Utan vallar: Hefja nýjan kafla í Tel Aviv í stöðu sem Íslendingar þekkja vel Aron Guðmundsson skrifar 21. september 2023 14:31 Blikar spila í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Undanfarna daga hefur setningin „Breiðablik mun hefja nýjan kafla í sögu íslensks fótbolta“ oft borið á góma og verið rituð. Nú er komið að þeirri stund. Í kvöld mun Breiðablik svo sannarlega rita upphafsorðin í nýjum kafla í sögu íslensks fótbolta sem fyrsta íslenska karlaliði til að leika í riðlakeppni í Evrópu. Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Það hvernig frumraun liðsins á þessu sviði mun verða liggur hins vegar enn á huldu og verður ekki ljóst fyrr en seint í kvöld hvernig Blikar komast frá þessu verkefni. Hins vegar verður það að segjast að fáir hafa trú á því að Blikar, sem hafa átt í basli undanfarið heima fyrir, muni ná að næla í úrslit hér á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Veðbankar hafa enga trú á Breiðabliki og ef lesa má eitthvað í mætingu ísraelskra blaðamanna á blaðamannafund Breiðabliks, sem var nær engin, þá eru þeir ekki að taka okkar íslensku fulltrúa alvarlega. Það er hins vegar á svona stundum, í svona aðstæðum, sem fulltrúar okkar þjóðar, hvort sem um ræðir lands- eða félagslið, ná að sýna sitt rétta andlit. Og það skulum við vona að raunin verði einnig í kvöld. Það er hér, á Bloomfield leikvanginum í Tel Avív, sem Breiðablik mun rita nýjan kafla í sögu íslensks fótboltaVísir/Samsett mynd Fyrir æfingu Breiðabliks á Bloomfield leikvanginum í gærkvöldi mátti heyra það í liðsræðu Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, að frá þessari stundu skyldu leikmenn leggja allt í verkefnið og sanna fyrir þeim sem standa fyrir utan og fylgjast með liðinu, að það búi enn hellingur í því. Ef ekki fyrir aðra þá ættu leikmenn að gera það fyrir sjálfa sig, fyrir liðið. Það var ekkert hálfkák á æfingu liðsins í gær, heldur alvöru tempó og góðu dagsverki skilað. Mín tilfinning er sú að Blikar séu mjög vel meðvitaðir um umræðuna í kringum liðið undanfarið. Blikar hafa tapað þremur leikjum í röð í aðdraganda þessa leiks í kvöld og það væri mikið styrkleikamerki hjá þeim að skila af sér sannfærandi frammistöðu í kvöld. Verkefnið er hins vegar ærið. Maccabi Tel Aviv er sigursælasta félag Ísrael, þaulreynt á þessu sviði og hefur ekki tapað leik undir stjórn Robbie Keane sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í júní. Stress fyrir svona leiki er eðlilegt, segi ég með alla mína reynslu úr fjórðu deildinni heima, en vonandi fyrir Blika ná þeir einnig að njóta þess að spila á þessu stóra sviði, njóta þess að spila fyrir framan tugþúsundir áhorfenda á þessum þétta leikvangi. Og hver veit, kannski verðum við vitni að einhverju sérstöku í kvöld. Flautað verður til leiks hér í Tel Aviv klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni. Sambandsdeild Evrópu Ísrael Breiðablik Fótbolti Utan vallar Tengdar fréttir Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. 21. september 2023 12:01 Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. 21. september 2023 08:00 Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. 20. september 2023 23:30 „Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Tel Aviv, Ísrael. Það hvernig frumraun liðsins á þessu sviði mun verða liggur hins vegar enn á huldu og verður ekki ljóst fyrr en seint í kvöld hvernig Blikar komast frá þessu verkefni. Hins vegar verður það að segjast að fáir hafa trú á því að Blikar, sem hafa átt í basli undanfarið heima fyrir, muni ná að næla í úrslit hér á Bloomfield leikvanginum í Tel Aviv. Veðbankar hafa enga trú á Breiðabliki og ef lesa má eitthvað í mætingu ísraelskra blaðamanna á blaðamannafund Breiðabliks, sem var nær engin, þá eru þeir ekki að taka okkar íslensku fulltrúa alvarlega. Það er hins vegar á svona stundum, í svona aðstæðum, sem fulltrúar okkar þjóðar, hvort sem um ræðir lands- eða félagslið, ná að sýna sitt rétta andlit. Og það skulum við vona að raunin verði einnig í kvöld. Það er hér, á Bloomfield leikvanginum í Tel Avív, sem Breiðablik mun rita nýjan kafla í sögu íslensks fótboltaVísir/Samsett mynd Fyrir æfingu Breiðabliks á Bloomfield leikvanginum í gærkvöldi mátti heyra það í liðsræðu Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks, að frá þessari stundu skyldu leikmenn leggja allt í verkefnið og sanna fyrir þeim sem standa fyrir utan og fylgjast með liðinu, að það búi enn hellingur í því. Ef ekki fyrir aðra þá ættu leikmenn að gera það fyrir sjálfa sig, fyrir liðið. Það var ekkert hálfkák á æfingu liðsins í gær, heldur alvöru tempó og góðu dagsverki skilað. Mín tilfinning er sú að Blikar séu mjög vel meðvitaðir um umræðuna í kringum liðið undanfarið. Blikar hafa tapað þremur leikjum í röð í aðdraganda þessa leiks í kvöld og það væri mikið styrkleikamerki hjá þeim að skila af sér sannfærandi frammistöðu í kvöld. Verkefnið er hins vegar ærið. Maccabi Tel Aviv er sigursælasta félag Ísrael, þaulreynt á þessu sviði og hefur ekki tapað leik undir stjórn Robbie Keane sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í júní. Stress fyrir svona leiki er eðlilegt, segi ég með alla mína reynslu úr fjórðu deildinni heima, en vonandi fyrir Blika ná þeir einnig að njóta þess að spila á þessu stóra sviði, njóta þess að spila fyrir framan tugþúsundir áhorfenda á þessum þétta leikvangi. Og hver veit, kannski verðum við vitni að einhverju sérstöku í kvöld. Flautað verður til leiks hér í Tel Aviv klukkan sjö í kvöld að íslenskum tíma og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone sport rásinni.
Sambandsdeild Evrópu Ísrael Breiðablik Fótbolti Utan vallar Tengdar fréttir Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. 21. september 2023 12:01 Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. 21. september 2023 08:00 Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. 20. september 2023 23:30 „Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sjá meira
Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. 21. september 2023 12:01
Óskar hvetur Blika til dáða: „Menn verði mjög vel stemmdir, hungraðir og hugrakkir“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta telur að sýnir leikmenn muni sýna hungur og hugrekki er liðið opnar nýjan kafla í sögu íslensk fótbolta með að verða fyrsta íslenska karlaliðið til að leika í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mætir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni á Bloomfield leikvanginum í kvöld. Jafnframt þurfti Breiðablik að eiga sinn allra, allra besta leik til að ná í úrslit hér í Tel Aviv. 21. september 2023 08:00
Keane vanmetur Breiðablik ekki: „Vitum hvers við erum megnugir“ Robbie Keane, fyrrum markahrókur í ensku úrvalsdeildinni og núverandi þjálfari ísraelska stórliðsins Maccabi Tel Aviv, býst við erfiðum leik gegn Breiðabliki í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun og varar leikmenn sína við því að vanmeta íslenska liðið. 20. september 2023 23:30
„Ég held þetta sé jafnmikið ef ekki meira spurning um hausinn“ Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks sem á morgun verður fyrsta liðið til að spila í riðlakeppni í Evrópu þegar liðið mættir Maccabi Tel Aviv í Sambandsdeildinni. 20. september 2023 22:32