Sigurinn gæti ekki verið sætari: „Þetta er búið að vera erfitt“ Aron Guðmundsson skrifar 11. september 2023 20:54 Hákon Arnar í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var að vonum ánægður í viðtali eftir sigur liðsins gegn Bosníu & Herzegovinu í undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Alfreð Finnbogason tryggði Íslandi 1-0 sigur með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs. „Þetta verður ekki sætara,“ sagði Hákon Arnar í viðtali eftir leik. „Að vinna 1-0 á heimavelli og skora á síðustu mínútunum.“ Tilfinningin sé af allt öðrum toga heldur en liðið upplifði í kjölfar tapleiks gegn Lúxemborg fyrir helgi en hvað var íslenska liðið að gera betur í þessum leik? „Mér finnst við bara þora að færa boltann, færa boltann hraðar, treystum hvor öðrum að spila og það opnuðust fyrir okkur helling af færum. Við hefðum átt að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum leik, Jón Dagur fær dauðafæri sem hann á alltaf að skora úr en þetta var bara frábært.“ Klippa: Hákon kátur með sigurinn Aðspurður hvort hann hafi verið pirraður út í Jón Dag, þegar eitt af dauðafærum Íslands fór forgörðum, get Hákon Arnar ekki neitað því. „Já á þeirri stundu en nú er mér sama. Ef ég ætti að velja einn mann til þess að fá þetta færi þá væri það hann. Hann kom einmitt til mín núna eftir leik og var ekkert eðlilega sáttur með að þetta skyldi hafa dottið fyrir okkur.“ Er þetta ekki léttir? „Jú það má alveg segja það, þetta er búið að vera erfitt en það er svo gaman að vinna og sérstaklega hérna. Þetta er geðveikt.“ Hákon Arnar var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk á Laugardalsvelli í kvöld en sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Það var mjög vel mætt í dag og gott að við náðum í þennan sigur til að sýna fólkinu að sénsinn er enn til staðar.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira
Alfreð Finnbogason tryggði Íslandi 1-0 sigur með marki í uppbótatíma venjulegs leiktíma. Leikurinn var afar lokaður en um miðjan síðari hálfleik fór Ísland að sækja meira sem endaði með sigurmarki Alfreðs. „Þetta verður ekki sætara,“ sagði Hákon Arnar í viðtali eftir leik. „Að vinna 1-0 á heimavelli og skora á síðustu mínútunum.“ Tilfinningin sé af allt öðrum toga heldur en liðið upplifði í kjölfar tapleiks gegn Lúxemborg fyrir helgi en hvað var íslenska liðið að gera betur í þessum leik? „Mér finnst við bara þora að færa boltann, færa boltann hraðar, treystum hvor öðrum að spila og það opnuðust fyrir okkur helling af færum. Við hefðum átt að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum leik, Jón Dagur fær dauðafæri sem hann á alltaf að skora úr en þetta var bara frábært.“ Klippa: Hákon kátur með sigurinn Aðspurður hvort hann hafi verið pirraður út í Jón Dag, þegar eitt af dauðafærum Íslands fór forgörðum, get Hákon Arnar ekki neitað því. „Já á þeirri stundu en nú er mér sama. Ef ég ætti að velja einn mann til þess að fá þetta færi þá væri það hann. Hann kom einmitt til mín núna eftir leik og var ekkert eðlilega sáttur með að þetta skyldi hafa dottið fyrir okkur.“ Er þetta ekki léttir? „Jú það má alveg segja það, þetta er búið að vera erfitt en það er svo gaman að vinna og sérstaklega hérna. Þetta er geðveikt.“ Hákon Arnar var ánægður með stuðninginn sem liðið fékk á Laugardalsvelli í kvöld en sigur liðsins lyftir Íslandi upp fyrir Bosníu í 4. sæti J-riðils þar sem að liðið situr með sex stig. „Það var mjög vel mætt í dag og gott að við náðum í þennan sigur til að sýna fólkinu að sénsinn er enn til staðar.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Laugardalsvöllur Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Sjá meira