„Við verðum að gera betur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. september 2023 11:00 Hákon Arnar í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Hulda Margrét Hákon Arnar Haraldsson skoraði mark Íslands í tapinu gegn Lúxemborg í gær. Hann sagði liðið hafa fengið færi til að skora fleiri mörk í leiknum. „Þetta er drullusvekkjandi. Við gefum þeim þrjú mörk og mér finnst ótrúlegt að við fáum á okkur þrjú mörk og skorum ekki fleiri. Þetta er svekkjandi eftir á,“ sagði Hákon Arnar í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í gær. „Mér finnst við fá helling af góðum stöðum sem við nýtum ekki nógu vel. Við hefðum alveg getað búið til fleiri hættuleg færi en við fáum samt alveg helling af færum til að skora fleiri mörk.“ Hákon Arnar var spurður að því hvernig væri að spila leik þar sem dómari flautaði jafn mikið og georgíski dómarinn Goca Kikacheishvili gerði í gær. „Það er pirrandi stundum. Þeir skora snemma og fara strax í að tefja. Það er þeirra leikur og stundum er þetta þannig. Þá þarf maður sjálfur að gíra upp tempóið og mér finnst við gera það alveg ágætlega á köflum. Við verðum að gera betur.“ Eins og áður segir skoraði Hákon Arnar eina mark Íslands í gær. Hann skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið. „Ég sný með boltann í millisvæðinu. Orri (Steinn Óskarsson) tekur gott hlaup og opnar allt svæðið fyrir mig. Ég hleyp og skýt og skora.“ Staða Íslands í riðlinum er erfið. Liðið er með þrjú stig eftir fimm umferðir og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári afar veik. „Auðvitað verður þetta erfiðara. Við gefumst aldrei upp og þurfum að horfa fram á við og vinna næsta leik á mánudag. Það er heima og við þurfum allan stuðning. Það er stefnt á að fá þrjú stig þar og sjá hvað gerist.“ Allt viðtalið við Hákon Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hákon Arnar - Viðtal Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
„Þetta er drullusvekkjandi. Við gefum þeim þrjú mörk og mér finnst ótrúlegt að við fáum á okkur þrjú mörk og skorum ekki fleiri. Þetta er svekkjandi eftir á,“ sagði Hákon Arnar í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í gær. „Mér finnst við fá helling af góðum stöðum sem við nýtum ekki nógu vel. Við hefðum alveg getað búið til fleiri hættuleg færi en við fáum samt alveg helling af færum til að skora fleiri mörk.“ Hákon Arnar var spurður að því hvernig væri að spila leik þar sem dómari flautaði jafn mikið og georgíski dómarinn Goca Kikacheishvili gerði í gær. „Það er pirrandi stundum. Þeir skora snemma og fara strax í að tefja. Það er þeirra leikur og stundum er þetta þannig. Þá þarf maður sjálfur að gíra upp tempóið og mér finnst við gera það alveg ágætlega á köflum. Við verðum að gera betur.“ Eins og áður segir skoraði Hákon Arnar eina mark Íslands í gær. Hann skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið. „Ég sný með boltann í millisvæðinu. Orri (Steinn Óskarsson) tekur gott hlaup og opnar allt svæðið fyrir mig. Ég hleyp og skýt og skora.“ Staða Íslands í riðlinum er erfið. Liðið er með þrjú stig eftir fimm umferðir og von um sæti á EM í Þýskalandi á næsta ári afar veik. „Auðvitað verður þetta erfiðara. Við gefumst aldrei upp og þurfum að horfa fram á við og vinna næsta leik á mánudag. Það er heima og við þurfum allan stuðning. Það er stefnt á að fá þrjú stig þar og sjá hvað gerist.“ Allt viðtalið við Hákon Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hákon Arnar - Viðtal
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Fleiri fréttir Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn