Septemberspá Siggu Kling: Leyfðu þér að springa, helst einn með sjálfum þér Sigga Kling skrifar 1. september 2023 06:00 Elsku steingeitin mín. Þér finnst kannski eins og þú sért búinn að skuldbinda þig um of, að þú sért búinn að falla í eitthvað far sem þú bjóst ekki við að yrði raunin. Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Þetta er allt saman skrifað í skýin sem þú ert að gera núna, svo láttu það ekki pirra þig í eina mínútu. Haltu áfram án þess að hika og hentu út kærleikanum eins og þú værir að gefa öndunum brauð. Þú hefur þróað þann eiginleika með þér að taka því sem er að þér rétt með stóískri ró. En það kemur samt alltaf það tímabil í lífi þínu þar sem að þú springur, þegar að dropinn fyllir mælinn. Leyfðu þér að springa, helst þá einn með sjálfum þér. Þú munt þakka þér fyrir það seinna að hafa ekki sagt þau orð sem þig langaði að segja. Þú ert að spá og spekúlera í sambandi við vinnu, hvort þú eigir að skipta, hvert þú átt að fara, eða hvernig þú átt að þróa. Þú ert svo mikið tengdur svo mörgum sterkum aðilum sem koma úr fortíðinni, og þú hefur þekkt og unnið fyrir á einhvern máta. Þú færð annað hvort tilboð og ef þú finnur skýrt já strax, þá skaltu ekki endurskoða það. Því eftir því sem þú spáir og pælir meira í því sem á að gera, þá missir þú sjónar á því sem þarf. Ekki fresta neinu, kláraðu málin, gerðu það strax, þá verða þau auðveld. Það er alveg sama hvort þú hafir áhyggjur af peningum eður ei, það reddast alltaf allt - þó á síðustu mínútum verði. Ef þú ætlar að fjárfesta í húsi eða einhverju þesskonar, þá er það ekki húsið sem skiptir máli heldur staðsetningin. Þó að merkið þitt sé steingeit, þá var í fornum táknið þitt efri hluti steingeit og neðri hlutinn er tákn fisks. Þetta er það sem að gerir þig að svo sterku afli sem að er bæði fyrir sjó og land. Það er EKKERT sem þú getur ekki sigrað. En þú þarft að leyfa þér að taka sopa af kæruleysi og taka ekki inn í sálu þína þegar að þínir nánustu eiga um sárt að binda, eða einhver fellur frá. Þá verðurðu að muna það að segja, ég er sterkur eða ég er sterk - eins oft og þú þarft. Guð var spurður í biblíunni, hvað heitir þú? Hann svaraði: Ég heiti „Ég er.“ Svo hvort sem þú segir „ég er óheppinn“ eða „ég er heppin,“ þá er það þín staðreynd þar sem þú kallar það yfir þig. Knús og kossar Sigga Kling Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Steingeitin er frá 22. desember til 19. janúar. Þetta er allt saman skrifað í skýin sem þú ert að gera núna, svo láttu það ekki pirra þig í eina mínútu. Haltu áfram án þess að hika og hentu út kærleikanum eins og þú værir að gefa öndunum brauð. Þú hefur þróað þann eiginleika með þér að taka því sem er að þér rétt með stóískri ró. En það kemur samt alltaf það tímabil í lífi þínu þar sem að þú springur, þegar að dropinn fyllir mælinn. Leyfðu þér að springa, helst þá einn með sjálfum þér. Þú munt þakka þér fyrir það seinna að hafa ekki sagt þau orð sem þig langaði að segja. Þú ert að spá og spekúlera í sambandi við vinnu, hvort þú eigir að skipta, hvert þú átt að fara, eða hvernig þú átt að þróa. Þú ert svo mikið tengdur svo mörgum sterkum aðilum sem koma úr fortíðinni, og þú hefur þekkt og unnið fyrir á einhvern máta. Þú færð annað hvort tilboð og ef þú finnur skýrt já strax, þá skaltu ekki endurskoða það. Því eftir því sem þú spáir og pælir meira í því sem á að gera, þá missir þú sjónar á því sem þarf. Ekki fresta neinu, kláraðu málin, gerðu það strax, þá verða þau auðveld. Það er alveg sama hvort þú hafir áhyggjur af peningum eður ei, það reddast alltaf allt - þó á síðustu mínútum verði. Ef þú ætlar að fjárfesta í húsi eða einhverju þesskonar, þá er það ekki húsið sem skiptir máli heldur staðsetningin. Þó að merkið þitt sé steingeit, þá var í fornum táknið þitt efri hluti steingeit og neðri hlutinn er tákn fisks. Þetta er það sem að gerir þig að svo sterku afli sem að er bæði fyrir sjó og land. Það er EKKERT sem þú getur ekki sigrað. En þú þarft að leyfa þér að taka sopa af kæruleysi og taka ekki inn í sálu þína þegar að þínir nánustu eiga um sárt að binda, eða einhver fellur frá. Þá verðurðu að muna það að segja, ég er sterkur eða ég er sterk - eins oft og þú þarft. Guð var spurður í biblíunni, hvað heitir þú? Hann svaraði: Ég heiti „Ég er.“ Svo hvort sem þú segir „ég er óheppinn“ eða „ég er heppin,“ þá er það þín staðreynd þar sem þú kallar það yfir þig. Knús og kossar Sigga Kling Kiefer Sutherland, leikari, 21. desember Finn Wolfhard, leikari, 23. desember Edda Andrésdóttir, sjónvarpskona, 28. desember Nicolas Cage, leikari, 7. janúar Marilyn Manson, söngvari, 5. janúar Diane Keaton, leikkona, 5. janúar Aron Már Ólafsson, leikari, 12. janúar Dorrit Moussaieff, fyrrum forsetafrú Íslands, 12. janúar Davíð Oddson, stjórnmálamaður, 17. janúar Michelle Obama, fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, 17. janúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein