Nýir símar, úr og heyrnartól Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2023 23:16 Tim Cook, forstjóri Apple á kynningunni í dag. AP/Jeff Chiu Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja kynslóð snjallsíma, heyrnartóla og snjallúra á kynningu í Cupertino í Bandaríkjunum. Nýr iPhone, sem er nú búinn USB-C hleðslutengi, leit dagsins ljós, í fjórum mismunandi útgáfum. iPhone 15 og 15 Plus eru tvær af nýju símaútgáfunum sem opinberaðar voru í dag. Útliti símanna hefur verið breytt nokkuð á milli kynslóða en símarnir hafa einnig verið uppfærðir að innan. Það helsta er að myndavélar þeirra hafa verið uppfærðar og símarnir eru búnir nýjum örgjörvum sem Apple segir að nýtist vel í að spila tölvuleiki. Ástæðan fyrir því að iPhone 15 er ekki lengur með eigið hleðslutengi, sem kallaðist Lightning, er ný reglugerð innan Evrópusambandsins. Sú reglugerð skuldbindur raftækjaframleiðendur til að nota sömu tengjategundina. Sjá einnig: Sama hleðslutengi á alla síma fyrir 2024 Frekari upplýsingar um símana má finna hér á vef Apple og í spilurunum hér að neðan. Á kynningunni var ný kynslóð snjallúra Apple opinberuð. Apple Watch Series 9 úrin eru, samkvæmt starfsmönnum Apple, mun hraðari en fyrri kynslóðir. Það er segja, þau eru fljótari að vinna. Þau ganga ekki hraðar en önnur úr. Í frétt Tech Crunch er haft eftir forsvarsmanni úradeildar fyrirtækisins að þessi úr séu þau öflugustu hingað til. Heyrnartól Apple, Airpods Pro 2, hafa einnig fengið USB-C hleðslutengi og verða þau fáanleg seinna í þessum mánuði. Apple Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
iPhone 15 og 15 Plus eru tvær af nýju símaútgáfunum sem opinberaðar voru í dag. Útliti símanna hefur verið breytt nokkuð á milli kynslóða en símarnir hafa einnig verið uppfærðir að innan. Það helsta er að myndavélar þeirra hafa verið uppfærðar og símarnir eru búnir nýjum örgjörvum sem Apple segir að nýtist vel í að spila tölvuleiki. Ástæðan fyrir því að iPhone 15 er ekki lengur með eigið hleðslutengi, sem kallaðist Lightning, er ný reglugerð innan Evrópusambandsins. Sú reglugerð skuldbindur raftækjaframleiðendur til að nota sömu tengjategundina. Sjá einnig: Sama hleðslutengi á alla síma fyrir 2024 Frekari upplýsingar um símana má finna hér á vef Apple og í spilurunum hér að neðan. Á kynningunni var ný kynslóð snjallúra Apple opinberuð. Apple Watch Series 9 úrin eru, samkvæmt starfsmönnum Apple, mun hraðari en fyrri kynslóðir. Það er segja, þau eru fljótari að vinna. Þau ganga ekki hraðar en önnur úr. Í frétt Tech Crunch er haft eftir forsvarsmanni úradeildar fyrirtækisins að þessi úr séu þau öflugustu hingað til. Heyrnartól Apple, Airpods Pro 2, hafa einnig fengið USB-C hleðslutengi og verða þau fáanleg seinna í þessum mánuði.
Apple Tækni Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira