Prjónaæði grípur um sig - heimsóknum fjölgar um 900 prósent Icewear 27. september 2023 13:03 Fyrsta sérverslun Icewear með garn var opnuð fyrr á árinu í Fákafeni 9. Nýjung í vefverslun icewear.is fær frábær viðbrögð. Icewear hefur heldur betur hrist upp í prjónaheiminum eftir að fyrirtækið hóf framleiðslu á bandi og opnaði sérverslun í Fákafeni með band og handprjónavörur. Splunkunýr valmöguleiki á heimasíðu verslunarinnar sópar að sér heimsóknum. „Viðskiptavinir Iceweargarn.is geta nú hannað sína eigin litasamsetningu og séð strax hvernig flíkin lítur út, skipt út litum og prófað sig áfram. Heimsóknum inn á síðuna fjölgaði um 900% þegar við kynntum þessa nýjung. Ég veit ekki til þess að þessi möguleiki sé nokkurs staðar í boði, venjulega þegar pantað er band í vefverslun sér viðskiptavinurinn bara eina dokku í einu. En á nýju iceweargarn síðunni er hægt að sjá alla liti raðast saman í flíkina. Hér má prófa að skipta um liti í fallegum tvíbanda vettlingum úr slitsterka og hlýja Artic garninu frá Icewear. Uppskriftin að vettlingunum er ókeypis. Þetta hefur mikið að segja fyrir fólk sem kemst ekki í verslunina til að skoða litina og velja,“ segir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, prjónahönnuður og verkefnastjóri yfir handprjónadeild Icewear. Skemmtilegur gjafaleikur í gangi Á Instagram Iceweargarn er nú í gangi skemmtilegur gjafaleikur þar sem áhugasamir handprjónarar geta hannað eigin litasamsetningu á hlýja peysu fyrir veturinn. Dregið verður út þann 2. október og er garn í heila peysu að eigin vali í verðlaun. View this post on Instagram A post shared by ICEWEAR GARN (@iceweargarn) Íslendingar duglegir að prjóna Guðrún segir prjónasamfélagið á Íslandi fjölmennt og Íslendingar eigi til dæmis heimsmet miðað við höfðatölu inni á prjónasíðunni Ravelry. „Handprjón er mjög vinsælt áhugamál, vinsælla hér en í öðrum löndum. Mögulega vegna þess að hér hefur alltaf verið mikil þörf fyrir hlýjar prjónaflíkur,“ segir Guðrún. „Markmiðið er að birta nýja uppskrift í hverri viku á nýju heimasíðunni, bæði nýjar og einnig ætlum við að sækja í grunninn okkar og endurvekja uppskriftir að flíkum sem voru til sölu á áttunda áratugnum. Við erum einnig í samstarfi við íslenska prjónahönnuði sem geta fengið uppskrift birta á síðunni hjá okkur. Það verkefni fer virkilega vel af stað og við vonumst til þess að þetta verði lyftistöng fyrir íslenska prjónaheiminn,“ segir Guðrún. Í hóp stærri framleiðenda á Norðurlöndum Icewear hefur selt tilbúnar prjónaflíkur allt frá árinu 1972 og bætir nú handprjóninu við. Kveikjan að því var skortur á hráefni fyrir peysur Icewear svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear ákvað að láta framleiða band sem hentaði.„Hann hugsar ávallt stórt og nú erum við komin í sextán tegundir og tvær til viðbótar eru væntanlegar fyrir jól,“ segir Guðrún. „Bandið verður líka markaðssett fyrir erlendan markað og er Icewear þar með komið í hóp með stærri garnframleiðendum á Norðurlöndunum. Línan inniheldur allt það vinsælasta, mjúka ull sem hentar fullkomlega í íslenskar lopapeysur, Mohair- silk og bambus og allt er þetta komið inn á síðuna hjá okkur,“ segir Guðrún. Prjónaskapur Handverk Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira
„Viðskiptavinir Iceweargarn.is geta nú hannað sína eigin litasamsetningu og séð strax hvernig flíkin lítur út, skipt út litum og prófað sig áfram. Heimsóknum inn á síðuna fjölgaði um 900% þegar við kynntum þessa nýjung. Ég veit ekki til þess að þessi möguleiki sé nokkurs staðar í boði, venjulega þegar pantað er band í vefverslun sér viðskiptavinurinn bara eina dokku í einu. En á nýju iceweargarn síðunni er hægt að sjá alla liti raðast saman í flíkina. Hér má prófa að skipta um liti í fallegum tvíbanda vettlingum úr slitsterka og hlýja Artic garninu frá Icewear. Uppskriftin að vettlingunum er ókeypis. Þetta hefur mikið að segja fyrir fólk sem kemst ekki í verslunina til að skoða litina og velja,“ segir Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir, prjónahönnuður og verkefnastjóri yfir handprjónadeild Icewear. Skemmtilegur gjafaleikur í gangi Á Instagram Iceweargarn er nú í gangi skemmtilegur gjafaleikur þar sem áhugasamir handprjónarar geta hannað eigin litasamsetningu á hlýja peysu fyrir veturinn. Dregið verður út þann 2. október og er garn í heila peysu að eigin vali í verðlaun. View this post on Instagram A post shared by ICEWEAR GARN (@iceweargarn) Íslendingar duglegir að prjóna Guðrún segir prjónasamfélagið á Íslandi fjölmennt og Íslendingar eigi til dæmis heimsmet miðað við höfðatölu inni á prjónasíðunni Ravelry. „Handprjón er mjög vinsælt áhugamál, vinsælla hér en í öðrum löndum. Mögulega vegna þess að hér hefur alltaf verið mikil þörf fyrir hlýjar prjónaflíkur,“ segir Guðrún. „Markmiðið er að birta nýja uppskrift í hverri viku á nýju heimasíðunni, bæði nýjar og einnig ætlum við að sækja í grunninn okkar og endurvekja uppskriftir að flíkum sem voru til sölu á áttunda áratugnum. Við erum einnig í samstarfi við íslenska prjónahönnuði sem geta fengið uppskrift birta á síðunni hjá okkur. Það verkefni fer virkilega vel af stað og við vonumst til þess að þetta verði lyftistöng fyrir íslenska prjónaheiminn,“ segir Guðrún. Í hóp stærri framleiðenda á Norðurlöndum Icewear hefur selt tilbúnar prjónaflíkur allt frá árinu 1972 og bætir nú handprjóninu við. Kveikjan að því var skortur á hráefni fyrir peysur Icewear svo Ágúst Þór Eiríksson, eigandi Icewear ákvað að láta framleiða band sem hentaði.„Hann hugsar ávallt stórt og nú erum við komin í sextán tegundir og tvær til viðbótar eru væntanlegar fyrir jól,“ segir Guðrún. „Bandið verður líka markaðssett fyrir erlendan markað og er Icewear þar með komið í hóp með stærri garnframleiðendum á Norðurlöndunum. Línan inniheldur allt það vinsælasta, mjúka ull sem hentar fullkomlega í íslenskar lopapeysur, Mohair- silk og bambus og allt er þetta komið inn á síðuna hjá okkur,“ segir Guðrún.
Prjónaskapur Handverk Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Epli með nýja stórglæsilega verslun Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Samsæri á Paradísareyjunni Bjóða upp á jólakaffi allar helgar fram að jólum Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Snörp og áhrifamikil bók Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Vestfirsk náttúra skapar dulúð í nýjustu bók Margrétar S. Höskuldsdóttur Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands Útreiðartúrinn leiðir lesendur inn í flókið net fjölskyldu, vináttu og leyndarmála Himnesk rúmföt úr egypskri bómull Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Þegar vitvél fær spurningu um nasisma og allt fer í háaloft The Barricade Boys koma til Íslands með Broadway Party Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Sjá meira