Nýtt nafn á nýju fangelsi: Enginn fer „á Hraunið“ Margrét Björk Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 25. september 2023 11:50 Páll Winkel fangelsismálastjóri fagnar byggingu á nýju fangelsi og segir húsakostinn á Litla-Hrauni ömurlegan. Vísir/Arnar Nýtt fangelsi sem verður byggt við hliðina á Litla-Hrauni fær nýtt nafn. Fangelsismálastjóri segir löngu tímabært að loka „ömurlegri“ aðstöðu á Litla-Hrauni. Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru kynntar á blaðamannafundi á Litla Hrauni í morgun. Í fyrsta lagi stendur að byggja nýtt fangelsi við hliðina á Litla-Hrauni og er undirbúningur að framkvæmdum þegar hafinn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segir áætlaðan kostnað metinn á um sjö milljarða króna. Hagkvæmara sé að byggja nýtt en að fara í endurbætur. „Það er niðurstaðan að húsakosturinn hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur.“ Hún bendir á að núverandi húsnæði hafi upphaflega verið byggt sem sjúkrahús og að í gegnum árin hafi viðbyggingar verið hnýttar við. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir enga heildarhugsjón á bak við Litla-Hraun og það sé í raun mjög óhentugt húsnæði. „Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salreni. Þetta er bara gamalt,“ segir Páll. „Umhverfið hér er ömurlegt, aðstaðan er til skammar þannig að þetta er frábært fyrir alla sem hingað koma hvort sem það eru vistmenn eða starfsmenn.“ Nýtt fangelsi verður við hliðina á Litla-Hrauni og framkvæmdir hefjast strax. Reynslan við byggingu Hólmsheiðar er sögð munu koma að góðu gagni og á umhverfið í nýju fangelsi að vera sem minnst þrúgandi. Ekki liggur fyrir hvað verður um Litla-Hraun en þar verða frelsissviptir að minnsta kosti ekki vistaðir. Nýtt fangelsi fær nýtt nafn og segir fangelsismálastjóri að mögulega verði hugmyndasamkeppni um nafngiftina. „Það er greipt inn í huga þjóðarinnar að það að „fara á Hraunið“ sé botn tilverunnar. Nú verður bara ekkert Hraun. Við erum að fara byggja nýtt og betra fangelsi og þá verður ekkert Litla-Hraun.“ Fangelsismál Árborg Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Stórtækar breytingar í fangelsismálum voru kynntar á blaðamannafundi á Litla Hrauni í morgun. Í fyrsta lagi stendur að byggja nýtt fangelsi við hliðina á Litla-Hrauni og er undirbúningur að framkvæmdum þegar hafinn. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, segir áætlaðan kostnað metinn á um sjö milljarða króna. Hagkvæmara sé að byggja nýtt en að fara í endurbætur. „Það er niðurstaðan að húsakosturinn hér sé í þannig ásigkomulagi að það borgi sig ekki að setja svona mikið fé í endurbætur.“ Hún bendir á að núverandi húsnæði hafi upphaflega verið byggt sem sjúkrahús og að í gegnum árin hafi viðbyggingar verið hnýttar við. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir enga heildarhugsjón á bak við Litla-Hraun og það sé í raun mjög óhentugt húsnæði. „Húsnæðið er kalt, þú getur ekki komist hjá því að hitta hina fangana ef þú býrð hérna. Það er erfitt að sinna meðferðarstarfi af því það eru fíkniefni í boði út um allt þegar þau koma inn. Vinnuaðstaða fangavarða; þeir kalla það tunnuna af því það er gluggalaust rými þar sem er ekki salreni. Þetta er bara gamalt,“ segir Páll. „Umhverfið hér er ömurlegt, aðstaðan er til skammar þannig að þetta er frábært fyrir alla sem hingað koma hvort sem það eru vistmenn eða starfsmenn.“ Nýtt fangelsi verður við hliðina á Litla-Hrauni og framkvæmdir hefjast strax. Reynslan við byggingu Hólmsheiðar er sögð munu koma að góðu gagni og á umhverfið í nýju fangelsi að vera sem minnst þrúgandi. Ekki liggur fyrir hvað verður um Litla-Hraun en þar verða frelsissviptir að minnsta kosti ekki vistaðir. Nýtt fangelsi fær nýtt nafn og segir fangelsismálastjóri að mögulega verði hugmyndasamkeppni um nafngiftina. „Það er greipt inn í huga þjóðarinnar að það að „fara á Hraunið“ sé botn tilverunnar. Nú verður bara ekkert Hraun. Við erum að fara byggja nýtt og betra fangelsi og þá verður ekkert Litla-Hraun.“
Fangelsismál Árborg Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira