Gervigreindin geti ekki útrýmt þýðendum Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2023 13:23 Margrét Tryggvadóttir er formaður Rithöfundasambands Íslands. Storytel bað nýlega íslenskan þýðenda um að lagfæra þýðingu sem gervigreind hafði gert fyrir fyrirtækið. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að tími sé kominn til að bókmenntaheimurinn taki sig saman og ræði um afleiðingar gervigreindar. Bókmenntasamfélagið um allan heim hefur tekið skref til þess að takast á við vandann sem gervigreind færir þeim. Styttri skref hafa verið tekin hér á landi enda vandinn ekki jafn stór og erlendis. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir gervigreindina ekki geta unnið sama starf og þýðendur. „Ef þú ert með manneskju gefur þú þér að hún hafi ákveðinn skilning sem gervigreind getur haft allt öðruvísi take á. Þú getur ekki treyst neinu í textanum. Þýðandi þekkir til verksins en þarna þarftu að bera allt saman og endurskrifa. Tímasparnaðurinn er kannski ekki alveg eins og sumir halda,“ segir Margrét. Þýðandinn sem fékk þessa beiðni frá Storytel hafnaði henni. Margrét segir að sé heimurinn kominn þangað að þýðendur geri ekki neitt nema að leiðrétta gervigreind verði starf þeirra mun leiðinlegra og gæti starfstéttin að lokum horfið. „Nú eru handritshöfundar í Hollywood komnir aftur og það er eitt af því sem þeir voru að eiga við. Þeir fengu það í gegn að gervigreindin megi ekki endurskrifa þeirra efni og það megi ekki setja þeirra efni í gervigreind svo hún læri af því. Þýðing er endurskrifun á efni. Hún er umritun yfir á annað tungumál. Svo erum við komin ofboðslega stutt í því að ræða við útgefendur að setja eitthvað um gervigreind og notkun hennar í samninga. Við höfum óskað eftir viðræður um það en það er held ég full þörf að fara að ræða þetta,“ segir Margrét. Hún segir Storytel hafa skapað fjölmörg vandamál fyrir íslenska bókmenntasamfélagið. „Það sem gerist er að Storytel er að vinna sig hratt í gegnum baklistann hjá íslenskum útgáfufyrirtækjum. Í upphafi voru margir að vona að þetta yrði viðbót við bókamarkaðinn. Þú værir að fá tekjur fyrir eitthvað sem væri löngu hægt að seljast. En það sem gerðist líka var að bóksala í eintökum er að minnka. Þannig að hluta til er að þetta að éta upp markaðinn sem var fyrir,“ segir Margrét. Gervigreind Bókmenntir Íslensk tunga Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
Bókmenntasamfélagið um allan heim hefur tekið skref til þess að takast á við vandann sem gervigreind færir þeim. Styttri skref hafa verið tekin hér á landi enda vandinn ekki jafn stór og erlendis. Margrét Tryggvadóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands, segir gervigreindina ekki geta unnið sama starf og þýðendur. „Ef þú ert með manneskju gefur þú þér að hún hafi ákveðinn skilning sem gervigreind getur haft allt öðruvísi take á. Þú getur ekki treyst neinu í textanum. Þýðandi þekkir til verksins en þarna þarftu að bera allt saman og endurskrifa. Tímasparnaðurinn er kannski ekki alveg eins og sumir halda,“ segir Margrét. Þýðandinn sem fékk þessa beiðni frá Storytel hafnaði henni. Margrét segir að sé heimurinn kominn þangað að þýðendur geri ekki neitt nema að leiðrétta gervigreind verði starf þeirra mun leiðinlegra og gæti starfstéttin að lokum horfið. „Nú eru handritshöfundar í Hollywood komnir aftur og það er eitt af því sem þeir voru að eiga við. Þeir fengu það í gegn að gervigreindin megi ekki endurskrifa þeirra efni og það megi ekki setja þeirra efni í gervigreind svo hún læri af því. Þýðing er endurskrifun á efni. Hún er umritun yfir á annað tungumál. Svo erum við komin ofboðslega stutt í því að ræða við útgefendur að setja eitthvað um gervigreind og notkun hennar í samninga. Við höfum óskað eftir viðræður um það en það er held ég full þörf að fara að ræða þetta,“ segir Margrét. Hún segir Storytel hafa skapað fjölmörg vandamál fyrir íslenska bókmenntasamfélagið. „Það sem gerist er að Storytel er að vinna sig hratt í gegnum baklistann hjá íslenskum útgáfufyrirtækjum. Í upphafi voru margir að vona að þetta yrði viðbót við bókamarkaðinn. Þú værir að fá tekjur fyrir eitthvað sem væri löngu hægt að seljast. En það sem gerðist líka var að bóksala í eintökum er að minnka. Þannig að hluta til er að þetta að éta upp markaðinn sem var fyrir,“ segir Margrét.
Gervigreind Bókmenntir Íslensk tunga Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira