Skoraði fyrsta þrist kvennaliðsins í efstu deild frá upphafi og endaði með fimm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2023 16:01 Þórskonur unnu fyrsta leik sinn í efstu deild í 45 ár. Nýliðarnir ætla að láta til sín taka í deildinni í vetur. @thormflkvk Hrefna Ottósdóttir var stjarna kvöldsins þegar nýliðar Þórs hófu leik í Subway deild kvenna með góðum sigri á Stjörnunni í gærkvöldi. Hrefna skoraði alls sautján stig í leiknum en þar af komu fimmtán þeirra með skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hrefna skoraði einmitt fyrstu þriggja stiga körfu Þórskvenna í efstu deild frá upphafi þegar hún kom liðinu í 11-4 eftir tæplega þriggja mínútna leik. Þetta var nefnilega fyrsti leikur Þórsliðsins í efstu deild frá árinu 1978 eða í 45 ár. Svo langt er síðan að Þórskonur spiluðu meðal þeirra bestu að þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna í körfuboltanum hér heima. Hrefna ætlaði sér greinilega að ná þessu því hún tók þriggja stiga skot eftir rúmar þrjátíu sekúndur. Hún var því bæði fyrsta Þórskonan í sögunni til að skjóta þriggja stiga skoti og hitta úr því líka. Hrefna skoraði fimm þrista í leiknum og það verður fróðlega að sjá hvort hún eða liðsfélagi hennar nái því meti í vetur. Hún hefur nú skorað 83 prósent af þriggja stiga körfum Þórs í efstu deild kvenna. Þetta var þó ekki fyrsta þriggja stiga karfa Hrefnu í efstu deild því hún skoraði eina þriggja stiga körfu fyrir Hauka þegar hún spilaði á Ásvöllum veturinn 2017-18. „Það er algjör hvalsreki að semja aftur við eina bestu þriggja stiga skyttu landsins. Það er engin undra, enda elskar Hrefna að gera allt hluti þrefallt og leggur sig fram við að vera sem besta þrefalda eintakið af sjálfri sér. Hún gerir allt þrisvar sinnum á æfingu, og mér skilst að hún geri allt þrefallt heima líka, enda algjör fagkona. Því var eina vitið að hún yrði áfram númer 9, enda er það þrisvar sinnum þrír,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í samtali við miðla Þórs þegar hún framlengdi samning sinn. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira
Hrefna skoraði alls sautján stig í leiknum en þar af komu fimmtán þeirra með skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hrefna skoraði einmitt fyrstu þriggja stiga körfu Þórskvenna í efstu deild frá upphafi þegar hún kom liðinu í 11-4 eftir tæplega þriggja mínútna leik. Þetta var nefnilega fyrsti leikur Þórsliðsins í efstu deild frá árinu 1978 eða í 45 ár. Svo langt er síðan að Þórskonur spiluðu meðal þeirra bestu að þá var ekki búið að taka upp þriggja stiga regluna í körfuboltanum hér heima. Hrefna ætlaði sér greinilega að ná þessu því hún tók þriggja stiga skot eftir rúmar þrjátíu sekúndur. Hún var því bæði fyrsta Þórskonan í sögunni til að skjóta þriggja stiga skoti og hitta úr því líka. Hrefna skoraði fimm þrista í leiknum og það verður fróðlega að sjá hvort hún eða liðsfélagi hennar nái því meti í vetur. Hún hefur nú skorað 83 prósent af þriggja stiga körfum Þórs í efstu deild kvenna. Þetta var þó ekki fyrsta þriggja stiga karfa Hrefnu í efstu deild því hún skoraði eina þriggja stiga körfu fyrir Hauka þegar hún spilaði á Ásvöllum veturinn 2017-18. „Það er algjör hvalsreki að semja aftur við eina bestu þriggja stiga skyttu landsins. Það er engin undra, enda elskar Hrefna að gera allt hluti þrefallt og leggur sig fram við að vera sem besta þrefalda eintakið af sjálfri sér. Hún gerir allt þrisvar sinnum á æfingu, og mér skilst að hún geri allt þrefallt heima líka, enda algjör fagkona. Því var eina vitið að hún yrði áfram númer 9, enda er það þrisvar sinnum þrír,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í samtali við miðla Þórs þegar hún framlengdi samning sinn. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk)
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Sjá meira