Viltu flytja á hjúkrunarheimili? Anna Björg Jónsdóttir, Helga Hansdóttir og Hildur Þórarinsdóttir skrifa 1. september 2023 07:31 Þessa spurningu höfum við margoft lagt fyrir okkar skjólstæðinga í gegnum tíðina. Langflestir svara því til að „nei þeir vilji það ekki en að eins og staðan sé þá sé það nauðsynlegt“. Einstaklingar flytja á hjúkrunarheimili þegar þeir geta ekki lengur bjargað sér með athafnir daglegs lífs, með öruggum hætti einir heima. Flestir vilja búa heima eins lengi og hægt er og það hefur líka verið stefna stjórnvalda í langan tíma. Sem fagmenn innan kerfisins þá höfum við líka verið talsmenn þessarar nálgunnar og það hefur ekki breyst enda viljum við styðja við óskir skjólstæðinga okkar. Vandinn er bara að aðgerðir hafa ekki fylgt þessari hugmyndafræði og heimaþjónustan á Íslandi hefur því engan veginn getað staðið undir nafni eða sinnt sínu hlutverki svo vel sé. Ein af afleiðingum þessa er að einstaklingar sem að öllu óbreyttu væru heima með þjónustu við hæfi eru á leiðinni á eða komnir á hjúkrunarheimili. Úrræðin heimafyrir eru nefnilega ekki í boði. Þessir einstaklingar eru því í bið víðsvegar í kerfinu. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis frá öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 483 einstaklingar á landsvísu með samþykkta dvöl á hjúkrunarheimili en eru að bíða. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 252 einstaklingar sem bíða. Á Landspítala bíða hátt í 80 einstaklingar eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimili þegar þetta er skrifað. Til samanburðar eru 575 rúm virk á Landspítala (fyrir utan barna- og kvennasvið) sem þýðir að á hverjum tíma eru ca 14% rúma á Landspítala nýtt af einstaklingum sem eru að bíða. Og einstaklingar bíða ekki bara á Landspítala heldur er umtalsverður fjöldi svokallaðra biðrýma víðsvegar á hjúkrunarheimilum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir varanlegu rými er mislangur og á einstaka hjúkrunarheimili er biðtíminn margir mánuðir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa beðið lengur en 1 ár á Landspítala. Það er líka vert að taka fram að næsta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu mun að öllu óbreyttu verða tekið í notkun árið 2026. Eins og sést af tölunum þá er þörfin veruleg núna og vandséð hvernig hægt er að bíða í næstum því 3 ár eftir úrlausn. Allir þeir sem hafa einhvern tíma þurft að upplifa bið vita hversu erfið hún er og hversu mikil vanlíðan getur fylgt henni. Einstaklingar sem eru að bíða eru í einskonar millibilsástandi, það er ekki hægt að taka ákvörðun um neitt og það er erfitt að gera einhverjar skuldbindingar. Það vill enginn vera þarna. „Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ segjum við oft í öldrunarþjónustunni og það verður að segjast eins og er að úrræðaleysið í þjónustunni við þennan hóp endurspeglar þetta. Það virðist líka vera að fáir beri hag þessa hóps fyrir brjósti og þó fallega sé talað á hátíðisdögum þá hefur lítið sem ekkert raunverulega gerst í málaflokknum í þónokkurn tíma annað en að óviðeigandi úrræði fyllast og vanlíðan einstaklinga eykst. Það er hægt að leysa málin ef vilji er fyrir hendi. Það er stjórnmálamanna að sýna þann vilja í verki og embættismanna að framkvæma. Við leyfum okkur að fullyrða að fagfólkið er tilbúið í þetta verkefni en við spyrjum stjórnvöld: Hvað finnst ykkur eðlilegt að einstaklingur bíði lengi eftir að fá varanlegt rými á hjúkrunarheimili? Við vitum hvert okkar svar er og kannski er kominn tími á að breyta upphaflegu spurningunni og spyrja frekar: „Hvað ertu tilbúinn að bíða lengi eftir að komast á hjúkrunarheimili??“ Stjórn félags íslenskra öldrunarlækna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Þessa spurningu höfum við margoft lagt fyrir okkar skjólstæðinga í gegnum tíðina. Langflestir svara því til að „nei þeir vilji það ekki en að eins og staðan sé þá sé það nauðsynlegt“. Einstaklingar flytja á hjúkrunarheimili þegar þeir geta ekki lengur bjargað sér með athafnir daglegs lífs, með öruggum hætti einir heima. Flestir vilja búa heima eins lengi og hægt er og það hefur líka verið stefna stjórnvalda í langan tíma. Sem fagmenn innan kerfisins þá höfum við líka verið talsmenn þessarar nálgunnar og það hefur ekki breyst enda viljum við styðja við óskir skjólstæðinga okkar. Vandinn er bara að aðgerðir hafa ekki fylgt þessari hugmyndafræði og heimaþjónustan á Íslandi hefur því engan veginn getað staðið undir nafni eða sinnt sínu hlutverki svo vel sé. Ein af afleiðingum þessa er að einstaklingar sem að öllu óbreyttu væru heima með þjónustu við hæfi eru á leiðinni á eða komnir á hjúkrunarheimili. Úrræðin heimafyrir eru nefnilega ekki í boði. Þessir einstaklingar eru því í bið víðsvegar í kerfinu. Samkvæmt tölum frá Embætti landlæknis frá öðrum ársfjórðungi þessa árs eru 483 einstaklingar á landsvísu með samþykkta dvöl á hjúkrunarheimili en eru að bíða. Á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 252 einstaklingar sem bíða. Á Landspítala bíða hátt í 80 einstaklingar eftir varanlegu rými á hjúkrunarheimili þegar þetta er skrifað. Til samanburðar eru 575 rúm virk á Landspítala (fyrir utan barna- og kvennasvið) sem þýðir að á hverjum tíma eru ca 14% rúma á Landspítala nýtt af einstaklingum sem eru að bíða. Og einstaklingar bíða ekki bara á Landspítala heldur er umtalsverður fjöldi svokallaðra biðrýma víðsvegar á hjúkrunarheimilum á stórhöfuðborgarsvæðinu. Biðtíminn eftir varanlegu rými er mislangur og á einstaka hjúkrunarheimili er biðtíminn margir mánuðir. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa beðið lengur en 1 ár á Landspítala. Það er líka vert að taka fram að næsta hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu mun að öllu óbreyttu verða tekið í notkun árið 2026. Eins og sést af tölunum þá er þörfin veruleg núna og vandséð hvernig hægt er að bíða í næstum því 3 ár eftir úrlausn. Allir þeir sem hafa einhvern tíma þurft að upplifa bið vita hversu erfið hún er og hversu mikil vanlíðan getur fylgt henni. Einstaklingar sem eru að bíða eru í einskonar millibilsástandi, það er ekki hægt að taka ákvörðun um neitt og það er erfitt að gera einhverjar skuldbindingar. Það vill enginn vera þarna. „Flestir vilja verða gamlir en enginn vill vera gamall“ segjum við oft í öldrunarþjónustunni og það verður að segjast eins og er að úrræðaleysið í þjónustunni við þennan hóp endurspeglar þetta. Það virðist líka vera að fáir beri hag þessa hóps fyrir brjósti og þó fallega sé talað á hátíðisdögum þá hefur lítið sem ekkert raunverulega gerst í málaflokknum í þónokkurn tíma annað en að óviðeigandi úrræði fyllast og vanlíðan einstaklinga eykst. Það er hægt að leysa málin ef vilji er fyrir hendi. Það er stjórnmálamanna að sýna þann vilja í verki og embættismanna að framkvæma. Við leyfum okkur að fullyrða að fagfólkið er tilbúið í þetta verkefni en við spyrjum stjórnvöld: Hvað finnst ykkur eðlilegt að einstaklingur bíði lengi eftir að fá varanlegt rými á hjúkrunarheimili? Við vitum hvert okkar svar er og kannski er kominn tími á að breyta upphaflegu spurningunni og spyrja frekar: „Hvað ertu tilbúinn að bíða lengi eftir að komast á hjúkrunarheimili??“ Stjórn félags íslenskra öldrunarlækna
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar