leikheimild. Sá orðrómur kvissaðist út í kvöld að hún myndi einfaldlega ekki fá leikheimild úr þessu og væri á leiðinni heim á næstu dögum. Rúnar sagði að það væru nýjar fréttir fyrir hann. „Ef að það væri klárt væri hún örugglega bara farin heim. Við erum bara að reyna að græja það sem þarf að græja. En við stjórnum víst ekki skrifstofustörfum, sérstaklega ekki vestanhafs. Það er kannski flöskuhálsinn akkúrat í dag. Við þurfum bara að sjá hvaða svör við fáum og hvernig landið liggur þar og þá getum við tekið ákvörðun. Þannig að það er ekkert orðið kýrskýrt ennþá.“
Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins