Mari íhugar að hætta hlaupi og eignast börn Oddur Ævar Gunnarsson og Garpur I. Elísabetarson skrifa 17. september 2023 11:10 Mari er ein fremsta hlaupakona landsins og veltir nú framtíðinni fyrir sér. Vísir Mari Järsk, ein fremsta hlaupakona landsins, lauk keppni í morgun í bakgarðshlaupi í Heiðmörk eftir 25 hringi. Hún segist nú íhuga að taka sér frí frá hlaupi og huga að barneignum. „Ég var úti að keppa fyrir fimm vikum og mig langaði að sjá hvar ég myndi enda og hvernig líkaminn yrði,“ segir þessi ótrúlegasta hlaupakona landsins sem hljóp 260 kílómetra í ágúst og nú 167,5 kílómetra í Heiðmörk. Horfa má á viðtal við Mari neðst í fréttinni. „Ég vissi alltaf að þetta væri heimskulegt. Hefðu kannski liðið tveir mánuðir þá hefði þetta gengið, en einn mánuður er bara ekki nóg. Ég byrjaði að finna fyrir verk í hnjánum í gærkvöldi og þar spilar veðrið pottþétt inn í.“ Mari segist aldrei raunverulega hafa tekið ákvörðun um að hætta í hlaupinu nú. Hún hafi hins vegar níðst á hnjánum síðan í gærkvöldi og ekki séð tilganginn í því að halda því áfram. Ekki búin að vera ánægð með árangurinn Þannig að þú ákvaðst að vera skynsöm hérna í dag? „Já! Vá. Þetta er rétta orðið,“ segir Mari hlæjandi sem kveðst samt alltaf vilja meira. Hún sé þess vegna leið. Hvað tekur við núna hjá þér? „Þarf ég ekki að fara að eignast börn með þessum silfurref eða?“ segir Mari enn hlæjandi og bætir við: „Ég er ekki búin að vera ánægð með árangurinn minn undanfarið. Þannig að þetta er smá svona, kannski punkturinn yfir I-ið og hvað svo? Er ég að fara að leita að næstu keppni í vor eða er ég raunverulega að fara að hugsa um barneignir?“ Það er það sem þú ert að íhuga núna? „Það er allt í lagi að taka sér ársfrí. Ég get alveg hlaupið um leið og ég er búin að punga þessu út. Það eru engin vandamál.“ Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 13. ágúst 2023 23:48 „Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið“ „Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ segir utanvegahlauparinn Mari Järsk. 12. ágúst 2021 12:00 Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32 Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
„Ég var úti að keppa fyrir fimm vikum og mig langaði að sjá hvar ég myndi enda og hvernig líkaminn yrði,“ segir þessi ótrúlegasta hlaupakona landsins sem hljóp 260 kílómetra í ágúst og nú 167,5 kílómetra í Heiðmörk. Horfa má á viðtal við Mari neðst í fréttinni. „Ég vissi alltaf að þetta væri heimskulegt. Hefðu kannski liðið tveir mánuðir þá hefði þetta gengið, en einn mánuður er bara ekki nóg. Ég byrjaði að finna fyrir verk í hnjánum í gærkvöldi og þar spilar veðrið pottþétt inn í.“ Mari segist aldrei raunverulega hafa tekið ákvörðun um að hætta í hlaupinu nú. Hún hafi hins vegar níðst á hnjánum síðan í gærkvöldi og ekki séð tilganginn í því að halda því áfram. Ekki búin að vera ánægð með árangurinn Þannig að þú ákvaðst að vera skynsöm hérna í dag? „Já! Vá. Þetta er rétta orðið,“ segir Mari hlæjandi sem kveðst samt alltaf vilja meira. Hún sé þess vegna leið. Hvað tekur við núna hjá þér? „Þarf ég ekki að fara að eignast börn með þessum silfurref eða?“ segir Mari enn hlæjandi og bætir við: „Ég er ekki búin að vera ánægð með árangurinn minn undanfarið. Þannig að þetta er smá svona, kannski punkturinn yfir I-ið og hvað svo? Er ég að fara að leita að næstu keppni í vor eða er ég raunverulega að fara að hugsa um barneignir?“ Það er það sem þú ert að íhuga núna? „Það er allt í lagi að taka sér ársfrí. Ég get alveg hlaupið um leið og ég er búin að punga þessu út. Það eru engin vandamál.“
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 13. ágúst 2023 23:48 „Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið“ „Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ segir utanvegahlauparinn Mari Järsk. 12. ágúst 2021 12:00 Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32 Mest lesið Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Mari lenti í öðru sæti eftir 260 kílómetra hlaup Ofurhlauparinn Mari Jaersk hafnaði í öðru sæti í Heavy metal ultra bakgarðshlaupinu í Eistlandi í kvöld eftir 39 hringja hlaup. Hver hringur er 6,7 kílómetrar og hljóp Mari því samtals 261 kílómetra á mótinu. 13. ágúst 2023 23:48
„Ég sakna ekki fjölskyldunnar jafn mikið“ „Ég ólst upp aðallega hjá ömmu minni því foreldrar mínir voru ekki hæf til að sjá um mig,“ segir utanvegahlauparinn Mari Järsk. 12. ágúst 2021 12:00
Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32