Hafa lokað á rakningu í rakningarforritinu C-19 Atli Ísleifsson skrifar 20. september 2023 16:20 Svona leit smitrakningarappið út, og tilkynningarnar sem notendur fengu frá því. Embætti landlæknis hefur lokað á rakningu í smáforritinu Rakning C-19 sem þróað var og notað í smitrakningu í kórónuveirufaraldrinum. Þeir sem eru með forritið í símum sínum hafa margir fengið meldingu þessa efnis í dag. Ólafur K. Ragnarsson, verkefnastjóri Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis, segir það vera langt síðan að notast hafi verið við rakningarforritið hér á landi. „En það sem er að gerast nú er að Apple og Google eru að slökkva á þeim möguleika fyrir símtækin að nota þessa rakningartækni, svokölluð „exposure notifications“. Þetta er í stýrikerfinu á Apple-símum og í Playstore í Android-símum, og er sem sagt búið að slökkva á þeim möguleika núna. Þetta er að gerast í öllum löndum.“ Ólafur segir þetta gert vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá í maí síðastliðinn að aflýsa skilgreiningu á COVID-19 sem bráðri ógn við lýðheilsu þjóða. Ástandið hafði þá ríkt síðan í janúar 2020, en slík skilgreining nýtist WHO og alþjóðasamfélaginu við að samhæfa aðgerðir til að stöðva útbreiðslu sjúkdóms á milli landa. Ólafur segir að með þessu sé ekki verið að henda forritinu eða þeirri tækni sem hafi verið þróuð. Hún sé til og gæti nýst síðar. Hann hvetur þó fólk til að fjarlægja forritið úr símanum. Rakningarforrit íslenskra heilbrigðisyfirvalda, Rakning C-19, komið í loftið í byrjun apríl 2020, rúmum mánuði eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Skjáskot af skilaboðum sem hafa birst í símum margra í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira
Ólafur K. Ragnarsson, verkefnastjóri Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá Embætti landlæknis, segir það vera langt síðan að notast hafi verið við rakningarforritið hér á landi. „En það sem er að gerast nú er að Apple og Google eru að slökkva á þeim möguleika fyrir símtækin að nota þessa rakningartækni, svokölluð „exposure notifications“. Þetta er í stýrikerfinu á Apple-símum og í Playstore í Android-símum, og er sem sagt búið að slökkva á þeim möguleika núna. Þetta er að gerast í öllum löndum.“ Ólafur segir þetta gert vegna ákvörðunar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, frá í maí síðastliðinn að aflýsa skilgreiningu á COVID-19 sem bráðri ógn við lýðheilsu þjóða. Ástandið hafði þá ríkt síðan í janúar 2020, en slík skilgreining nýtist WHO og alþjóðasamfélaginu við að samhæfa aðgerðir til að stöðva útbreiðslu sjúkdóms á milli landa. Ólafur segir að með þessu sé ekki verið að henda forritinu eða þeirri tækni sem hafi verið þróuð. Hún sé til og gæti nýst síðar. Hann hvetur þó fólk til að fjarlægja forritið úr símanum. Rakningarforrit íslenskra heilbrigðisyfirvalda, Rakning C-19, komið í loftið í byrjun apríl 2020, rúmum mánuði eftir að fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Skjáskot af skilaboðum sem hafa birst í símum margra í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Sjá meira