Hægriflokkurinn með meirihluta í Noregi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. september 2023 09:45 Erna Solberg, formaður Høyre, á kosningavöku flokksins í Osló í gær. Flokkurinn vann meirihluta víða í Noregi. Vísir/EPA Hægriflokkurinn Høyre hlaut víða meirihluta í sveitarstjórnarkosningum í Noregi í gær. Nærri 100 ár eru síðan Høyre var stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. Hægriflokkurinn Høyre vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í nótt en flokkurinn hlaut tæplega 26 prósent atkvæða á landsvísu og Verkamannaflokkurinn tæplega 22 prósent. Til samanburðar hlaut Höyre tuttugu prósent atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og Verkamannaflokkurinn tæplega 25 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1924 sem Hoyre er stærsti flokkurinn í kosningum, en það hefur alla jafna verið hlutskipti Verkamannaflokksins. Meirihlutann í Osló halda nú flokkarnir Høyre, KrF, FRP og Venstre en það eru einnig flokkarnir sem Høyre sagðist vilja vinna með eftir kosningar í höfuðborginni. Høyre hlaut 32,6 prósent atkvæða og bætti við sig sjö prósentustigum frá seinustu kosningum. KrF hlaut 1,7 prósent atkvæða, FRP hlaut sex prósent og Venstre níu prósent. Samanlagt er það 46,3 prósent. „Það eru miklar tilfinningar í dag,“ segir Raymond Johansen í viðtali við norska miðilinn NRK sem nú lætur af störfum sem borgarstjóri Oslóar en hann er oddviti Verkamannaflokksins og hefur setið sem borgarstjóri síðan 2015. Í heildina á litið vann Verkamannaflokkurinn meirihluta í 121 kommúnu en Høyre meirihluta í 83. Ef litið er til fylkja vann Høyre meirihluta í sjö af tólf en Verkamannaflokkurinn í fimm og Fremskrittspartiet meirihluta í einu. Nánar hér á vef NRK. Tveir nýir borgarstjórar Í viðtalinu kemur fram að hann sé mjög vonsvikinn með niðurstöðurnar. Fleiri hafa tekið undir það en haft er eftir leiðtoga LO, Peggy Følsvik, á vef Aftenposten að hún sé mjög vonsvikin en að nú komi í ljós hvort að raunverulega sé hægt að uppfylla loforð sem hægriflokkarnir hafa sett fram. Líklegt er að Eirik Lae Solberg í Hægriflokknum taki við af Johansen sem borgarstjóri og Anna Lindboe sem hinn borgarstjóri borgarinnar og tekur við af Marianne Borgen. Tveir borgarstjórar eru í Osló. Annar stýrir borgarstjórn og hinn sinnir formlegum athöfnum og hefur engin pólitísk völd. „Markmið viðræðna þessar flokka er að búa Osló undir nýja borgarstjórn og nýja pólitíska stefnu. Og að Anne Lindboe sé kjörin borgarstjóri,“ sagði Lae Solberg í gær er kemur fram í frétt NRK. Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, fylgist hér með niðurstöðum í gærkvöldi. Vísir/EPA Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í gærkvöldi að niðurstaðan væri á engan hátt eins og hann hafði vonast eftir. Flokksmenn hafi vitað að verkefnið væri erfitt og að niðurstaðan væri á engan hátt ásættanleg. Noregur Tengdar fréttir Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Hægriflokkurinn Høyre vann mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í nótt en flokkurinn hlaut tæplega 26 prósent atkvæða á landsvísu og Verkamannaflokkurinn tæplega 22 prósent. Til samanburðar hlaut Höyre tuttugu prósent atkvæða í síðustu sveitarstjórnarkosningum og Verkamannaflokkurinn tæplega 25 prósent. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1924 sem Hoyre er stærsti flokkurinn í kosningum, en það hefur alla jafna verið hlutskipti Verkamannaflokksins. Meirihlutann í Osló halda nú flokkarnir Høyre, KrF, FRP og Venstre en það eru einnig flokkarnir sem Høyre sagðist vilja vinna með eftir kosningar í höfuðborginni. Høyre hlaut 32,6 prósent atkvæða og bætti við sig sjö prósentustigum frá seinustu kosningum. KrF hlaut 1,7 prósent atkvæða, FRP hlaut sex prósent og Venstre níu prósent. Samanlagt er það 46,3 prósent. „Það eru miklar tilfinningar í dag,“ segir Raymond Johansen í viðtali við norska miðilinn NRK sem nú lætur af störfum sem borgarstjóri Oslóar en hann er oddviti Verkamannaflokksins og hefur setið sem borgarstjóri síðan 2015. Í heildina á litið vann Verkamannaflokkurinn meirihluta í 121 kommúnu en Høyre meirihluta í 83. Ef litið er til fylkja vann Høyre meirihluta í sjö af tólf en Verkamannaflokkurinn í fimm og Fremskrittspartiet meirihluta í einu. Nánar hér á vef NRK. Tveir nýir borgarstjórar Í viðtalinu kemur fram að hann sé mjög vonsvikinn með niðurstöðurnar. Fleiri hafa tekið undir það en haft er eftir leiðtoga LO, Peggy Følsvik, á vef Aftenposten að hún sé mjög vonsvikin en að nú komi í ljós hvort að raunverulega sé hægt að uppfylla loforð sem hægriflokkarnir hafa sett fram. Líklegt er að Eirik Lae Solberg í Hægriflokknum taki við af Johansen sem borgarstjóri og Anna Lindboe sem hinn borgarstjóri borgarinnar og tekur við af Marianne Borgen. Tveir borgarstjórar eru í Osló. Annar stýrir borgarstjórn og hinn sinnir formlegum athöfnum og hefur engin pólitísk völd. „Markmið viðræðna þessar flokka er að búa Osló undir nýja borgarstjórn og nýja pólitíska stefnu. Og að Anne Lindboe sé kjörin borgarstjóri,“ sagði Lae Solberg í gær er kemur fram í frétt NRK. Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, fylgist hér með niðurstöðum í gærkvöldi. Vísir/EPA Jonas Gahr Störe, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í gærkvöldi að niðurstaðan væri á engan hátt eins og hann hafði vonast eftir. Flokksmenn hafi vitað að verkefnið væri erfitt og að niðurstaðan væri á engan hátt ásættanleg.
Noregur Tengdar fréttir Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfumuninn „Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu. 11. september 2023 12:02